Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 76
40 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR > EINANGRAÐ TILVIK Hvatningarhróp Bjarkar Guðmunds dóttur til Tíbet á tónleikum í Sjanghæ var ein- angrað tilvik og verður ekki til þess að færri erlendir listamenn komi til landsins. Þetta segir að- stoðarmenningarráðherra Kína, Zhou Heping. „Kínverjar munu halda áfram að bjóða erlendum listamönn- um að koma fram í landinu og vita- skuld hefur þetta ekki áhrif á þá sem hefur verið boðið að koma fram á Ólympíuleikun- um,“ sagði hann. Svíar eiga nú einir þjóða eftir að velja Eurovision-framlag sitt í ár. Það gera þeir á morg- un í beinni útsendingu þar sem flutt verða tíu lög. Meðal flytjenda er fjandvinur Íslands, Charlotte Perrelli, sem kom í veg fyrir sigur Selmu Björns árið 1999 þegar lag hennar sigraði All out of Luck naumlega. Hún keppir með hetjuballöðunni Hero. Líklega sér Charlotte sæng sína aftur uppreidda nú þegar samnorræni spek- ingaþátturinn sem hún hefur verið í undanfarin ár, meðal annars með Eika Hauks, er ekki á dagskrá. Svíar taka ekki þátt í „flipp- væðingu“ Eurovision og öll lögin tíu eru „alvarleg“ popp- lög flutt af smekklegum flytj- endum sem eru fráleitt að gera grín að keppninni. Tvö nýjustu lögin til að bætast við eru frá San Mar- ínó og Serbíu. Framlag smá- ríkisins San Marínó, sem nú tekur þátt í keppninni í fyrsta skipti, var valið úr 50 laga hrúgu og er með hljómsveit- inni Miodio. Þetta eru súkkulaði sætir rokkarar sem spila súkkulaðisætt rokk. Gestgjafarnir Serbar héldu svo keppni í vikunni og þar sigraði söngkonan Jelena Tomaševic örugglega með laginu Oro, þjóðlagakenndri ballöðu. Ekkert flipp í gangi þar heldur. Charlotte vill keppa aftur fyrir Svía VILL KOMAST Í EUROVISION Charlotte Perrelli er með lag í sænsku undankeppninni. 71 DAGUR TIL STEFNU folk@frettabladid.is Þá er komið að stóru stundinni í Gettu betur. Í kvöld mætast MR og MA og er allt undir. Ef MR sigrar verður það fjórtándi sigur skólans í keppninni, en keppendur MA hafa tækifæri til að landa fjórða sigri Akureyringa. MR sigraði MK í hörkuspennandi lokaviðureign í fyrra. Magnús Lúðvíksson var í MR-liðinu þá. „Ég hef bæði reynslu af því að vinna og tapa í Gettu betur og get ekki neitað því að það er mun skemmtilegra að vinna,“ segir hann. „Ég er búinn að vera í þessum bransa í fjögur ár. Það væri lélegt af mér ef ég myndi ekki leggja eins hart að mér og ég get núna í síðasta skipti sem ég er í þessu. Liðið hefur reynt að koma öllu á hreint í því sem við erum góðir í og við reynum að lesa í dómarann, stoppa í gloppur. Nei nei, Páll er ekkert fyrirsjáan- legur.“ Magnús segir æfingarnar eingöngu hugrænar, MR-liðið tekur ekkert á líkamlega – „Nei, við fitnum bara ef eitthvað er á öllum þessum pítsum sem við lifum á.“ MA-liðið trúir heldur ekki á líkamlegar æfingar en Arna Hjörleifsdóttir segir samt ekkert pítsuát á dagskrá liðsins. „Nei, við tökum bara góðan hádegismat og borðum eitthvað hollt,“ segir Arna. Hún segir mikið undir. „Við vorum öll í liði MA í fyrra og duttum þá út í fyrstu sjónvarpsumferð- inni. Við höfum æft mikið í allan vetur og það er svo sem enginn munur þar á þótt við séum að keppa til úrslita.“ Bæði liðin lofa harðri keppni en vilja ekki spá um úrslitin – „Við gerum bara okkar besta,“ segja bæði Magnús og Arna. Hver getur best? GANTAST Á TRÖPPUM MR En það verður 100 prósent alvara í kvöld. HEILBRIGÐIN UPPMÁLUÐ MA ætlar að gera sitt besta. Hvaða tímariti ritstýrir Biggi í Maus? (Monitor) MR: Uuu... það er Monitor. MA: Monitor. Úr hverju tvennu er majones aðallega búið til? (Olíu og eggjum) MR: Ah... ég er ekki alveg viss... tómatsósu og... pass. MA: Eggjahvítu og... eggjahvítu og... smjörlíki? Hvað heitir nýjasta leikrit Hugleiks Dags- sonar? (Baðstofan) MR: Er það ekki Leg? MA: Baðstofan. Í hvaða hljómsveit var John Fogerty? (Creedence Clearwater Revival) MR: Creedence Clearwater Revival. MA: Uh ... pass. Hvað heitir eiginmaður Leoncie? (Viktor) MR: Hvað hét hann nú aftur? Eh... já, Viktor. MA: Viktor að sjálfsögðu. Arna svaraði fyrir MA og Magnús fyrir MR. Liðin skildu jöfn: 3 - 3. Keppnin verður því greinilega ekki útkljáð fyrr en í kvöld. MÍNÍ-GETTU BETUR FRÉTTABLAÐSINS SUMARSTÖRF HJÁ REYKJAVÍKURBORG TÖKUM Á MÓTI UMSÓKNUM • Annar umsóknartími fyrir Skapandi sumarhópa og Götuleikhús • Fyrir fólk fætt ´91 og fyrr (17 ára og eldra) • Aldurstakmark er breytilegt eftir störfum • Einungis hægt að sækja um á netinu* • Aðgengi að tölvum og aðstoð í Hinu Húsinu VINNUMIÐLUN UNGS FÓLKS • PÓSTHÚSSTRÆTI 3 – 5 SÍMI: 411 5500 • WWW.VUF.IS *A th ug ið a ð by rja ð er a ð vi nn a m eð u m só kn ir um le ið o g þæ r b er as t.* Sjöundu og síðustu kvikmyndinni um galdrastrákinn Harry Potter verður skipt upp í tvo hluta. Orð- rómur hafði verið uppi um að þetta yrði gert en hann hefur nú verið staðfestur. Fyrri hlutinn verður væntanlega frumsýndur í nóvember 2010 en hinn seinni í maí árið eftir. Framleiðandinn David Hey- man, sem sér nú fram á auknar tekjur, telur að það hafi verið ómögulegt að koma bókinni Harry Potter and the Deathly Hallows, sem er 608 blaðsíður, fyrir í einni mynd. „Ólíkt flest- um öðrum bókum þá er ekki hægt að fjarlægja hluta af þessari,“ sagði hann. Daniel Radcliffe, sem leikur Potter, segir að ákvörðunin hafi verið skynsamleg. „Það þótti í lagi að taka út suma kafl- ana úr hinum bókunum, þrátt fyrir að einhverjir aðdáendur hafi ekki verið hrifnir af því. Sjö- unda bókin hefur ekki þannig kafla. Hún er keyrð áfram af festu frá upphafi,“ sagði Radcliffe. Potter í tvo hluta HARRY POTTER Sjöundu og síðustu Potter-mynd- inni verður skipt upp í tvo hluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.