Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 14.03.2008, Blaðsíða 22
22 14. mars 2008 FÖSTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 470 4.844 -1,88% Velta: 3.489 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 7,21 -2,83% ... Bakkavör 40,00 -1,36% ... Eimskipafélagið 29,00 +1,75% ... Exista 11,95 -1,57 ... FL Group 8,72 -3,11% ... Glitnir 17,05 -2,85% ... Icelandair 24,85 -0,40% ... Kaupþing 719,00 -2,18% ... Landsbankinn 28,20 -1,05% ... Marel 88,40 -0,11% ... SPRON 4,87 -3,76% ... Straumur-Burðarás 11,15 -1,33% ... Teymi 4,94 -1,00% ... Össur 89,00 +0,11% MESTA HÆKKUN EIMSKIPAFÉLAGIÐ 1,75% ÖSSUR 0,11% MESTA LÆKKUN SPRON 3,76% FL GROUP 3,11% GLITNIR 2,85% Sérútgáfa til Ameríku Forsætisráðherra og forystumenn í viðskiptalífi þjóðarinnar sóttu í gær árvissan fund Íslensk-amer- íska verslunarráðsins í New York í Bandaríkjunum. Tækifærið var notað til að kynna stöðu íslensks efnahagslífs og horfur. Margir lögðust á árar í þessu efni. Tímaritið Iceland Review lagði í sérút- gáfu sextán síðna blaðs sem var með í för undir yfirskriftinni „Banking and Finance in the Icelandic Economy“. Burðarefnið er kynning Geirs Haarde á „sveigjanlegu en um leið seigu“ hagkerfi þjóðar- innar (flexible & resilient, nefnilega). Hann áréttar heilbrigði íslensku bank- anna og kveðst þess fullviss að þeir „standi af sér storminn á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum“. Bankastaðan í krónum Í ritinu er svo einnig að finna opnuumfjöllun um Straum fjárfestingarbanka, opnu um Kauphöllina, opnuumfjöllun Viðskiptaráðs um vöxt fjármála- geirans, opnu um Icebank og svo deila að lokum viðskiptabankarnir þrír, Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir, opnuumfjöllun um síðustu ársuppgjör þeirra. Einhver kynni að segja að stóru bankarnir hefðu mátt fá meira pláss, svona ef miða hefði átt við stærð þeirra í samhengi við íslenska hagkerfið. Þeim er annars hampað fyrir að hafa skilað góðri afkomu í fyrra. „Net profits of ISK 138 billion for three largest Icelandic banks“ segir í undirfyrirsögn. Spurning hvaða ályktanir kaninn dregur af þeirri tölu. Líkast til þekkir hann ekki mikið til gengis krónunnar. Inni í greininni er þó gefið upp nýlegt gengi evrunnar, en gagnlegra hefði sjálfsagt verið að umreikna strax yfir í dollara, svona til að spara lesendum vestra hugarreikninginn. Peningaskápurinn ... Hlíðasmára 19 201 Kópavogur Sími 563 3300 www.teris.is Teris er framsækið fyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem byggir á traustum grunni. Teris sérhæfir sig í lausnum fyrir fjármálafyrirtæki og kappkostar að veita viðskiptavinum sínum afburðagóða og heildstæða þjónustu sem byggir á þekkingu, trausti, trúnaði og tryggð. Teris hefur mikla og langa reynslu af því að veita þjónustu til margra ólíkra viðskiptavina sem gera miklar kröfur um hraða, áreiðanleika og skilvirkni. SAS Insitute er leiðandi fyrirtæki í gerð spálíkana og greiningarhugbúnaðar á sviði viðskiptagreindar.  SAS Institute hefur 32 ára reynslu og yfir 43.000 viðskiptavini um allan heim. Saman aðstoða Teris og SAS fjármálafyrirtæki í að nýta upplýsingar sínar betur svo hægt sé að ná betri tökum á markaðsinnsæi og hámarka frammistöðu. Námskeið í áhættustýringu Þann 3. apríl næstkomandi munu Teris og SAS Institute í samstarfi við BASISPOINT standa fyrir dagsnámskeiði í áhættustýringu á Hilton Reykjavík Nordica.  Farið verður yfir atriði er varða mælingar á helstu tegundum áhættu auk þess sem fjallað verður um innri uppbyggingu áhættustýringar.  Nánari uppl‡singar um námskei›i› og skráningu á fla› má finna á www.teris.is. SAS Institute og Teris eru samstarfsaðilar á sviði viðskiptagreindar fyrir fjármálafyrirtæki Hagvöxtur var 3,8 prósent í fyrra, samkvæmt áætlunum Hagstofunnar, en þjóðar- tekjur uxu mun meira. Hagvöxturinn var í fyrra einkum drifinn áfram af útflutningi og einkaneyslu, en áður voru einkaneysla og fjárfesting helstu þættirnir. „Vaxandi þjóðartekjur eru í sam- ræmi við það að þjóðhagslegur sparnaður er tekinn að aukast á ný og það er mjög gott,“ segir Þor- steinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Samkvæmt Hagtíðindum Hag- stofunnar nam landsframleiðslan í fyrra 1.279 milljörðum króna í fyrra. Það er um 112 milljörðum króna meira en í fyrra. Hún jókst að raungildi um 3,8 prósent, þegar tekið er tillit til verðbreytinga. Þjóðartekjur jukust hins vegar um 6,7 prósent sem er nokkru meira en hagvöxturinn. Það skýr- ist af því að launa- og fjármagns- tekjur frá útlöndum jukust meira en sem nemur aukningu launa og fjármagnsgjalda úr landi. „Nýjar tölur benda til þess að útflutningurinn hafi verið meiri, einkaneyslan meiri og innflutning- ur meiri.“ segir Þorsteinn. Í stað þess að hagvöxturinn hafi verið nær þremur prósentum, þá nálgist hann fjögur prósent. Fram kemur í Hagtíðindum að einkum megi rekja hagvöxt síðasta árs til verulegrar aukningar á útflutningi, auk einkaneyslu. Útflutningurinn hafi aukist um ell- efu prósent, og einkaneyslan um fjögur. Árin á undan hafi hagvöxtur einkum verið drifinn áfram af einkaneyslu og fjárfestingu. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni skýrist aukning útflutnings helst af auknum útflutn- ingi á áli. Hann jókst um ríflega 40 prósent milli ára og nam tæpum 29 prósentum af heildarútflutningi í fyrra. ingimar@frettabladid.is Sparnaður fer vaxandi Íslenskar eignir fjármála- fyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjár- málasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrir- tæki Milestone verða dóttur félög Invik, þar með talin íslensku fjármála- fyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins. Tilfærslan er samkvæmt heim- ildum blaðsins hluti af straumlínu- lögun fyrirtækjastarf- semi Milestone og sóknar inn á norrænan fjármálamarkað. „Meira en 75 prósent af eignum Milestone eru á erlendri grundu og það liggur fyrir að fram- tíðar vöxtur fyrirtækis- ins verður á Norður- löndum. Aukin áhersla á uppbyggingu fjármálafyrirtækja okkar utan Íslands er rökrétt skref fyrir félagið,“ er haft eftir Guð- mundi Ólasyni, forstjóra Milestone, í tilkynningu félagsins. - óká GUÐMUNDUR ÓLASON Færa eignir til Invik ÁLIÐ BRÆTT Aukinn útflutningur á áli skýrir stóran hluta aukins útflutnings í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Helstu hlutabréfavísitölur tóku dýfu um heim allan, þar á meðal hér, í gær þrátt fyrir innspýtingu bandaríska seðlabankans og fjög- urra annarra seðlabanka, inn á fjár- málamarkaði. Fjárveitingin, sem veitt er í formi nýrrar lánalínu með lágum vöxtum og ábyrgð í undir- málslánum fjármálafyrirtækja, hljóðar upp á 200 milljarða Banda- ríkjadala, jafnvirði rúmra 13.600 milljarða íslenskra króna. Viðskiptablaðið Financial Times segir fjárfesta hafa síauknar áhyggjur af versnandi efnahags- aðstæðum í skugga lausafjárþurrð- arinnar, samdrætti í smásölu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og lækkun bandaríkjadals gagnvart evru í gær. Nokkuð dró þó úr lækk- anahrinunni vestanhafs síðdegis í gær eftir að matsfyrirtækið Stand- ard & Poor‘s sagði að senn sæi fyrir endann á undirmálslánavandanum. Lækkun dalsins hefur valdið því að fjárfestar hafa í auknum mæli fært sig á hrávörumarkað og fest fé sitt í korni, olíu og gulli auk ann- arra hrávara. Gullverðið lá við 1.000 dala mark- ið á únsu í gær og hefur aldrei verið hærra. Þá fór olíuverðið yfir 110 dali á tunnu í gær en slík verðlagn- ing hefur aldrei sést á svartagull- inu. - jab Dýfa á hlutabréfamörkuðum MARKAÐSPUNKTAR Evrópsk samkeppnisyfirvöld hafa fram- lengt til 21. apríl frest vegna skoðunar á áhrifum kaupa Marel Food Systems á Stork Food Systems. Frestur inn kemur ekki til af samkeppnisréttarlegri skoðun, heldur uppfærslu á tækni- legum upplýsingum, segir í Kauphallar- tilkynningu. Þá hafa Scanvaegt í Danmörku og Marel á Íslandi, tvær viðskiptaeininga Marel Food Systems, sameinast undir nafni Marels. Sigsteinn Grétarsson stýrir sameinaðri starfsemi, en Erik Steffen- sen, framkvæmdastjóri Scan vaegt Inter- national, lét af störfum í gær. Kínverskir framleiðendur tískufatnaðar hafa farið fram á tíu prósenta hækkun vegna aukins launakostnaðar og verð- hækkunar á bómull, að því greint er frá í hálffimmfréttum Kaupþings. Gengi krónunnar hefur ekki verið jafn lágt frá því í lok árs árið 2001. Gengið lækkaði um 2,23 prósent í gær. Um tíma kostaði evran yfir 111 krónur. Við lok dags kostaði evran 109,48 krónur. Bandaríkjadalurinn kostaði 70,25 krónur. Sterlingspundið kost- aði rúmar 143 krónur og danska krónan 14,68 krónur. Velta á gjaldeyrismarkaði var mikil í gær, og nam yfir 81 milljarði króna. Greiningardeild Landsbank- ans segir að margt skýri skjótt fall krónunnar. Áhugi á vaxtamunavið- skiptum hafi minnkað, vegna þess að áhættufælni fjárfesta hafi auk- ist, í kjölfar frétta af vanda vogunar- sjóða. Þá hafi skiptavextir með krónur farið niður úr öllu valdi undan farna daga og í stystu samn- ingum hafi vaxtamunur gagnvart útlöndum horfið í sumum tilvikum. Gengi krónunnar hefur fallið um sautján prósent frá áramótum. Greiningardeild Kaupþings segir að gengi krónunnar hafi lækkað meira en annarra hávaxtamynta. Fjármagnskostnaður íslenskra banka hafi vaxið í erlendri mynt. Því sé vaxtamunurinn mun minni en áður. - ikh Lægsta gengið í sjö ár KRÓNAN Vaxtamunur við útlönd hefur í sumum tilvikum alveg horfið í gjaldeyris- viðskiptum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.