Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 10
 17. mars 2008 MÁNUDAGUR Borgartúni 29 + Höfðabakka 3 Smiðjuvegi 5 + Ögurhvarfi 2 + Iðuhúsinu Glerárgötu 34 Akureyri + Aðalstræti 27 Ísafi rði Páskaföndur 990 kr. 10 stk. 1.280 kr. 10 stk. T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Glerfínar gluggafilmur – aukin vellíðan á vinnustað RV 62 09 3M glu ggafilm ur fyrir skóla, s júkrahú s, skrifs tofur, verslani r og að ra vinnu staði Fagme nn frá RV sjá um uppset ningu EFNAHAGSMÁL Afborganir af hús- næðislánum í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum hjá bönkunum gætu hækkað verulega við endurskoðun vaxta. Vextir fyrstu lánanna verða endurskoðaðir haustið 2009, en þau hagstæðustu bera 4,15 pró- sent vexti. Eftir því sem næst verður komist bera dýrustu sam- bærilegu lánin í dag 7,8 prósenta vexti. Vextir lána sem ekki eru með endurskoðunarákvæði munu ekki breytast. „Fyrstu lánin munu koma til endurskoðunar seint á næsta ári, en obbinn af þeim kemur til end- urskoðunar árið 2010,“ segir Már Másson, forstöðumaður kynning- armála hjá Glitni. Þeir bankar sem haft var samband við gáfu hvorki upp fjölda lána með slíku endurskoðunarákvæði, né upp- hæðir, af samkeppnisástæðum. Spurður hvort líklegt sé að vextir muni hækka segir Már: „Í sjálfu sér eru þetta ekki tímabær- ar vangaveltur, vaxtastigið er í sögulegum hæðum núna og við verðum að sjá hvernig það þró- ast.“ Í kynningu útibússtjóra hjá Íslandsbanka, nú Glitnis, frá maí 2005, kom fram að slík lán fælu í sér minni vaxtaáhættu, og að almennt væri spáð vaxtalækkun til langs tíma. Í flestum tilvikum myndu íbúðaeigendur spara tölu- vert á því að endurfjármagna áhvílandi lán, sem yfirleitt bæru 5,1 prósenta vexti. Í dag býður Glitnir húsnæðislán með 6,35 prósenta vöxtum án end- urskoðunarákvæðis, en árið 2004 bauð Íslandsbanki lán með vöxt- um frá 4,15 prósentum. Haukur Agnarsson, deildar- stjóri fasteignaþjónustu hjá Landsbankanum, segir að minni- hluti lána hjá bankanum sé með endurskoðunarákvæði, og hlut- fallið hafi farið lækkandi á undan- förnum árum. Það skýrist líklega einkum af vaxtamun, slík lán séu nú með 7,8 prósenta vöxtum en lán án endurskoðunarákvæða séu með 6,3 prósenta vöxtum. Talsverður fjöldi viðskiptavina SPRON er með húsnæðislán með breytilegum vöxtum, en fæst þeirra koma til endurskoðunar fyrr en á árinu 2010, segir Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri SPRON sparisjóðs. Vextir SPRON á nýjum lánum með endurskoðun- arákvæði eru nú 6,95 prósent. „Það er gert ráð fyrir því að vextir fari að lækka, eitt og hálft ár er langur tími. Ég er nokkuð viss um að vaxtastigið verður mun lægra, en hvort það verður jafn lágt og þegar við vorum að byrja með þessi lán er ómögulegt að segja,“ segir Ólafur. Benedikt Sigurðsson, upplýs- ingafulltrúi Kaupþings, segir bankann aldrei hafa veitt húsnæð- islán í íslenskum krónum með breytilegum vöxtum. Því verði vextir húsnæðislána hjá bankan- um óbreyttir. brjann@frettabladid.is Vextir húsnæðislána næstum tvöfaldast Afborganir af húsnæðislánum með breytilegum vöxtum gætu hækkað veru- lega þegar lánin verða endurskoðuð. Fyrstu lánin verða endurskoðuð á næsta ári. Forsvarsmenn banka vonast til þess að vextir verði lægri við endurskoðun. HÚSNÆÐI Vextir húsnæðislána hjá bönkunum voru lægstir nærri fjórum prósentum, en eru nú komnir hátt í átta prósent fyrir lán með endurskoðunarákvæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINNUMARKAÐUR Endurnýjun er yfirvofandi í for- ystusveit Landssambands lögreglumanna, LL, en stjórnarkjör stendur nú yfir. Hvorki formaður né varaformaður LL gefa kost á sér en tveir listar eru nú í fyrsta skipti í boði og er það óvenjulegt, að sögn Steinars Adolfssonar framkvæmdastjóra. Gils Jóhannsson varðstjóri leiðir annan listann og er hinn undir forystu Snorra Magnússonar rann- sóknarlögreglumanns. Nokkrir einstaklingar úr núverandi stjórn og varastjórn eru á lista Gils. Listi Snorra er hins vegar skipaður yngri mönnum sem sumir koma nýir inn. Tveir menn eru þó á báðum listum. Þetta eru þeir Loftur Kristjánsson, lögreglu- maður á Reykjanesi, og Óskar Þór Guðmundsson, lögreglumaður á Austurlandi. Loftur er í núverandi stjórn og er sá eini úr stjórninni sem heldur áfram ef listi Snorra nær kjöri. Snorri segir að ástandið hafi verið frekar bágbor- ið innan lögreglunnar upp á síðkastið, meðal annars tal um niðurskurð eða hagræðingu. „Við viljum setja tennur upp í Landssambandið, að það sé bit- og slag- kraftur þar,“ segir hann og kveður gagnrýnina ekki nýja af nálinni þótt hún hafi ekki verið á torg borin. „Gamla stjórnin vann mjög vel. Hún beitti sér til dæmis fyrir breytingu á hegningarlögunum sem varð aukin refsivernd fyrir lögreglumenn og margt annað. Hún skilar ekki slæmu búi, það er alveg klárt mál,“ segir Gils. Stjórnarkjörið fer fram með póstatkvæðagreiðslu sem stendur til 27. mars. Niðurstaðan liggur fyrir í byrjun apríl. - ghs Kosningabarátta í fyrsta skipti vegna stjórnarkjörs hjá lögreglumönnum: Tveir takast á um formennsku FRAMBOÐSFUNDUR HJÁ LÖGREGLUMÖNNUM Kosningabarátta er á fullu meðal lögreglumanna og stóð annar listinn fyrir framboðsfundi nýlega. Þetta er í fyrsta skipti sem lögreglu- menn kjósa milli lista í stjórnarkjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNTUN Flugskóli Íslands, dóttur- félag Fjöltækniskólans, hefur gert samning um rekstrarleigu á splunkunýjum flughermi fyrir Boe- ing 757-þotur sem kemur til lands- ins í apríl á næsta ári. Icelandair kaupir flugtíma fyrir sína flugmenn í flugherminum og notar í þetta um 1.700 sæti í sínum flugvélum. „Við seljum þeim flugtíma í herm- inum. Flugmenn verða að fara tvisv- ar sinnum á ári í svona hermi og hafa hingað til þurft að fara í tveggja til þriggja daga þjálfun erlendis sem kostar það að þeir þurfa að fljúga út og vera á hóteli í viku. Þetta mun nú allt gerast hér heima þannig að hagræðingin verð- ur heilmikil og þetta er mannvænna, það þarf ekki að þvæla mönnum út meira en þeir þurfa,“ segir Jón B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Flugskóla Íslands. Flugskólinn mun eiga og reka herminn. Skólinn er þegar farinn að selja lettneskum og litháískum flugfélögum flugtíma. „Hugmynd- in er að markaðssetja fyrir önnur flugfélög, til dæmis í Austur-Evr- ópu og Ameríku,“ segir hann. Flughermirinn er tekinn á rekstr- arleigu en gert er ráð fyrir að velta Flugskólans verði alls rúmlega einn milljarður króna næstu fimm árin. Í þeim tölum er gert ráð fyrir ein- hverjum hagnaði. Flughermirinn er stórt og mikið tæki sem þarf meðal annars níu metra lofthæð. Hann sveiflast til á tjökkum eins og flugvél gerir í flugi. Flughermirinn er smíðaður í Kanada. - ghs Flugskóli Íslands hefur samið um smíði og leigu á níu metra flughermi: Hagræðing verður heilmikil SAMIÐ UM NÍU METRA FLUGHERMI Flugskólinn hefur samið um smíði og rekstrarleigu á níu metra háum flug- hermi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.