Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 17. mars 2008 Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi s: 554 7200 • www.hafid.is SLYS Banaslysum fækkaði mikið en alvarlegum slysum fjölgaði milli áranna 2006 og 2007. Þetta kemur fram í skýrslu um umferð- arslys á Íslandi sem Umferðar- stofa kynnti í vikunni. Flest alvar- leg slys og banaslys á síðasta ári urðu í ágúst, en 30 manns slösuð- ust alvarlega eða létust í þeim mánuði. Fimmtán létu lífið í jafnmörg- um umferðarslysum á árinu. Fjöldi banaslysa er því meðal þess lægsta sem þekkist í Evrópu. Aðeins eitt slysanna átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Þrír hinna látnu voru ökumenn bifhjóla, einn var gangandi vegfarandi og ellefu voru ökumenn eða farþegar í bíl. Af þessum ellefu reyndust sex ekki vera í bílbelti. Tæplega 1700 manns slösuðust í umferðinni árið 2007, þar af 195 alvarlega. Umferðarslysum hefur fækkað frá árinu 1998 sé tekið mið af fjölgun ökutækja, íbúa og ekinna kílómetra. Þrátt fyrir fækkunina hefur markmiðum stjórnvalda í umferðaröryggismálum ekki verið náð. Markmið stjórnvalda er að fjöldi látinna og alvarlega slas- aðra í umferðinni lækki um fimm prósent á ári til ársins 2016. - þeb Skýrsla um umferðarslys á Íslandi árið 2007 kynnt í vikunni: Flest alvarleg slys í ágúst UMFERÐARSLYS Flest umferðarslys á árunum 2006 til 2007 urðu í ágústmán- uði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR „Það var ekkert að hafa. Ætli þetta sé ekki bara búið,“ sagði Ólafur Á. Einarsson, skipstjóri á Álsey VE, sem var ásamt fleiri skipum við loðnu- veiðar nærri Vestmannaeyjum í gær. Margir Eyjamenn gerðu sér ferð austur á eyju í góða veðr- inu til að fylgjast með loðnuskip- um sem köstuðu nótum sínum á loðnu í Stakkabótinni nærri landi. Einhverjir bátar hafa ekki náð að fylla kvóta sinn og eru að brenna út á tíma þar sem loðnan fer að hrygna og drepast. - þo Loðnuveiðar við Eyjar: Lítið að hafa VIÐ VEIÐAR Það var tilkomumikið að fylgjast með loðnuskipunum svo nærri landi við Vestmannaeyjar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SAMSKIPTI Skoskir bændur í girðingavinnu hægðu á öllu netsambandi til og frá Íslandi í sólarhring. Ljósleiðari sem flytur meðal annars umferð FARICE-1 sæstrengsins bilaði við girðinga- lagningu í Skotlandi í fyrradag og var ekki lagaður fyrr en seinni partinn í gær. Rúmlega tvö ár eru síðan rottur gerðu Ísland netsambandslaust í stutta stund með því að naga strenginn í sundur. Bilunin hafði þau áhrif að netumferð frá Íslandi var mun hægvirkari en ella, enda þurfti hún öll að fara í gegnum CANT- AT-3 varastrenginn, sem hefur mun minni afkastagetu. - sþs Fyrst rottur, nú bændur: Ljósleiðari lag- aður í Skotlandi FINNLAND Lögreglan í Finnlandi stendur nú í átaki til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjend- ur setjist að í landinu. Lögreglan gerði húsleit í tveimur nætur- klúbbum um helgina til að kanna hvort þar væru ólöglegir innflytj- endur, að sögn finnska dagblaðs- ins Hufvudstadsbladet. Fulltrúar lögreglunnar, tollayfirvalda og landamæragæsl- unnar leituðu á samtals tæplega sextíu einstaklingum í nætur- klúbbunum. Sumir voru starfandi þar meðan aðrir voru þar sem gestir. Níu voru teknir höndum og ákveðið að kanna mál þeirra betur en aðeins tveir höfðu ekki dvalarleyfi. - ghs Lögreglan í Finnlandi: Leitar ólöglegra innflytjenda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.