Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þráins Bertelssonar Í dag er mánudagurinn 17. mars, 77. dagur ársins. 7.38 13.36 19.35 7.23 13.21 19.20 Talið er að landnám hafi byrjað á eynni Nárú í Suður-Kyrra- hafi fyrir um 3000 árum, en landið öðlaðist sjálfstæði árið 1968. Ætt- fræði er í miklum metum í þessu landi og rekja menn ættir sínar í kvenlegg sem þykir tryggara. Fiskimið voru ágæt umhverfis eyjuna. Með fiskinum borðuðu Nárúar kókoshnetur og ávöxtinn pandanus og lifðu góðu lífi. Vest- rænar þjóðir tóku að eiga viðskipti við Nárúa um 1830. Þeir seldu hvalveiðimönnum matvæli í skipt- um fyrir skotvopn og áfengi. Skemmtanalífið varð við þetta mjög fjörugt og á skömmum tíma fækkaði innfæddum úr um 14.000 í um 9500. Þjóðverjar komust að því að jarðvegur á eyjunni var að mestu leyti hreint fosfat og gerðu eyjuna að þýsku verndarsvæði á ofanverðri 19. öld. STÓRIÐJA við fosfatvinnslu hófst á Nárú um aldamótin 1900 og tók efnahagurinn uppsveiflu. Þjóðverjar töpuðu síðan heims- styrjöldinni 1918 og Nárú komst undir verndarvæng Ástralíu- manna og Breta. Fosfatvinnslunni var haldið áfram af miklu kappi, allt fram á 9. áratug 20. aldar þegar hráefnið var mjög farið að ganga til þurrðar. Fram til þessa höfðu Nárúar hæstan lífsstandard allra þjóða við Kyrrahaf. NÁRÚ er meðlimur í Sameinuðu þjóðunum þótt ekki eigi landið sæti í öryggisráðinu. Af mikilli lipurð hefur Nárú-stjórn þegið á víxl þróunarstyrki frá Kínverjum og Taívönum með því að stofna til skiptis stjórnmálasamband við þessi ríki, þiggja síðan þróunar- styrk, slíta síðan sambandinu og semja við gagnaðilann þegar styrkurinn er genginn til þurrðar. FOSFATIÐ er uppurið og stór- iðjan við öflun þess olli svo mikilli mengun að lítið er um ávexti á eyj- unni og rúmlega helmingur alls sjávarlífs innan landhelgi eyjar- innar er dauður vegna mengunar. Enginn her er á Nárú en varnar- samkomulag er við Ástrala um að þeir sendi sérþjálfaða menn ef innrás verður gerð á eyjuna eða einhver lokar sig inni á klósetti með haglabyssu. Íbúar Nárú hafa lagt fátt eitt fram til lausnar deilna í Ísrael, Palestínu, Írak og Afgan- istan. Eða eins og einn þeirra sagði ekki alls fyrir löngu: „Við erum fátækir, fáir og smáir – en við erum ekki með stórmennskubrjál- æði.“ Líf án stór- mennskubrjálæðis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.