Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 23
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Þótt hún sé markaðsfulltrúi og hann verslun- arstjóri og þau búi í miðborg Reykjavíkur er gamaldags baðstofustemning á loftinu hjá þeim Hildi Björgu Jónasdóttur og Heiðreki Guð- mundssyni. Húsið sem Hildur og Heiðrekur búa í við Laufásveg 6 er byggt aldamótaárið 1900. Samt telja þau það á engan hátt sögufrægt. „Okkur hefur ekki tekist að finna neinn fróðleik um húsið,“ segja þau. „Það er bara gamalt, skemmtilegt og fallegt.“ Eins og títt er um hús frá þessum tíma er á því bratt þak og efsta loftið því undir súð. Nú hafa þau skötuhjú farið höndum um loftið og gert úr því aðlað- andi vistarveru. Eða eins og þau orða það: „Þetta hætti að vera geymsluloft fyrir drasl og breyttist í herbergi bæði fyrir gesti og heimafólk. Við höfum meira að segja haldið þorrablót hér og það þótti mjög vel við hæfi.“ Síðan lýsa þau breytingunum lítillega: „Þegar við keyptum húsið fyrir tveimur árum þá var hér nokkurs konar baðstofuloft með fjórum rekkjum, tveimur hvorum megin en við erum sjaldan með fjóra gesti á háaloftinu svo við tókum tvær þeirra. Panillinn var orðinn ansi gulur og við þurftum að vega og meta hvort við ættum að fríska upp á við- inn eða mála hann. Niðurstaðan varð sú að mála hann hvítan. Svo settum við gamlan stól sem við fundum í Góða hirðinum þar sem eitt rúmið hafði verið áður, svo nú er þetta orðið pínu krúttlegt.“ Gangurinn framan við herbergið fékk líka upplyft- ingu. Þar var áður lítt aðlaðandi spónaplata í loftinu en yfir hana settu Hildur og Hermóður röndótt vegg- fóður. En skyldu gömlu rúmin vera nógu löng til að nútímafólk geti notað þau? Hildur hlær. „Þau eru trú- lega of stutt fyrir stærstu menn en tengdamamma passar í þau og litla systir.“ gun@frettabladid.is Gestastofa undir súð „Þetta hætti að vera geymsluloft fyrir drasl og breyttist í herbergi bæði fyrir gesti og heimafólk,“ segja þau Heiðrekur og Hildur Björg. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON PRJÓNAÐ AF ÁST Anna Halldórsdóttir stofnaði samtök í New York sem heita All We Knit is Love og prjóna handa börnum á munaðarleysingjahælum. HEIMILI 3 FRAMTÍÐARBORÐHALD Ýmsar breytingar gætu orðið á borðbúnaði fyrir árið 2015 ef eitthvað er að marka hugmynd- ir fjögur hundruð hönnuða sem tóku þátt í keppninni „Dining in 2015“. HEIMILI 2 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.