Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.03.2008, Blaðsíða 12
 17. mars 2008 MÁNUDAGUR KÍNA, AP Að minnsta kosti áttatíu hafa látið lífið í átökum milli Tíbeta og kínverskra yfirvalda undanfarna daga. Yfir sjötíu hafa slasast. Þetta fullyrðir tíbetska útlagastjórnin á Indlandi, og kveðst hafa fengið tölurnar stað- festar frá mörgum. Tölur kínverskra stjórnvalda um mannfall í átökunum eru mun lægri. Þau segja að tíu manns hafi látið lífið í átökum sem brutust út á föstudag, í kjölfar friðsamlegra mótmæla sem hafa staðið yfir í tæpa viku. Sem fyrr snúast mót- mælin um yfirráð Kínverja yfir landsvæðinu. Aðgengi vestrænna fjölmiðla að Tíbet er stjórnað af Kínverjum, og því hefur reynst erfitt að staðfesta fregnir af því sem gerist þar. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, fordæmir aðgerðir Kín- verja í Tíbet og kallar þær menn- ingarlegt þjóðarmorð. Í viðtali við fréttastofu BBC sagðist hann ótt- ast að fleiri myndu deyja ef kín- versk stjórnvöld breyttu ekki stefnu sinni varðandi Tíbet. Kínverjar hafa ráðið yfir Tíbet síðan þeir réðust þangað inn árið 1950. „Ástandið er orðið mjög eldfimt. Báðar fylkingar virðast vera jafn- ákveðnar, sem hefur í för með sér fleiri dauðsföll og meiri þjáning- ar,“ sagði Dalai Lama. „Kínverska ríkisstjórnin heldur að af því að hún hefur vopnin þá geti hún stjórnað. Augljóslega getur hún stjórnað, en hún hefur ekki vald yfir mannshuganum.“ Sjónvarpsstöð í Hong Kong flutti í gær fréttir af stórfelldum herflutningum Kínverja inn í Lhasa, höfuðborg Tíbets. Um tvö hundruð bifreiðar, hver með fjöru- tíu til sextíu vopnaða hermenn, hafi ekið inn í miðju borgarinnar í gær. Átökin brutust út aðeins tveim- ur vikum áður en hátíðahöld Kín- verja vegna Ólympíuleikanna í sumar hefjast. Þá verður lagt af stað í ferðalag með ólympíukynd- ilinn, og fer hann meðal annars í gegnum Tíbet. Vonir kínverskra stjórnvalda standa til að Ólympíu- leikarnir bæti ímynd landsins út á við. salvar@frettabladid.is Menningar- legt þjóðar- morð í Tíbet Um áttatíu hafa látist í átökum milli Tíbeta og kínverskra stjórnvalda, segir tíbetska útlagastjórnin. Andlegur leiðtogi Tíbeta fordæmir aðgerðirnar. ÁTÖK Um áttatíu hafa látist í átökum milli Tíbeta og kínverskra stjórnvalda, sam- kvæmt tíbetsku útlagastjórninni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.