Fréttablaðið - 17.03.2008, Page 11

Fréttablaðið - 17.03.2008, Page 11
MÁNUDAGUR 17. mars 2008 Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi s: 554 7200 • www.hafid.is SLYS Banaslysum fækkaði mikið en alvarlegum slysum fjölgaði milli áranna 2006 og 2007. Þetta kemur fram í skýrslu um umferð- arslys á Íslandi sem Umferðar- stofa kynnti í vikunni. Flest alvar- leg slys og banaslys á síðasta ári urðu í ágúst, en 30 manns slösuð- ust alvarlega eða létust í þeim mánuði. Fimmtán létu lífið í jafnmörg- um umferðarslysum á árinu. Fjöldi banaslysa er því meðal þess lægsta sem þekkist í Evrópu. Aðeins eitt slysanna átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Þrír hinna látnu voru ökumenn bifhjóla, einn var gangandi vegfarandi og ellefu voru ökumenn eða farþegar í bíl. Af þessum ellefu reyndust sex ekki vera í bílbelti. Tæplega 1700 manns slösuðust í umferðinni árið 2007, þar af 195 alvarlega. Umferðarslysum hefur fækkað frá árinu 1998 sé tekið mið af fjölgun ökutækja, íbúa og ekinna kílómetra. Þrátt fyrir fækkunina hefur markmiðum stjórnvalda í umferðaröryggismálum ekki verið náð. Markmið stjórnvalda er að fjöldi látinna og alvarlega slas- aðra í umferðinni lækki um fimm prósent á ári til ársins 2016. - þeb Skýrsla um umferðarslys á Íslandi árið 2007 kynnt í vikunni: Flest alvarleg slys í ágúst UMFERÐARSLYS Flest umferðarslys á árunum 2006 til 2007 urðu í ágústmán- uði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SJÁVARÚTVEGUR „Það var ekkert að hafa. Ætli þetta sé ekki bara búið,“ sagði Ólafur Á. Einarsson, skipstjóri á Álsey VE, sem var ásamt fleiri skipum við loðnu- veiðar nærri Vestmannaeyjum í gær. Margir Eyjamenn gerðu sér ferð austur á eyju í góða veðr- inu til að fylgjast með loðnuskip- um sem köstuðu nótum sínum á loðnu í Stakkabótinni nærri landi. Einhverjir bátar hafa ekki náð að fylla kvóta sinn og eru að brenna út á tíma þar sem loðnan fer að hrygna og drepast. - þo Loðnuveiðar við Eyjar: Lítið að hafa VIÐ VEIÐAR Það var tilkomumikið að fylgjast með loðnuskipunum svo nærri landi við Vestmannaeyjar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON SAMSKIPTI Skoskir bændur í girðingavinnu hægðu á öllu netsambandi til og frá Íslandi í sólarhring. Ljósleiðari sem flytur meðal annars umferð FARICE-1 sæstrengsins bilaði við girðinga- lagningu í Skotlandi í fyrradag og var ekki lagaður fyrr en seinni partinn í gær. Rúmlega tvö ár eru síðan rottur gerðu Ísland netsambandslaust í stutta stund með því að naga strenginn í sundur. Bilunin hafði þau áhrif að netumferð frá Íslandi var mun hægvirkari en ella, enda þurfti hún öll að fara í gegnum CANT- AT-3 varastrenginn, sem hefur mun minni afkastagetu. - sþs Fyrst rottur, nú bændur: Ljósleiðari lag- aður í Skotlandi FINNLAND Lögreglan í Finnlandi stendur nú í átaki til að koma í veg fyrir að ólöglegir innflytjend- ur setjist að í landinu. Lögreglan gerði húsleit í tveimur nætur- klúbbum um helgina til að kanna hvort þar væru ólöglegir innflytj- endur, að sögn finnska dagblaðs- ins Hufvudstadsbladet. Fulltrúar lögreglunnar, tollayfirvalda og landamæragæsl- unnar leituðu á samtals tæplega sextíu einstaklingum í nætur- klúbbunum. Sumir voru starfandi þar meðan aðrir voru þar sem gestir. Níu voru teknir höndum og ákveðið að kanna mál þeirra betur en aðeins tveir höfðu ekki dvalarleyfi. - ghs Lögreglan í Finnlandi: Leitar ólöglegra innflytjenda

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.