Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 67

Fréttablaðið - 30.03.2008, Page 67
FERÐALÖG 39 Matur í Tupperware. Finnarnir safna alls kyns góðgæti í ílát og mæta með í garðana 1. maí. Sána Ómissandi hluti af finnskri menningu Vappu-stuð! Séð yfir stærsta almenningsgarðinn á hátíðar- höldunum. ÁSLAUG SEGIR AÐ ... ...það sé skylda hvers Finnland-fara að prófa það að fara í alvöru finnskt gufubað og þá birkigufubað. Hún mælir meðal annars með sauna-bar við Eriks Katu þar sem hægt er að spila billjarð og fara í Saunu. ...það sé mikil upplifun að kíkja í Design District. Skemmtilegt hverfi sem staðsett er í hjarta Helsinki. Þar úir og grúir af búðum, sem selja nýja hönnun, sem og antík-, tískubúðum, söfnum, listagalleríum og skemmtilegum veitingastöðum. ..allir ættu fá sér sapas – sem er finnskt tapas og í Design District má finna flotta þannig staði. Í því hverfi er einnig æðislegur eldri staður, Kosmos, með hefðbundinn finnskan heim- ilismat – listamannsstaður með fallegum ljósakrónum og umhverfið allt í klassískum fallegum stíl. Annar staður, rússneskur, er í sama hverfi þar sem hægt er að fá sér æðislegar blinis með hrognum. ...það sé unaður að skreppa út í búð og kaupa sér finnskan kraftmat – handfylli af súrum gúrkum! Vinsælt snakk í Finnlandi sem keypt er beint úr tunnunni og Áslaug er með æði fyrir – snæddar með sýrðum rjóma og hunangi! ...þau hótel sem hún hafi prófað í Helsinki séu mjög fín en sjálf hefur hún til að mynda gist á Klaus K (æðislegur morgunverður þar með gæðaframleiðslu frá finnskum bænd- um) sem er afar glæsilegt hótel og einnig er Hótel Kamp gott. Sokos Hotel Torni er annað afar skemmtilegt sem er eins og nafnið gefið til kynna í turni og á efstu hæð hans er bar. Sjálf ætlar hún næst að gista á nýju hóteli sem kallast Glo en þar er víst afar gott spa á efstu hæðinni. ...sé fólk veikt fyrir Iittala-hönnuninni nýti fólk sér ferðina og fjárfesti í fallegum disk- um eða einhverju öðru. Kannski samt ekki níðþungri rifflaðri Iittala-stálpönnu eins og Áslaug sjálf burðaðist með heim síðast. ...það sé spúkí upplifun að skella sér á bari kvikmyndaleikstjórans Aki Kaurismäki – en þeir eru Lenín, Koróna bar og Dupronik. Dupronik-barinn er til að mynda ein- hvers konar gamalt leikhús eða kvikmyndahús og að fara þangað er eins og að stíga inn í finnska bíómynd. Konan í miðasölunni er eflaust tannlaus sem og allt starfsfólk- ið, í gömlum hjálpræðishersbúningi og umhverfið mjög dimmt og töff. Þessir staðir eru í Eriks Katu. Marimekko, Aalto og Iittala. Áslaug mælir með að allir kíki í design destrict, hönnunarhverfið og skoði gamla og nýja hönnun, antík og fataverslanir. Stelton kannan eftir Alvar Aalto 11

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.