Fréttablaðið - 30.03.2008, Síða 67

Fréttablaðið - 30.03.2008, Síða 67
FERÐALÖG 39 Matur í Tupperware. Finnarnir safna alls kyns góðgæti í ílát og mæta með í garðana 1. maí. Sána Ómissandi hluti af finnskri menningu Vappu-stuð! Séð yfir stærsta almenningsgarðinn á hátíðar- höldunum. ÁSLAUG SEGIR AÐ ... ...það sé skylda hvers Finnland-fara að prófa það að fara í alvöru finnskt gufubað og þá birkigufubað. Hún mælir meðal annars með sauna-bar við Eriks Katu þar sem hægt er að spila billjarð og fara í Saunu. ...það sé mikil upplifun að kíkja í Design District. Skemmtilegt hverfi sem staðsett er í hjarta Helsinki. Þar úir og grúir af búðum, sem selja nýja hönnun, sem og antík-, tískubúðum, söfnum, listagalleríum og skemmtilegum veitingastöðum. ..allir ættu fá sér sapas – sem er finnskt tapas og í Design District má finna flotta þannig staði. Í því hverfi er einnig æðislegur eldri staður, Kosmos, með hefðbundinn finnskan heim- ilismat – listamannsstaður með fallegum ljósakrónum og umhverfið allt í klassískum fallegum stíl. Annar staður, rússneskur, er í sama hverfi þar sem hægt er að fá sér æðislegar blinis með hrognum. ...það sé unaður að skreppa út í búð og kaupa sér finnskan kraftmat – handfylli af súrum gúrkum! Vinsælt snakk í Finnlandi sem keypt er beint úr tunnunni og Áslaug er með æði fyrir – snæddar með sýrðum rjóma og hunangi! ...þau hótel sem hún hafi prófað í Helsinki séu mjög fín en sjálf hefur hún til að mynda gist á Klaus K (æðislegur morgunverður þar með gæðaframleiðslu frá finnskum bænd- um) sem er afar glæsilegt hótel og einnig er Hótel Kamp gott. Sokos Hotel Torni er annað afar skemmtilegt sem er eins og nafnið gefið til kynna í turni og á efstu hæð hans er bar. Sjálf ætlar hún næst að gista á nýju hóteli sem kallast Glo en þar er víst afar gott spa á efstu hæðinni. ...sé fólk veikt fyrir Iittala-hönnuninni nýti fólk sér ferðina og fjárfesti í fallegum disk- um eða einhverju öðru. Kannski samt ekki níðþungri rifflaðri Iittala-stálpönnu eins og Áslaug sjálf burðaðist með heim síðast. ...það sé spúkí upplifun að skella sér á bari kvikmyndaleikstjórans Aki Kaurismäki – en þeir eru Lenín, Koróna bar og Dupronik. Dupronik-barinn er til að mynda ein- hvers konar gamalt leikhús eða kvikmyndahús og að fara þangað er eins og að stíga inn í finnska bíómynd. Konan í miðasölunni er eflaust tannlaus sem og allt starfsfólk- ið, í gömlum hjálpræðishersbúningi og umhverfið mjög dimmt og töff. Þessir staðir eru í Eriks Katu. Marimekko, Aalto og Iittala. Áslaug mælir með að allir kíki í design destrict, hönnunarhverfið og skoði gamla og nýja hönnun, antík og fataverslanir. Stelton kannan eftir Alvar Aalto 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.