Fréttablaðið - 08.04.2008, Síða 6

Fréttablaðið - 08.04.2008, Síða 6
6 8. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu Hefur þú tekið lán í erlendri mynt? Já 37,5% Nei 62,5% SPURNING DAGSINS Í DAG Vilt þú að íslenskir ráðherrar leigi þotur til ferðalaga? Segðu skoðun þína á Vísir.is STJÓRNMÁL Mörður Árnason, rit- stjóri heimasíðu Samfylkingar- innar, segir leynd yfir kostnaði við flug ráðamanna í einkaþotum óviðeigandi. Í leiðara á síðunni segir hann að um sé að ræða ferð á vegum almennings og á kostnað almennings. Þess vegna eigi almenningur heimtingu á að vita um kostn- aðinn við ferð- ina, sem og aðrar sem farn- ar séu í hans nafni. Mörður segir í samtali við Fréttablaðið að hann sé ekki að taka afstöðu með eða á móti flugi ráða- manna með einkaþotum; til þess hafi hann einfaldlega ekki nægar upplýs- ingar. „Menn mega ekki vera hræddir við að leita að hagkvæmri og þægilegri fararleið, en það er alveg klárt að ríkið á að gefa upp allan kostnað af ferðalögum. Fulltrúar þess geta ekki gert heiðursmannasam- komulag um leynd yfir ráðstöfun á fé almennings.“ Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Sam- fylkingarinnar, segir kostnaðar- leyndina orka tvímælis. Þessar upplýsingar eigi að vera uppi á borðum, annað veki bara tor- tryggni. „Ég skil vel skrif Marðar og viðbrögð fólks. Það er miklu betra að gefa þessar upplýsingar upp og svo geta menn rætt málið á þeim grundvelli.“ Steinunn segir Samfylkinguna ekki munu taka málið sérstaklega upp við samstarfsflokkinn. „Fjöl- miðlar hljóta að krefjast þessara upplýsinga eftir upplýsingalög- um. Það þarf ekki okkur til þess.“ - kp Samfylkingarfólk vill aflétta leynd um kostnað: Vilja upplýsingar um kostnað við flug ALÞINGI „Skilaboðin eru þau að það eigi að fara vel með opinbera fjár- muni og vel með tíma ráðamanna þjóðarinnar,“ svaraði Geir H. Haarde forsætisráðherra spurn- ingu Ögmundar Jónassonar, þing- flokksformanns VG, á Alþingi í gær um hvaða skilaboð ráðherrar væru að senda út í þjóðfélagið með því að ferðast með leiguflug- vélum. Forsætis- og utanríkisráðherrar ferðuðust með leiguflugvél á leið- togafund Nató í síðustu viku og í gær héldu forsætis- og viðskipta- ráðherrar á fund norrænna ráð- herra í Norður-Svíþjóð í leiguvél. Ögmundur gagnrýndi flugvéla- leiguna harðlega og kallaði hana flottræfilshátt. „Þau hafa réttlætt flottræfilsháttinn með því að þau hafi verið að spara tíma. Það vill hins vegar til að þetta myndi eiga við um okkur öll, landsmenn alla,“ sagði Ögmundur. Geir sagðist hafa setið í ríkis- stjórn í áratug en sárasjaldan hafa séð sig knúinn til að leigja flugvél- ar til að komast leiðar sinnar. Sagði hann málflutning Ögmund- ar og flokkssystkina dæmalausa lágkúru. Ögmundur sagði fordæmi ríkis- stjórnarinnar ekki gott enda leiguflug tákn um bruðl. - bþs Ögmundur Jónasson kallar leiguflug ráðherra misskiptingu og flottræfilshátt: Farið vel með peninga og tíma ÖGMUNDUR JÓNASSON þingflokksform- aður VG FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MÖRÐUR ÁRNASON STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR MENNTUN Dæmi um ritstuld eru afar fátíð í Háskóla Íslands, hvort heldur er varðar nemendur eða kennara. Í þeim sárafáu tilfellum sem slíkt hefur komið upp hefur viðeigandi verið gefið tækifæri til að bæta ráð sitt án þess að gripið hafi verið til brottrekstrar. Þórður Kristinsson, kennslu- stjóri við HÍ, segir að fara verði eftir landslögum í þessum efnum: „Lögin segja til um að við ítrekuð brot geti jafnvel komið til brottreksturs, en mér vitandi hefur aldrei verið gripið til þess ráðs vegna slíkra brota. Fólki er treyst til að fara eftir settum reglum, og almennt hagar fólk sér mjög vel.“ - kg Ritstuldur er fátíður í HÍ: Fólk hagar sér almennt vel UMHVERFISMÁL Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrr- verandi varaforseti Bandaríkj- anna, telur Ísland og Ólaf Ragnar Grímsson forseta hafa gegnt mikilvægu forystuhlutverki í loftslagsmálum á heimsvísu. Hann telur að allar þjóðir heims þurfi að leggja meira af mörkum til að minnka losun gróðurhúsa- lofttegunda en sérstaklega þurfi Bandaríkin að gera átak í ljósi þess að losun er hvergi meiri í heiminum en þar. Hann telur að stefna bandarískra stjórnvalda verði umhverfisvænni þegar nýr forseti tekur til valda í janúar, óháð því hver það verður. Al Gore sat kvöldverðarboð með Ólafi Ragnari Grímssyni í gærkvöldi ásamt fulltrúum úr íslensku vísinda- og fræðasam- félagi og öðrum gestum. Við kom- una á Bessastaði í gær ræddi hann stuttlega við fjölmiðla og sagði Ísland í fararbroddi í lofts- lagsmálum vegna nýtingar þjóðar- innar á endurnýtanlegum orku- gjöfum. Hann sagði Ísland gegna mikilvægu hlutverki í að leysa þennan mikla vanda með nýtingu jarðvarma og með þróunarverk- efnum á sviði umhverfis- og orkumála. „Staða Íslands er sér- stök. Framlag Íslands er ekki síst falið í nýrri tækni til orkunýting- ar og forystumenn þjóðarinnar hafa lagt mikið af mörkum við að vekja athygli á vandanum og af hverju nauðsynlegt er að bregð- ast við honum.“ Hann sagði að allar þjóðir heims, óháð stærð þeirra, þyrftu að gera meira en nú er til að minnka losun gróður- húsalofttegunda. Tók hann sér- staklega til þess að þar þyrftu Bandaríkjamenn að leggja meira af mörkum sem stærsta iðnveldi heims. Gore sagði að vísindasamfélag- ið hefði sýnt fram á hversu alvar- legt vandamál væri við að glíma. „Neikvæðar afleiðingar hlýnun- ar til lengri tíma séð eru marg- falt meiri en jákvæðar breyting- ar til skamms tíma og það er nauðsynlegt að greina af nákvæmni hverjar afleiðingarn- ar geta orðið fyrir heiminn allan ef þjóðir heims taka ekki skref í þá átt að leysa vandann sem lofts- lagsbreytingar koma til með að hafa.“ Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, sagði við þetta til- efni að koma Gores væri heiður fyrir sig og þjóðina í heild. Ísland væri í hringiðu umræðunnar um hlýnun loftslags vegna fyrirsjáan- legrar bráðnunar jökla landsins, stækkunar örfoka svæða og hugs- anlegra breytinga á straumakerfi sjávar. svavar@frettabladid.is Telur Ísland gegna lykil- hlutverki í loftslagsmálum Ísland gegnir lykilhlutverki í loftslagsmálum, að mati Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Hann telur nýjan forseta landsins munu breyta stefnu bandarískra stjórnvalda í umhverfismálum. FRÁ BESSASTÖÐUM Al Gore sat kvöldverðarboð forsetans þar sem hann ræddi við fulltrúa úr íslensku vísinda- og fræðasamfélagi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Annir á höfuðborgarsvæðinu Miklar annir voru hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins aðfaranótt mánudags. Það var kallað út í þrígang vegna sinubruna, fjórir eldsvoðar urðu og tvö útköll vegna vatnsleka. Hraðakstur við Hvolsvöll Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft afskipti af þó nokkrum ökumönnum vegna hraðaksturs í umdæmi hennar. Um síðustu helgi var einn ökumaður tekinn fyrir að aka á 140 kílómetra hraða á klukkustund og annar á um 130 þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. LÖGREGLUFRÉTTIR EFNAHAGSMÁL Umframkostnaður vegna leigu og reksturs á þyrlum Landhelgisgæslunnar gæti vegna gengisfalls krónunnar numið meira en 200 milljónum króna. Rekstrarfé Landhelgisgæslunn- ar er um 2.300 milljónir. Þórhallur Hákonarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Gæslunnar, segir að um fjórðungur af útgjöldum Gæslunnar sé í erlendum gjald- miðlum. „Við áætlanagerðina er notast við ákveðið viðmiðunar- gengi sem gefið er út af fjármála- ráðuneytinu,“ segir Þórhallur. Hann segir einstökum stofnunum óheimilt að gera framvirka samninga. Þá hafi hærra elds- neytis verð ekki síður áhrif en hækkandi olíuverð tengist líka gengislækkun krónunnar. Um fimmtán milljónir vanti til að mæta hærra eldsneytisverði. „Það er verið að vinna að lausn þessara mála í góðu samstarfi við dóms- málaráðuneytið.“ - ovd Áhrif gengisfalls krónunnar: Kostnaður við þyrlu eykst TF-LÍF Gengisfall krónunnar hefur áhrif á rekstur á þyrlum Landhelgisgæslunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NÝJA-SJÁLAND, AP Kínverjar og Nýsjálendingar hafa náð fríversl- unarsamningi, en þetta er fyrsti fríverslunarsamningur vestræns ríkis við Kína. Samkvæmt samningnum falla hinn 1. október niður allir tollar undir fimm prósent á viðskipti milli landanna. Með tímanum falla fleiri tollaflokkar niður og 2019 verður nær allur útflutningur Nýja-Sjálands til Kína tollfrjáls. Viðskipti landanna nema nú 6,1 milljarði Bandaríkjadala, eða sem nemur ríflega 440 milljörðum króna. Viðræður standa nú yfir um fríverslunarsamning milli Íslands og Kína. - kp Fríverslunarsamningar nást: Kína og Nýja- Sjáland semja Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI Leiguflug- vélin sem fór með ráðherra og fleiri til Búkarest. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.