Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL.
Katrín Rós Baldursdóttir líffræðingur er af
mörgum sögð vera meistarakokkur. Ímyndunar-
afl Katrínar í eldhúsinu er óendanlegt og hefur
hún borið á borð hvern frábæran réttinn á fætur
öðrum.
Katrín Rós lumar á fjölmörgum
uppskriftum að girnilegum
kjúklingaréttum úr kjúklinga-
bringum og eina uppskrift, sem
hefur verið í miklu uppáhaldi,
fékk hún hjá vinkonu sinni.
„Úr kjúklingi er hægt að gera
svo marga bragðgóða og frábæra
rétti. Ég luma á tugum uppskrifta þar
sem kjúklingabringur eru í aðalhlut-
verki. Uppskriftirnar sem ég hef sankað að
mér í gegnum tíðina koma héðan og þaðan og það
eru alltaf nýjar að bætast við í safnið,“ segir Katrín.
Ein af uppáhaldsuppskriftum Katrínar er afar
einföld og tekur alls ekki langan tíma. Það sem þarf í
réttinn er fjórar kjúklingabringur, rautt pestó,
sólþurrkaðir tómatar, svartar ólífur, ein og hálf dós af
rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, einn
piparostur og þrír fjórðu úr pela af matreiðslurjóma. Í
sósuna fer ein dós af rjómaostinum, hálfur piparostur
og matreiðslurjóminn.
„Aðferðin er fljótleg og góð en byrjað er á því að
kljúfa bringurnar í tvennt þannig að tvær þunnar
sneiðar verði úr hverri bringu. Bringurnar
eru síðan penslaðar með pestóinu. Á
aðra hlið bringnanna er sett ein
teskeið af rjómaosti, sólþurrkaðir
tómatar og ólífur. Þegar þetta er
komið er bringunum rúllað upp og
þær festar saman með tannstöngl-
um. Sósunni er hellt í eldfast mót og
bringunum er svo raðað í mótið og
bakaðar við 180 til 200 gráður í ofni,“
útskýrir Katrín.
Með bringunum er gott að bera fram
salat með vínberjum, tómötum, rauðlauk
og feta-osti. Einnig er mjög gott að sögn
Katrínar að hafa með kartöflubáta sem eru búnir
til þannig að kartöflurnar eru skornar í tvennt
langsum og síðan skorið í þær „rúðumynstur“. Kartöfl-
urnar eru svo penslaðar með olíu sem hefur verið
blönduð með kjöt- og grillkryddi. Hafa þarf í huga að
kartöflurnar þurfa klukkutíma inni í ofni við 180-200
gráður. mikael@frettabladid.is
Sólþurrkaðir tómatar,
pestó og svartar ólífur
Katrín Rós segir
að kjúklinga-
bringur sé hægt
að matreiða á
margvíslegan
skemmtilegan hátt
og gott sé að leyfa
ímyndunaraflinu
að ráða.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
SA
ÁR KARTÖFLUNNAR
Nýr uppskriftabæklingur
er kominn út í tilefni
af ári kartöflunnar
en í honum má
finna ýmsar
útfærslur af
kartöfluréttum.
MATUR 2
FYRIR SÆLKERANA
Kavíar þykir vera einhver
fínasti matur í heimi og á
veitingastöðum víða um
heim geta matgæð-
ingar fundið kavíar á
svimandi háu verði.
MATUR 3
Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207
Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is
H
rin
gb
ro
t
6.290 kr.
4ra rétta tilboð
og nýr A la Carte
· Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu ·
· Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum ·
· Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu ·
· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu ·
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn
með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr.