Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 11.04.2008, Blaðsíða 29
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Katrín Rós Baldursdóttir líffræðingur er af mörgum sögð vera meistarakokkur. Ímyndunar- afl Katrínar í eldhúsinu er óendanlegt og hefur hún borið á borð hvern frábæran réttinn á fætur öðrum. Katrín Rós lumar á fjölmörgum uppskriftum að girnilegum kjúklingaréttum úr kjúklinga- bringum og eina uppskrift, sem hefur verið í miklu uppáhaldi, fékk hún hjá vinkonu sinni. „Úr kjúklingi er hægt að gera svo marga bragðgóða og frábæra rétti. Ég luma á tugum uppskrifta þar sem kjúklingabringur eru í aðalhlut- verki. Uppskriftirnar sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina koma héðan og þaðan og það eru alltaf nýjar að bætast við í safnið,“ segir Katrín. Ein af uppáhaldsuppskriftum Katrínar er afar einföld og tekur alls ekki langan tíma. Það sem þarf í réttinn er fjórar kjúklingabringur, rautt pestó, sólþurrkaðir tómatar, svartar ólífur, ein og hálf dós af rjómaosti með sólþurrkuðum tómötum, einn piparostur og þrír fjórðu úr pela af matreiðslurjóma. Í sósuna fer ein dós af rjómaostinum, hálfur piparostur og matreiðslurjóminn. „Aðferðin er fljótleg og góð en byrjað er á því að kljúfa bringurnar í tvennt þannig að tvær þunnar sneiðar verði úr hverri bringu. Bringurnar eru síðan penslaðar með pestóinu. Á aðra hlið bringnanna er sett ein teskeið af rjómaosti, sólþurrkaðir tómatar og ólífur. Þegar þetta er komið er bringunum rúllað upp og þær festar saman með tannstöngl- um. Sósunni er hellt í eldfast mót og bringunum er svo raðað í mótið og bakaðar við 180 til 200 gráður í ofni,“ útskýrir Katrín. Með bringunum er gott að bera fram salat með vínberjum, tómötum, rauðlauk og feta-osti. Einnig er mjög gott að sögn Katrínar að hafa með kartöflubáta sem eru búnir til þannig að kartöflurnar eru skornar í tvennt langsum og síðan skorið í þær „rúðumynstur“. Kartöfl- urnar eru svo penslaðar með olíu sem hefur verið blönduð með kjöt- og grillkryddi. Hafa þarf í huga að kartöflurnar þurfa klukkutíma inni í ofni við 180-200 gráður. mikael@frettabladid.is Sólþurrkaðir tómatar, pestó og svartar ólífur Katrín Rós segir að kjúklinga- bringur sé hægt að matreiða á margvíslegan skemmtilegan hátt og gott sé að leyfa ímyndunaraflinu að ráða. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /R Ó SA ÁR KARTÖFLUNNAR Nýr uppskriftabæklingur er kominn út í tilefni af ári kartöflunnar en í honum má finna ýmsar útfærslur af kartöfluréttum. MATUR 2 FYRIR SÆLKERANA Kavíar þykir vera einhver fínasti matur í heimi og á veitingastöðum víða um heim geta matgæð- ingar fundið kavíar á svimandi háu verði. MATUR 3 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t 6.290 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Tom Yum súpa með grilluðum tígrisrækjum · · Kryddlegin dádýralund með seljurótarsósu · · Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.680 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.