Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 11.04.2008, Qupperneq 31
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2008 3 Þegar gera á sér dagamun er misjafnt hvað hverjum líkar. Meðan kaffibolli gerir gæfumun- inn fyrir suma dugar öðrum ekkert minna en dýrindis kavíar. Á veitingastöðum víða um heim geta nautnaseggir fundið kavíar á svimandi háu verði. Veitingahúsið Caviar House & Prunier við St James Street í London er Íslendingum kunnugt en þar kosta 125 grömm af kavíar rétt um fimmtíu þúsund krónur. Hér á landi er hægt að nálgast lúxuskavíar ef viljinn er fyrir hendi en Sælkerinn flytur meðal annars inn franskan kavíar, Baerii, og er útsöluverð á 30 gramma dós um það bil 5.000 krónur. Einnig er hægt að sérpanta Ostietre-kavíar frá Íran og er verðið á kílóinu af honum langt yfir 500.000 krónur. „Það er alveg sérstök upplifun að borða kavíar og hann þykir vera einhver fínasti matur í heimi,“ segir Jóhannes Þór Ævarsson hjá Sælkeranum. Hann leggur áherslu á gæðavöru en auk styrjuhrogna flytur fyrirtækið inn Wagyu-nautakjöt og flest það sem til þarf til matargerðar sælkera en vörurnar fást í Fiskisögu og Gallerý kjöti. Mörg íslensk veitingahús nota kavíar í rétti en fá þeirra bjóða upp á hann að staðaldri. Þó sést kavíar öðru hvoru á matseðlum í borginni svo íslenskir nautnaseggir leyfa sér þennan munað. Á veitinga- staðnum Humarhúsinu er boðið upp á styrjuhrogn á 8.090 krónur og að sögn starfsfólks slæðist alltaf inn einn og einn sem skellir sér á réttinn. Beluga-styrjuhrogn voru þau dýrustu en Beluga- styrjan er nú í útrýmingarhættu og hefur Evrópu- sambandið bannað verslun með þau. Baerii-kavíarinn sem Sælkerinn flytur inn kemur úr eldis- styrju. „Þetta er frönsk tegund af eldis-styrju en Frakkar neyta fimmtán prósenta allrar kavíarframleiðslu í heimi,“ útskýrir Jóhannes Þór. Kringum 1990 var styrjueldi komið á laggirnar og nú eru framleidd um það bil sex tonn á ári. „Eldishrognin hafa þennan fallega dökkgráa lit sem sóst er eftir og einkennir gæðakavíar,“ segir Jóhannes Þór. heida@frettabladid.is Sælkerar borða kavíar Veitingastaðurinn Silfur notar styrjuhrogn í rétti sína. Hér sýnir Jói kokkur listir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jóhannes Þór Ævarsson, eigandi Sælkerans, segir kavíar það fínasta. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Ostur góður í allan mat RIFINN OSTUR GERIR OFT GÆFUMUNINN. Þetta skemmtilega rifjárn er eftir hönnuðinn Richard Sapper og framleitt af fyrirtækinu Alessi. Sökum stærðar kemur rifjárnið, sem gengur undir heitinu Todo, sér afar vel þegar rífa á niður stóra osta. Með nánast einni stroku er stór parmesan-ostur orðinn að myndarlegri hrúgu af fínum striml- um. Þar að auki er rif- járnið flott á að líta og sómir sér því vel í eld- húsinu. Todo-rifjárnið fæst í versluninni Casa og kostar 7.200 krónur. - rve Góður bolli af ilmandi Rúbín kaffi, hvar sem er, hvenær sem er. Suður-amerísk blanda með örlitlum keim frá Afríku. Uppistaðan er Brasilíukaffi en auk þess er í blöndunni kaffi frá Kólumbíu, Kosta Ríka og Kenýa. Hágæðablanda frá Kólumbíu og Kenýa ásamt dálítilli viðbót frá Brasilíu og Kosta Ríka. Kaffið er valið af mikilli alúð til að ná fram því besta. Milt eðalkaffi frá Kolumbíu, Kosta Ríka og Brasilíu. Hressandi fyllt bragð og ferskur ilmur gerir það að frábærum drykk sem gott er að njóta. Rúbín kaffi er unnið úr völdum hágæða kaffibaunum frá hásléttum þekktustu kaffisvæða heims, Kólumbíu, Brasilíu, Kosta Ríka, Mið-Ameríku og Afríku. Umhyggja og sérþekking við brennslu, mölun og pökkun skilar ferskum ilmi kaffisins, einstakri bragðfyllingu og ljúfum eftirkeimi alla leið í bollann þinn. Njóttu þess. Ilmurinn, keimurinn, áhrifin... Auglýsingasími – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.