Fréttablaðið - 11.04.2008, Side 44
11. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll
Sítrónusýra og fosfórsýra sem
settar eru sem rotvörn í orku-
og gosdrykki eyða glerungi
tanna. Þetta sýnir rannsókn
útskriftarnema úr tannlækna-
deild Háskóla Íslands.
Eyðing glerungs á tönnum ungl-
inga hefur stóraukist í hinum vest-
ræna heimi á síðari árum. Hún
hefur verið tengd gosdrykkju en
rannsókn 6. árs tannlæknanema
við Háskóla Íslands leiðir í ljós að
orkudrykkir og bættir vatnsdrykk-
ir eru engu betri að þessu leyti.
„Helsta niðurstaðan hjá okkur er
sú að drykkir sem innihalda sítr-
ónusýru eru verstu óvinir gler-
ungs tannanna. Sú sýra er notuð
sem rotvarnarefni í ljósa og glæra
drykki. Í dökkum coladrykkjum
er fosfórsýra og þótt hún vinni
enn meiri skaða en sítrónusýran
fyrstu sekúndurnar sem hún er
í munni fólks eru langtímaáhrif-
in minni,“ upplýsa 6. árs nemarn-
ir. Þeir birta þessar niðurstöður í
rannsóknakeppni tannlæknanema
í Norður-Evrópu nú um helgina í
Kaupmannahöfn.
Inga B. Árnadóttir, forseti deild-
arinnar, segir niðurstöðurnar mjög
spennandi. „Lengi hefur verið talið
að það væri gosið í drykkjum sem
eyddi glerungi tanna. Nú er búið að
afsanna það. Það eru rotvarnarefn-
in sem eru sökudólgarnir og þau
finnast í ósætum drykkjum sem
hefur verið stillt upp á markaðinum
sem mótvægi við hina sætu, óhollu
drykki. Nemarnir tóku drykkina úr
búðarhillunum eins og þeir koma
fyrir og eru búnir að kortleggja
hverjir þeirra eru mest glerungs-
eyðandi. Það þýðir að hægt er að
leiðbeina fólkinu í landinu með
hvaða drykkir eru í lagi fyrir gler-
ung tannanna og hverja þeirra á að
forðast.“ „Já,“ segir einn neminn.
„Um leið og þú sérð sítrónusýru
getið aftan á drykk áttu að leggja
hann frá þér og velja annan. Svip-
að og með þriðja kryddið sem upp-
götvaðist að væri krabbameins-
valdandi og flestir reyna nú að
sniðganga. Sýran er merkt E og ef
E-gildið er hátt þá er drykkurinn
skaðlegur glerungnum.“
Nemarnir vitna í íslenskar rann-
sóknir sem sýna að 37,3% 15 ára
íslenskra drengja eru með gler-
ungseyðingu á byrjunarstigi enda
drekka 15-19 ára piltar meira en
einn lítra af gosi á dag að meðaltali.
Nú er sýnt að orkudrykkir, íþrótta-
drykkir og vatnsdrykkir sem inni-
halda sítrónusýru sækja einnig að
glerungnum. „Það tvöfaldar gler-
ungseyðingarvirkni orkudrykkj-
anna að fólk neytir þeirra oft í
líkamsræktinni þegar það hefur
minna munnvatn en ella til að skola
efnin í burtu,“ bendir Inga á.
Hópnum ber saman um að
drykkirnir valdi mestum skaða
þegar verið sé að sísúpa á þeim því
þá séu tennurnar í stöðugu sýru-
baði. „En svo eru líka til vatns-
drykkir með bragðefnum sem
innihalda ekki sítrónusýru og þeir
eru skaðlausir glerungnum,“ tekur
einn neminn fram. „Til dæmis
venjulegur Kristall og venjuleg-
ur Toppur. Þessir gömlu sem komu
fyrst á markaðinn. Líftími þeirra í
kæliborðunum er bara styttri.“
Inga segir hægt að stöðva eyð-
ingu glerungs með breyttu mat-
aræði en ekki bæta skemmdir á
honum. Spurningunni hvort ekki
sé hægt að úða tennur með gler-
ungi svarar hún brosandi. „Nei, þá
værum við búin að fá nóbelsverð-
launin.“ - gun
Rotvarnarefni eyða glerungi tanna
Útskriftarnemar úr tannlæknadeild. Birgir Björnsson, Sólveig Anna Þorvaldsdóttir, Heiðdís Halldórsdóttir, Jóhanna Bryndís
Bjarnadóttir, Ása Margrét Eiríksdóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
35
30
25
20
15
10
5
% C
oc
a
co
la
Co
ce
Z
er
o
Co
ke
L
ig
ht
Pe
ps
i
D
ie
t C
ok
e
Pe
ps
i L
ig
ht
Pe
ps
i M
ax
Sp
ri
te
Fa
nt
a
M
ou
nt
ai
n
D
ew
Be
rg
to
pp
ur
Kr
is
ta
ll
pl
ús
Kr
is
ta
ll
sp
or
t
Po
w
er
ad
e
G
at
or
ad
e
A
qu
ar
io
s
M
ag
ic
Cu
lt
Kr
is
ta
ll
án
b
ra
gð
ef
na
Kr
is
ta
ll
le
m
on
Fosforsýra (E338)
Fosfor- og sítrónusýra
Sítrónusýra (E330)
Engin sýruefni
HLUTFALL EYÐINGAR GLERUNGS Á TÖNNUM
eftir að hafa legið í drykkjunum í 9 sólarhringa
Nýleg rannsókn leiðir í ljós
að neysla á litlu magni af
unninni kjötvöru auki líkur á
krabbameini.
Þeir sem borða eina pylsu eða
þrjár beikonsneiðar á dag auka
líkur á krabbameini í þörm-
um um fimmtung. Þetta kemur
fram í nýrri rannsókn á vegum
„The Charity World Cancer Res-
earch“-sjóðsins.
Neysla á fimmtíu grömmum
af unninni kjötvöru á dag eykur
líkur á krabbameini um 20 pró-
sent samkvæmt niðurstöðum
rannsóknarinnar.
Til unninnar kjötvöru telst til
dæmis skinka, beikon, salami,
pylsur, reykt og saltað kjöt, hlað-
ið rotvarnarefnum.
„Við erum nú vissari en nokkru
sinni fyrr um að unnin kjötvara
auki líkur á krabbameini í þörm-
um og þess vegna vörum við fólk
við að leggja hana sér til munns,“
segir prófessor Martin Wiseman,
talsmaður sjóðsins.
- ve
Unnið kjöt varasamt
Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að neysla á unninni kjötvöru í litlu magni
auki líkur á krabbameini. Salami, pylsur, beikon og reykt kjöt eru dæmi um unna
kjötvöru. NORDICPOTOS/GETTY