Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 44

Fréttablaðið - 11.04.2008, Síða 44
 11. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● heilsa og lífsstíll Sítrónusýra og fosfórsýra sem settar eru sem rotvörn í orku- og gosdrykki eyða glerungi tanna. Þetta sýnir rannsókn útskriftarnema úr tannlækna- deild Háskóla Íslands. Eyðing glerungs á tönnum ungl- inga hefur stóraukist í hinum vest- ræna heimi á síðari árum. Hún hefur verið tengd gosdrykkju en rannsókn 6. árs tannlæknanema við Háskóla Íslands leiðir í ljós að orkudrykkir og bættir vatnsdrykk- ir eru engu betri að þessu leyti. „Helsta niðurstaðan hjá okkur er sú að drykkir sem innihalda sítr- ónusýru eru verstu óvinir gler- ungs tannanna. Sú sýra er notuð sem rotvarnarefni í ljósa og glæra drykki. Í dökkum coladrykkjum er fosfórsýra og þótt hún vinni enn meiri skaða en sítrónusýran fyrstu sekúndurnar sem hún er í munni fólks eru langtímaáhrif- in minni,“ upplýsa 6. árs nemarn- ir. Þeir birta þessar niðurstöður í rannsóknakeppni tannlæknanema í Norður-Evrópu nú um helgina í Kaupmannahöfn. Inga B. Árnadóttir, forseti deild- arinnar, segir niðurstöðurnar mjög spennandi. „Lengi hefur verið talið að það væri gosið í drykkjum sem eyddi glerungi tanna. Nú er búið að afsanna það. Það eru rotvarnarefn- in sem eru sökudólgarnir og þau finnast í ósætum drykkjum sem hefur verið stillt upp á markaðinum sem mótvægi við hina sætu, óhollu drykki. Nemarnir tóku drykkina úr búðarhillunum eins og þeir koma fyrir og eru búnir að kortleggja hverjir þeirra eru mest glerungs- eyðandi. Það þýðir að hægt er að leiðbeina fólkinu í landinu með hvaða drykkir eru í lagi fyrir gler- ung tannanna og hverja þeirra á að forðast.“ „Já,“ segir einn neminn. „Um leið og þú sérð sítrónusýru getið aftan á drykk áttu að leggja hann frá þér og velja annan. Svip- að og með þriðja kryddið sem upp- götvaðist að væri krabbameins- valdandi og flestir reyna nú að sniðganga. Sýran er merkt E og ef E-gildið er hátt þá er drykkurinn skaðlegur glerungnum.“ Nemarnir vitna í íslenskar rann- sóknir sem sýna að 37,3% 15 ára íslenskra drengja eru með gler- ungseyðingu á byrjunarstigi enda drekka 15-19 ára piltar meira en einn lítra af gosi á dag að meðaltali. Nú er sýnt að orkudrykkir, íþrótta- drykkir og vatnsdrykkir sem inni- halda sítrónusýru sækja einnig að glerungnum. „Það tvöfaldar gler- ungseyðingarvirkni orkudrykkj- anna að fólk neytir þeirra oft í líkamsræktinni þegar það hefur minna munnvatn en ella til að skola efnin í burtu,“ bendir Inga á. Hópnum ber saman um að drykkirnir valdi mestum skaða þegar verið sé að sísúpa á þeim því þá séu tennurnar í stöðugu sýru- baði. „En svo eru líka til vatns- drykkir með bragðefnum sem innihalda ekki sítrónusýru og þeir eru skaðlausir glerungnum,“ tekur einn neminn fram. „Til dæmis venjulegur Kristall og venjuleg- ur Toppur. Þessir gömlu sem komu fyrst á markaðinn. Líftími þeirra í kæliborðunum er bara styttri.“ Inga segir hægt að stöðva eyð- ingu glerungs með breyttu mat- aræði en ekki bæta skemmdir á honum. Spurningunni hvort ekki sé hægt að úða tennur með gler- ungi svarar hún brosandi. „Nei, þá værum við búin að fá nóbelsverð- launin.“ - gun Rotvarnarefni eyða glerungi tanna Útskriftarnemar úr tannlæknadeild. Birgir Björnsson, Sólveig Anna Þorvaldsdóttir, Heiðdís Halldórsdóttir, Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, Ása Margrét Eiríksdóttir og Jón Hafliði Sigurjónsson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 35 30 25 20 15 10 5 % C oc a co la Co ce Z er o Co ke L ig ht Pe ps i D ie t C ok e Pe ps i L ig ht Pe ps i M ax Sp ri te Fa nt a M ou nt ai n D ew Be rg to pp ur Kr is ta ll pl ús Kr is ta ll sp or t Po w er ad e G at or ad e A qu ar io s M ag ic Cu lt Kr is ta ll án b ra gð ef na Kr is ta ll le m on Fosforsýra (E338) Fosfor- og sítrónusýra Sítrónusýra (E330) Engin sýruefni HLUTFALL EYÐINGAR GLERUNGS Á TÖNNUM eftir að hafa legið í drykkjunum í 9 sólarhringa Nýleg rannsókn leiðir í ljós að neysla á litlu magni af unninni kjötvöru auki líkur á krabbameini. Þeir sem borða eina pylsu eða þrjár beikonsneiðar á dag auka líkur á krabbameini í þörm- um um fimmtung. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á vegum „The Charity World Cancer Res- earch“-sjóðsins. Neysla á fimmtíu grömmum af unninni kjötvöru á dag eykur líkur á krabbameini um 20 pró- sent samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Til unninnar kjötvöru telst til dæmis skinka, beikon, salami, pylsur, reykt og saltað kjöt, hlað- ið rotvarnarefnum. „Við erum nú vissari en nokkru sinni fyrr um að unnin kjötvara auki líkur á krabbameini í þörm- um og þess vegna vörum við fólk við að leggja hana sér til munns,“ segir prófessor Martin Wiseman, talsmaður sjóðsins. - ve Unnið kjöt varasamt Niðurstöður nýlegrar rannsóknar sýna að neysla á unninni kjötvöru í litlu magni auki líkur á krabbameini. Salami, pylsur, beikon og reykt kjöt eru dæmi um unna kjötvöru. NORDICPOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.