Fréttablaðið - 13.04.2008, Síða 22

Fréttablaðið - 13.04.2008, Síða 22
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M 6 matur SÓDAVATN MEÐ SÍTRÓNU er gott með matnum eða eitt og sér. Nú eða heimatil búið gos með gamla góða Soda Stream-tækinu. Fæst í Byggt og búið, Kringlunni, á 7.888 krónur. PÖNNUKÖKUPANNA til að hrista fram úr erminni dýrindis kökur. Hvort heldur með rjóma, sykri eða sultu. Frá Kokku Laugavegi 47 – íslensk framleiðsla. Kostar 6.950 krónur. KLEINUR OG SOÐIÐ BRAUÐ vekja góðar minningar fyrir marga. Kleinuhjólið rennur ljúflega um deigið eins og kleinurnar renna út með kaffinu eða mjólkinni hjá ömmu. Frá Búsáhöldum, Kringlunni. Kostar 495 krónur. KJÖTHAMAR til að dúndra í steikina er gæðagripur sem hver húsmóðir og -faðir þarf að eiga í eldhúsinu. Frá Búsáhöldum, Kringlunni. Kostar 1.795 krónur. Skyr með bláberjakrapi og hvítsúkkulaðimús. Skyr er frábært sem undir-staða í eftirréttum, en í ábætis-gerðinni hef ég hugfast að oft- ast þykir skyr langbest með rjóma og bláberjum,“ segir Kristófer Þórðarson, matreiðslumaður á Lækjarbrekku, þar sem hann útbýr sígildan ábæti af matseðli hússins þar sem skyr er í aðalhlutverki. „Mér finnst dapurlegt að sjá hvað skyr hefur hörfað víða á kostnað franskra súkkulaðitertna af matseðlum veitingahúsa á lands- byggðinni, því útlendum ferða- mönnum þykir nauðsyn og upplifun að smakka þennan þjóðar rétt Íslendinga. Súkkulaðikökur fást alls staðar í heiminum, en skyr aðeins hér og um að gera að leika sér með það og bjóða með stolti,“ segir Kristófer, sem fer varlega í að sykra skyrið. „Auðvitað þarf að minnka súra bragðið með smá sykri, en þegar borin er fram blá- berjasósa, sorbet eða súkkulaði- mús með skyri er kominn sætur mótleikur við það súra, en mikil- vægt er að kæfa ekki skyrbragðið með sykri,“ segir Kristófer og hvetur sælkera til að prófa sig áfram með skyrið. „Skyr er flottur, þjóðlegur kostur, og á alltaf við.“ - þlg Drifhvítir íslenskir draumar Það er hvítt, stundum litað, oftast silkimjúkt og dýrindis málsverður með rjóma. Ís- lenska skyrið er unaðslegur kostur, hvort sem það er snætt úr dós eða í ábætisréttum. SILKIMJÚKIR SKYR-EFTIRRÉTTIR SKYR með blá- berja krapi og hvít- súkkulaðiskyrmús SKYR hreint skyr rjómi sykur Hlutföll hráefnis notuð eftir smekk þegar skyr er sett í skál og hrært saman. BLÁBERJAKRAP 300 g sykur 25 g glúkósi 1 l vatn 200 g bláberja-puré ¼ stk. sítróna 250 g frosin bláber Hitið allt upp þar til sykur er uppleystur. Látið standa í 30 mínútur. Sigtið og kælið. BLÁBERJASÓSA 500 g frosin bláber 125 g sykur ½ stk. sítróna (safi og rifinn börkur) ¼ stk. kanilstöng Hitið allt upp þar til sykur er uppleystur. Látið standa í 30 mínútur. Sigtið og kælið. HVÍTSÚKKULAÐI- SKYRMÚS 8 eggjarauður 100 g sykur 1 l rjómi 500 g súkkulaði 5 matarlímsblöð 400 g skyr Setið matarlím í vatn. Þeytið eggjarauður og sykur saman. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og setjið út í. Léttþeytið rjóma og bætið varlega út í. Setjið skyr varlega saman við. Bræðið matarlím yfir vatnsbaði og setjið varlega saman við blöndu. BLÁBERJA- SKYR TERTA með kornflexbotni FYLLING 500 g hreint skyr 200 g sykur 500 ml rjómi 250 g bláber 6 blöð matarlím Setjið matarlím í vatn. Þeytið saman skyr og sykur. Maukið bláber og bætið út í. Léttþeytið rjóma og blandið varlega saman við. Bræðið matarlím yfir vatnsbaði og setjið varlega saman við blönduna. BOTN 55 g mjólkursúkkulaði 250 g kornflex 140 g pralín/hnetu- smjör Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Setjið allt hráefni í matvinnsluvél. Hellið í kökuform og kælið. Bláberjaskyrterta með kornflexbotni. E Ó restaurant Hótel Óðinsvé Þórsgata 1 101 Reykjavík orestaurant.is o@orestaurant.is Tel. +354 511 66 77 Tel. +354 511 62 00 Ó restaurant er nýr og spennandi veitingastaður á Hótel Óðinsvéum. Eyþór Rúnarsson, landsliðskokkur og yfirmatreiðslumaður, hefur sett saman glæsilegan matseðil þar sem gæðahráefni er sett í öndvegi. Smáréttir/forréttir frá 1500 kr. Aðalréttir frá 3200 kr. Eftirréttir frá 1400 kr. Gæðamatur á góðu verði í þægilegu umhverfi í hjarta borgarinnar. Borðapantanir í síma 511 6677, orestaurant.is. Verið velkomin á Ó restaurant. Ó, ljúfa líf F R É T TA B L A Ð IÐ /S T E FÁ N
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.