Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 8. desember 1981
GOÐAR cUPPSKRIFTIRp
Súkkulaðidrykkir Krem fyrir tertur og kökur
^MEÐ MÓNU
TERTCI
HJÚP
1.
1 líter mjólk
100 gr. tertu-hjúpur, dökkur
Hitað saman, gott að láta aðeins sjóða,
einnig má drýgja mjólkina með vatni, salt
eftir smekk.
2.
1 líter mjólk
150 gr. tertu-hjúpur, dökkur
Hitað á sama hátt og no. 1, en þeyttur rjómi
borinn með, eða látinn í hvern bolla.
Bræðið TERTU HJÚP við vægan hita og
hrærið stöðugt í á meðan. (Ekki er nauðsyn-
legt að nota vatnsbað).
SÚKKULÍKI
GR
500
1.
100 gr. smjör
100 gr. tertu-hjúpur brætt og kælt.
4 eggjarauður hrærðar út í, ein í einu og
60 gr. flórsykur, hrært vel, má þeyta.
2.
100.gr tertu-hjúpur
2 eggjarauður
2 matsk. rjómi
2 matsk. fiórsykur
Eggjarauður og flórsykur þeytt saman,
bráðnum tertuhjúpi og rjóma bætt út í.
Súkkulaðibráð.
100 gr. tertu-hjúpur. Brætt varlega, hrært
stöðugt í, síðan er 1 matskeið af smjöri
(mjúku) hrært saman við (má vera meira),
látið volgt á kökuna.
Skreytikrem.
100 gr. tertu-hjúpur. Brætt við vægan hita,
síðan er 1/4 teskeið af vatni hrært vel
saman við. Síðan er þetta látið í sprautu
eða sprautupoka, og er þá tilbúið til skreyt-
inga, látið ekki bíða.
■ Stjórnunarfélagið efndi á þessu ári til verðlaunasamkeppni um
bestu ársskýrslu, sem fyrirtæki eða stofnun gaf út á árinu 1980. Árs-
skýrsla Flugleiða varð fyrir valinu og á myndinni sést Árni Vilhjálms-
son, formaður dómnefndarinnar afhenda Sigurði Helgasyni, forstjóra,
verðlaunin.
Timamynd: Ella.
móna
SÆLGÆTISGERÐ
STAKKAHRAUNI 1 HAFNARFIRÐI
SÍMI 50300 - 50302
Mál Videösón hf. hjá RLR:
„MIKIL
RANNSÓKN
FRAM-
UNDAN”
Ný
bók
um
John
Lennon
■ Bókaútgáfan Vaka hefur nú
sent frá sér bók Illuga Jökuls-
sonar um John Lennon. Hún er i
stóru broti, tæplega 180 siður að
stærð með á annað hundrað
myndum, innlendum og
erlendum.
Þetta er fyrsta bók Illuga
Jökulssonar, en hann starfar að
blaðamennsku og er umsjónar-
maður helgarblaðs Timans. í
bókarauka er fjallað um bitlaárin
á tslandi og þær þjóðfélags-
breytingar, sem fylgdu.
Illugi Jökulsson lýsir i þessari
bók einstæðum og litrikum ferli
þessa heimskunna tónlistar- og
baráttumanns, segir frá uppvexti
hans i Liverpool, pönklifi
Bitlanna i Hamborg, frægðarferli
þeirra og þvi, sem honum fylgdi,
samstarfi fjórmenninganna og
skilnaði þeirra, uppátækjum og
sambúð Lennons og Yoko Ono og
siðast en ekki sist er fjallað um
tónlistina, sem samofin var lifi
John Lennons til hinstu stundar.
Af hálfu Vöku var mikil vinna
lögð i að útvega ljósmyndir af
ferli John Lennons i bókina og
fengust þær og réttur til birtingar
á þeim frá ýmsum aðilum einkum
i Bretlandi og Bandarikjunum.
I bókarauka er fjallað i máli og
myndum um islenskar bitla-
hljómsveitir, tónleikahald þeirra
og erlendra hljómsveita hér á
landi, strið við skólastjóra, rak-
ara og fordóma.
Auk sögulegrar upprif junar er i
bókaraukanum að finna ný viðtöl
við marga þeirra, sem komu við
sögu á bitlaárunum hér á landi.
sagði Arnar að sér sýndist svo
ekki vera i fyrstu atrennu.
Skýrslan væri almenns eðlis en
þetta tiltekna mál værieitt og sér.
„Skýrslan er nefndarálit um
málið almennt og rikissaksóknari
á eftir að taka afstöðu til þess”
sagði Arnar.
FRI
Útgerðar-
og verkunar vörur
Höfum fyrirliggjandi fiskumbúðir, veiðarfæri til línu-, neta- og togveiöa. Loðnu-,
rækju- og síldarflokkunarvélar. Fiskþvottavélar, slægingarvélar, sjálfvirkar bindi-
vélar og fjölbreytt úrval tækja og áhalda til fiskverkunar.
Erum innflytjendur á salti, striga, hjallaefni o.fl. Leitið nánari upplýsinga.
Kynnist viðskiptunum af eigin raun.
1^
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Sjávarafurðadeild
SAMBANDSHÚSINU REYKJAVÍK SÍMI 28200
■ Rikissaksóknari hefur sent
Rannsóknarlögreglunni bréf þar
sem farið er fram á rannsókn
ætlaðra brota forráðamanna
Videósón hf., á útvarps- og fjar-
skiptalögum, en að sögn Arnar
Guðmundssonar deildarstjóra
hjá RLR þá er málið nýkomið inn
á borð hjá þeim og ljóst er að
mikil rannnsókn er framundan.
Aðspurður um hvort nýútkomin
skýrsla Videónefndarinnar yrði
lögð til grundvallar rannsókninni