Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 8
Þriöjudagur 8. desember 1981 WflM utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsíngastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiöslustjóri: Sig- urour Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helqar Timans: lllucii Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadottir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdirnarsson, Heiður Helga- dóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guömundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. útjits- teiknu.i: Gunnar Trausti Guðbjórnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guð- jon Robert Agústsson, Elin Eltertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 5.00. Askriftargjaldá mánuði: kr. 85.00- Prentun: Blaðaprenth.f. menningarmál Óhagkvæm prósenta „Prósentan hefur ávallt verið bændum óhag- kvæm", er haft eftir gömlum þingskörungi og bændahöfðingja. Hér skal engum getum að þvi leitt hvort prósentan hafi leikið bændur grátt og skert afkomu þeirra, en það liggur i augum uppi að fjölmennur þjóðfélagshópur býr við óhag- kvæma prósentu og hefur gert lengi. Það er lág- launafólkið. Fjórum sinnum á ári eru reiknaðar út verðbæt- ur á laun og laun hækkuð samkvæmt þvi. Allir fá sömu prósentuhækkun, sem þýðir að þeir sem hærri hafa launin fá hærri upphæð i sinn hlut en þeir láglaunuðu, og launabilið breikkar. Þegar næst er reiknað eykst bilið enn og svo koll af kolli. Það liggur i augum uppi að i timans rás og eftir þvi sem þessari reiknikúnst er oftar beitt, breikk- ar bilið og misréttið eykst. Stjórnvöld hafa reynt að hægja á þessari ó- heillaþróun með þvi að takmarka verðbætur á hærri laun, en atvinnurekendur hafa gert sér litið fyrir og ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sömu hækkunarprósentu og enginn getur bannað þeim það, þvi að i kjarasamningum er samið um lágmarkslaun en engin ákvæði eru um hve há laun greiða megi. Það er orðin löngu viðtekin regla i kjarasamn- ingum, að allir launþegar fái þvi sem næst sömu hækkanir, og oft fá þeir sem betur mega»meiri launahækkanir en aðrir. Skekkir þetta dæmið jafnvel enn meir og virðast samningamenn vinnumarkaðarins aldrei skeyta um það óréttlæti er þeir stuðla að við endanlega gerð kjarasamn- inga.þrátt fyrir stóryrði um að brýna nauðsyn beri til'að bæta kjör hinna láglaunuðu þegar verið er að undirbúa kröfur og gagntilboð. Upp i lág- launafólkið er stungið dúsu i formi einhverra fé- lagsmálapakka, sem einkum hafa sér til ágætis að auka útgjöld rikissjóðs og hægt er að telja fólki trú um að þarna hafi það nú heldur betur fengið kjarabætur. Eitt hið undarlegasta við þetta stigmagnandi ranglæti er að þeir, sem einkum þykjast bera hag láglaunafólks fyrir brjósti, halda i það dauða- haldi og bregðast hinir verstu við ef imprað er á að breyta þessu steinrunna kerfi eins og fara eigi að fremja helgispjöil. Þá er æpt á torgum um kauprán, kjaraskerðingu, minnkun kaupmáttar og hvað þetta nú allt heitir. Það er rétt, að kjör hálaunamannanna yrðu skert,ef hróflað yrði við þessari heilögu kú, en með skynsamlegum að- gerðum væri áreiðanlega hægt að rétta hlut hinna láglaunuðu, eða að minnsta kosti að koma á jöfn- uði sem breikkaði ekki ávallt bilið milli launa- taxtanna á sjálfvirkan hátt. Það er samdóma álit allra, að verðbólgan rýri efnahag láglaunafóiks fremur en hinna efna- meiri. Samkvæmt þvi væri það fyrst og fremst hagur hinna efnaminni og tekjulágu að sporna við þeirri verðbólguþróun sem við búum við. Verðbólga á sér margar orsakir, og það er ekkert einfalt mál að kveða hana i kútinn, en það mætti örugglega draga verulega úr henni ef samkomu- lag næðist um að hægja á sjálfvirkri vixlþróun verðlags og launa og tryggja með þvi bættan hag láglaunafólksins sem allir þykjast bera um- hyggju fyrir i orði en stuðla að auknu misrétti á borði. O.ó. Varnarrit fyrir stjórnkerf id Vilhjálmur Hjálmarsson: Raupaö úr ráðuneyti Innan dyra á Hverfisgötu 6 i fjög- ur ár og fjóra daga. Bókaútgáfan Þjóðsaga 1981. Þetta er óvenjuleg bók. Hér segir fyrrverandi ráðherra frá sinum ráðherradómi. Augljóst er að það er gert i þeim tilgangi að glóggva fyrir lesendum hvernig málum er ráðið og að þeim unnið áæðstustöðum.Ogekkimun þess vanþörf þviaðhætt er við að ýms- ir séu heldur illa að sér um stjórn- kerfið. Þetta er þvi þörf lesbók fyrir ýmsa þvi að þekking á þjóð- félagsmálum er öllum nauðsyn- leg i lýðræðislandi. Menntamálaráðuneytið kemur víða við sögu. Til þess er leitað vegna býsna margra og allskonar mála. Hér þarf engan meting milli ráðuneyta um hverra mál séu mikilvægust. En i sambandi við uppeldismálin, megum við jafnan hafa i huga það sem Magniís sálarháski sagði þegar verið var að ræða norður í Skaga- firði, á hverju ætti að byrja þegar þingið islenska hefði fengið f jár- veitingavald og löggjafarvald 1874. Hann sagði: „Auðvitað á að byrja á börnunum". I lýðfrjálsu landi gerast hlut- irnir þannig að fyrst vekur ein- hver máls á þvi að eitthvað sé ekki nógu gott. Þarna er vanrækt verkefni eða öfugt staðið að ein- hverju. Takist honum að vinna aðra á mál sitt verður tekið undir við hann og siðan bindast menn samtökum um að knýja fram að- gerðir. Þá eru stofnuð félagssam- tök eða einhver hinna eldri félaga fengin til að taka málið að sér. Svo er kannski flutt þings- ályktunartillaga um að fela rikis- stjdrninni að undirbiía löggjöf um málið. Verði hún samþykkt má Vilhjálmur Hjálmarsson. búast við að ráðuneytiö feli ákveönum mönnum að vinna það verk. Þetta er hin eðlilega leið i lýð- ræðislandi. Hún þykir kannski seinfarin og margorð og pappirs- frek,en samt þekkjum við ekki aðra farsælli. Þessi minningabók Vilhjlams Hjálmarssonar fjallar að veru- legu leyti um þessi vinnubrögð. Auðvitað eru þau ekki rakin að rótum þvi að ekkert nær til ráðu- neytisins fyrr en biiið er að koma af stað einhverri hreyfingu um það. Hitt er annað mál að nýj- ar hugmyndir um framkvæmd viðurkenndra verkefna geta kom- ið beint og milliliðaluast til ráð- herra. Eflaust hefði Vilhjálmur getað nefnt dæmi um slikt en um það erhann fáorður. Hann sleppir alveg að raupa af þvi. Og raunar held ég að maðurinn sé tiltölulega laus við grobb og drýgindi i þesari bók sinni. Það er þjóðkunnugt að Vil- hjálmur á Brekku er léttur i máli og hispurslaus i tali. Vera má að. nærri liggi einhverntima að les- anda finnist að frásögnin sé þvi likust sem ögn sé fært i stil. Svo mun þó naumast vera. Þegar vel er gáð(reynist orðalagið vera svo að hann hafi heyrt eða sagt hafi verið. Og slíkt gat auðvitað verið snertispöl frá nákvæmustu stað- reyndum. Fjöldimyndaer i bókinni, and- litsmyndir af meira og minna þjóðkunnu fólki og myndir teknar við ýmiskonar tækifæri. Sumar þeirra munu þykja sögulegar, aðrar hafa einkum sér til gildis að þær eru skemmtilegar. Ég nefni hér tvær sem sýna að dugandi konur að sækja mál sitt fyrir ráð- herra. Þær þykja mér ágætar. Eins og gefur að skilja kemur fjöldi manna við sögu i þessari bók. Vilhjálmur ber mönnum söguna vel og er umtalsgóður. Auðvitað segir hann frá ágrein- ingsmálum sem deilt var um af fullri alvöru. Venjulega finnst honum andstaðan skiljanleg og réttmæt frá sjónarmiði hinna. Út af ber þó um lóggjöfina um sér- stakan fræðslustjóra i hverjum tíuþúsund manna bæ. Sú löggjöf var knuin fram en svo var það heldur ekki meira. Bókstafurinn stendur og þetta eru lög, en svo er það búið. Sigurinn vannst en hon- um ekki fylgt eftir. Löggjöfin var óþörf og meira en það. En það má lika læra af þessari sögu. Ef menn geta lært. Ég lít á þessa bók sem skemmtilega og trausta lesbók um stjórnsýsluþætti i samtið okkar. Hún er létt og fróðleg. En bak við þessa frásögn ætla ég að lesendur greini mynd af sögu- manni. Og það mun verða geð- þekk mynd sem gott er að skoða. Þvi má svo við bæta að með þessari frómu og yfirlætislausu frásögn er raunar svarað tals- verðuaf þeim rógi sem stöðugt er haldið uppi um hið „ómanneskju- lega kerfi". Til þess hygg eg að bókin sé skrifuð i og með a.m.k.. Og óhróðrinum ersvarað vel. Það vænti ég að fjöldi stjórngæslu- manna finni og meti. H.Kr. Haukur Clausen sýnir ad Kjarvalsstödum Kjarvalsstaðir Haukur Clausen málverkasýning 28. nóv.-13. des. 1981 105 myndir. Málaraglugginn og raf- magnsbókin Mér er það minnisstætt þegar ég var drengur, að oft voru sýnd málverk isýningarglugga Málar- ans, sem þá var eins konar f jöl- miðill, er borgarbúar höfðu að- gang að, alveg eins og Rafskinnu Gunnars Bachmanns, sem var stór rafmagnsbók, full af haglega teiknuðum og lituðum auglýsing- um, en hún var i Skemmuglugg- anum hjá Haraldi. Þar voru einn- ig sýnd málverk og til dæmis sýndi Svavar Guðnason þar fyrst eftir sig myndir og Markús Ivars- son, forstjóri i Héðni, stóöst auö- vitað ekki freistinguna og keypti sýninguna þar alla, en hann fór stundum illa með peninga, að mörgum fannst þá. Var alltaf með málverk á pedalanum, þegar borgað var Ut i Héðni. Onnur minnisstæð syning, eða sýningar frá þeirri ti'ö, vaf þegar Arreboe Clausen sýndi málverk eftir sig i Málaraglugganum. Þaö var dálitið óvenjulegt, þvi hann keyrði ráðherrana, og var ekki málari i þeim akademiska skilningi sem þá var rikjandi hér. Hann var fristundamálari, eða þvottahúsmálari, eins og það er stundum nefnt núna, þegar allir mála meiraog minna. Fristunda- málarar voru þá að mig minnir aðeins tveir i' landinu, svo ég vissi, Arreboe Clausen og Magn- ús, dósent, sem svo var nefndur en hánn var ráðherra þegar ég var strákur, en lengst af prófess- or f guðfræði við Háskólann. Aðra vissi ég ekki um, annað en ég hafði heyrt að gamli biskupinn, Jón Helgason, hefði málað flott málverk og þeim átti ég siðar eft- ir að kynnast. Ég hékk langtim- um saman við þessa glugga og það gjörðu margir fleiri. Það má vera til marks um álit manna á þessari aukamálningu i landinu að í engu uppsláttarriti, er eg hefiundir höndum, er á það minnst að þeir Magnús og Jón hefðu verið myndlistarmenn, en allt er talið er þeir rituðu. Orðið var nefnilega stærra, þá einkum hið lærða og prentaða orð. Ástæðan til þess að ég rifja þetta upp er sií að nU sýnir Hauk- ur Clausen, tannlæknir, sinar myndir að Kjarvalsstöðum en hann ersonur Arreboe Clausen og einhvern veginn stóðu þessar gömlu myndir úr Málaraglugg- anum svo ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum minum, þegar mér var sagt að Haukur fengist við myndlist. Hygg ég aö hann hafi erft þar listfengi fööur síns, sem var að mínu mati all fær, ekki siður en guðfræðingarnir tveir sem nú eru smám saman að fá pláss i lista- sögunni.eftiraö byrjaðer að taka meira mark á málverkum manna er hafa annars litla skólagöngu i listum. Þessi grunur minn var reyndar staðfestur, er ég las það einhvers staðar, að Haukur hefði fyrst fengið að fara með liti f ööur sins, þegar hann var barn að aldri. Sýning Hauks Clausen Það var þvi sannarlega með ljúfarendurminningar ihuga, um þessa ágætu menn er minnst var á hér að framan, að ég fór að skoða syningu Hauks Clausen að Kjarvalsstöðum. Og kannski hefði hann lika sýnt i' Málara-- glugganum, eða i glugganum með rafmagnsbökinni, ef hann hefði verið fyrr á ferðinni eða áður meðan það heyrði meira undir sérvisku en myndlist að ólærðir menn væru að föndra við mynd- list. Básaskipting og stéttaskipt- ing var nefnilega afmarkaðri þá en niina. Haukursýnirþarnanæralltsitt sitt Hfsverk á þessu sviði, er mér sagt, þaö er aö segja frá þvi að hann telur sig byrja að ná viðun- andi árangri til dagsins i dag. Hann málar með oliulitum og vatnslitum, og hann notar fri- stundirfrá erli lækninganna til að mála þessar myndir. Myndir hans eru flestar af landslagi, og margar eru af frægum stöðum, þannig að hver og einn getur bor- ið saman við einhverja staði. 1 þessum myndum, mörgum hverjum er að finna þá gleði er maður fann i Málaraglugganum hjáfööur hans, eða sköpunargleði og næmtauga fyrir kyrrlátri feg- urð. Besta myndin á sýningunni finnst mérþóstór, rauð abstrakt- mynd,sem mun vera i eigu bróð- ur hans, ef ég tók rétt eftir. Af öðrum myndum, held ég mest upp á vatnsliti Hauks, einkum i minni myndum hans, eða smá- myndum. Þar nær hann að minu mati feti framar en i öðrum myndum. Haukur er ekki maður nýjunga i m álverki, þótt hann sé það i sinu sérfagi, að mér er sagt, framsæk- inn og fær. Hann fer hina troðnu slóð. t tækni hefur hann náð ótrií- lega langt innan þess sviðs er hann vinnur á i myndlist, og sýn- ing hans hefur vakið verðskuld-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.