Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 11
Þri&judagur 8. desember 1981 11 menningarmál .. en flokksþrælar viljum vér aldreiyera” ff m //Það er gott að vera góðir flokksmenn, en flokksþrælar viljum vér aldrei vera". — Gunnar Thoroddsen i ræðu árið 1952. Ólafur Ragnarsson ræðir við Gunnar Thoroddsen Útgefandi: Vaka Fáar bækur vöktu eins mikla athygli i jólabókafló&inu i fyrra og „Valdatafl i Valhöll” — sam- antekt tveggja blaðamanna úr rööum ungra sjálfstæðismanna um stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra, i febrúar árið 1980, og deilurnar al- mennt i Sjálfstæðisflokknum. Sú bók varð einnig mjög umdeild. Einkum þótti ýmsum þar mjög hallað á Gunnar. Svipuö eftirvænting hefur rikt um þessa bók þar sem Gunnar svarar spurningum Ólafs Ragn- arssonar, fyrrum Visisritstjóra og núverandi bókaútgefanda, um ýmsa atburði á löngum ferli i stjórnmálunum. Fimmtán kaflar Samtalsbókinni er skipt i fimm- tán kafla og er yfirleitt fjallað um afmarkaða þætti i sögu Gunnars i hverjum kafla fyrir sig. „Sambandsslit og fyrsti gustur- inn” nefnist fyrsti kaflinn, og er þar fjallað um ræðu, sem Gunnar Thoroddsen hélt á norrænu stúd- entamóti, sem haldið var i Dan- mörku árið 1935, en þar sagði Gunnar m.a. að islenska þjóðin vildi slita sambandinu við Dan- mörk þegar samningurinn frá 1918 heimilaöi það. Með þessari ræðu olli Gunnar nokkrum deil- um. 1 næsta kafla segir svo frá fyrstu kynnum Gunnars af Sveini Björnssyni, siðar forseta og i framhaldi af þvi fyrsta forseta- kjörinu, þegar Sjálfstæðisflokk- uninn klofnaði i afstöðunni til Sveins Björnssonar. Þegar þannig hefur verið fjall- að um gömul deilumál kemur sérstakur kafli, þar sem Gunnar rekur ættir sinar, og siðan annar um pólitiskar rætur og áhrif á uppvaxtarárum. Að þvi loknu er fjallað um ýmsa stærstu pólitisku atburðina i lifi Gunnars: forsetakjörið 1952, þeg- ar hann studdi Asgeir Asgeirsson þótt stuðningur við séra Bjarna Jónsson væri flokksmál i Sjálf- stæðisflokknum, fjármálaráð- herraárin á viðreisnartimanum, ákvörðunin um að gerast sendi- herra i Danmörku til að búa sig undir forsetaframboð 1968, for- setakosningarnar 1968, sendi- herraárin i Kaupmannahöfn með sérstakri áherslu á lausn hand- ritamálsins, heimkoman til Is- lands og ákvörðunin um að hef ja aftur pólitiskt starf með þvi að bjóða sig fram i prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins 1970, atburðirnir 1979-1980 þegar vinstri stjórnin sprakk,Sjálfstæðisflokkurinn boð- aði leiftursókn og tapaði i þing- kosningunum fyrir 2 árum, og siöan stjórnarmyndunartilraunir formanna stjórnmálaflokkanna, sem ekki báru árangur. Þá kem- ur að stjórnarmyndun Gunnars sjálfs, skoðunum forsætisráð- herrans á flokksræði og frelsi og landsfundinum i október siðast- liðnum og viðhorf Gunnars að honum loknum. Loks er lokakafli þar sem fjallaö er um starfsdag forsætisráðherrans og framtiðar- viðhorf. 1 sérstökum bókarauka eru birt i heilu lagi ýmis gögn, sem vitnað er til stuttlega i sjálfum aðaltext- anum og nafnaskrá. Samtals er bókin um 320 blaðsiður .að stærð og prýdd fjölda mynda frá litrik- um ferli Gunnars. Af þessari stuttu upptalningu verður auðvitaö ljóst, að hér er ekki um raunverulega ævisögu að ræða, heldur frásögn af nokkrum hápunktum i stjórnmálalifi Gunnars. Ólafur Ragnarsson fléttar inn á milli viðtalanna ýms- um samtimaheimildum, einkum úr dagblöðunum, og siðan lýsing- um sjálfs sin á Gunnari og þeim stöðum, þar sem hann ræddi við forsætisráðherrann.bæði i höfuð- borginni og á Þingvöilum. Þannig færir hann lesandann nánast i sin eigin spor þegar hann er að tala við Gunnar. Að sjálfsögðu segir Gunnar Thoroddsen hér frá hlutunum frá sinu eigin sjónarhorni en i stjórn- málunum lita menn sem kunnugt er mjög ólikum augum á hlutina. Þótt vafalaust verði deilt um ýmsar fullyrðingar Gunnars, þá verður það þó að segjast eins oger, að hann segir yfirleitt mjög málefnalega frá og skýrir oft sjónarmið annarra i leiðinni. Og hvergi er að finna þau gifuryrði, svo ýmsum hefur verið tamt að láta hafa eftir sér um pólitiska andstæðinga hvort sem þeir eru nú i sama flokki eða öðrum flokk- um. Gunnar gætir þarna hófsemi og háttvisi sem ekki er öllum gef- in. Deilur um forsetakjör Þegar deilurnar i Sjálfstæðis- flokknum hafa verið greindar, hefur saga þeirra oft verið rakin aftur til forsetakosninganna árið 1952. Að visu kemur fram hjá Gunnari, að hann var á öndverð- um meiði við aðra helstu foringja Sjálfstæðisflokksins, Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, þegar við fyrsta forsetakjörið þ.e. þegar Sveinn Björnsson var kosinn fyrsti forseti Islands árið 1944. Gunnar studdi Svein til forseta- kjörs, en ólafur Thors og Bjarni Benediktsson voru á móti. Við at- kvæðagreiösluna hlaut Sveinn 30 atkvæði, en 15 seðlar voru auðir og 5 atkvæði féllu á Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi. Segir Gunnar, að fólk hafi verið „for- viða og hneykslað á þessari kosn- ingu á Lögbergi”. Þegar við þetta kjör var Gunnar þannig á öðru máli en ýmsir aðrir foringjar Sjálfstæðisflokksins, en ágrein- ingurinn árið 1952 var auðvitað mun alvarlegri, þar sem stuðn- ingur við séra Bjarna Jónsson hafði verið gerður að flokksmáli i Sjálfstæðisflokknum. Gunnar rekur umræður meðal forystu- manna Sjálfstæðisflokksins um hugsanlega forsetaframbjóðend- ur, og segir, að þegar liöið hafi fram á vorið hafi fyrst og fremst verið talað um Gisla Sveinsson og Ásgeir Ásgeirsson sem eftirmenn Sveins Björnssonar, og segir sið- an: „Bjarni Benediktsson var þvi fylgjandi, að Asgeir yrði næsti forseti.” Þegar til kom fylgdi Bjarni hins vegar Ólafi Thors i stuðningi við séra Bjarna. A þessum tima voru Sjálfstæð- isflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn saman i stjórn, og að sögn Gunnars reyndu formenn þessara flokka — Ólafur Thors og Hermann Jónasson — að ná sam- stöðu um frambjóðanda, sem báðir stjórnarflokkarnir gætu stutt. Sá maður fannst að lokum, þ.e. séra Bjarni. Var það reyndar i eina sinn sem stjórnmálaflokkar stóðu opinberlega að baki for- setaframbjóðanda. Gunnar gekk sem kunnugt er gegn formlegri samþykkt Sjálf- stæðisflokksins i þessu máli. Það bætti svo gráu ofan á svart, að frambjóðandinn sem Gunnar studdi — Asgeir — sigraði, og mun það hafa komið mörgum á ó- vart. Forvitnilegt er aö lesa frá- sögn Gunnars af samtölum hans við Bjarna Benediktsson og Ólaf Thors eftir að úrslitin lágu fyrir, og augljóst, að þar á milli varð uppfrá þessu aðeins vopnaður friður en ekki vinátta eða sam- hugur. Bjarni vildi ekki verða f jármálaráðherra Gunnar Thoroddsen var mjög umdeildur fjármálaráöherra i viðreisnarstjórninni. Reyndar má telja vist, að hver sá, sem i það embætti hefði valist, hefði lent i pólitiskum stormum. Með það i huga er mjög forvitnilegt að lesa ummæli Gunnars um það, hvernig á þvi stóð, að hann varð fjármálaráðherra. Hann segir frá ■ Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra og Ólafur Kagnarsson, bóka- útgefandi, þegar bókin var kynnt blaðamönnum. (TimamyndGE) þvi, að þegar Ólafur Thors hafi upphaflega boöið honum ráð- herraembætti i stjórninni, hafi hann óskað eftir aö verða dóms- málaráðherra eða menntamála- ráðherra, og taldi Ólafur ekki neitt þvi til fyrirstöðu. En þegar stjórnin var að smella saman kom annað hljóð i strokk- inn, og fjármálaráðuneytið stóð eitt til boða. Gunnar kvaðst hafa tjáö ólafi, að hann teldi eðlilegast að Bjarni Benediktsson tæki við fjármálaráðherraembættinu og hafi ólafur þá svarað til: „Held- urðu að ég sé ekki búinn að reyna það? Bjarni þverneitar og segist þá heldur halda áfram sem rit- stjóri Morgunblaðsins”. Siðan segir Gunnar: „Samtali okkar lauk með þvi, að ég féllst á beiðni Ólafs að taka að mér embætti fjármálaráðherra. Ég hef engum manni kynnst sem hafði aðra eins hæfileika og Ólafur Thors til að telja menn á sitt mál.” Gunnar staðfestir það i bókinni, að þegar hann ákvað að láta af störfum fjármálaráðherra árið 1965 og gerast sendiherra i Kaup- mannahöfn, þá hafi það verið til þess að draga sig „út úr púður- reyk” stjórnmálanna til þess að hafa betri stöðu til forsetafram- boðs árið 1968. Hann fór siðan i það forsetakjör og tapaði illilega sem kunnugt er, og rekur nokkuð i bókinni þær ástæður, sem hann telur hafa til þess legið. Fram kemur, að þótt hann hafi haft mikið samband við dr. Kristján Eldjárn einkum þó við siðustu stjórnarmyndun, þá hafi þeir aldrei rætt úrslit forsetakosning- anna 1968 né skýringar á þeim. Illa tekið af Jóhanni Haf- stein Gunnar Thoroddsen er stjórn- málamaður, sem er alltaf að koma á óvart. Það, að hann skyldi hefja á ný afskipti af stjórnmál- um árið 1970, fimm árum eftir að hann dr'4 sig i hlé og nær sextugur að aldri, kom flestum á óvart og ýmsum „samherjum” hans i Sjálfstæðisflokknum augsýnilega illþyrmilega á óvart. Þegar Gunnar hafði ákveðið að gefa kost á sér i prófkjörið 1970, tilkynnti hann þáverandi formanni flokks- ins, Jóhanni Hafstein þessa á- kvörðun og varö Jóhann ókvæða við: „Jóhann sagðist ekki vera hrifinn af fyrirætlan minni. Það væri skoöun sin, að það væri flokknum ekki til styrkingar, að ég kæmi inn i stjórnmálin á nýjan leik”, segir Gunnar um þetta samtal þeirra, og skýrir jafn- framt afstöðu Jóhanns á þann veg, að hann og Geir Hallgrims- son hafi verið búnir að semja um að skipta formennsku og varafor- mennsku i flokknum á milli sin. Gunnar lét þetta ekki hafa áhrif á sig, hlaut góða kosningu i próf- kjör.inu, og bauð sig siðan fram til varaformanns á næsta lands- fundi, vorið 1971. Geir sigraði þar með aðeins 47 atkvæða mun, sem ekki þótti sterk útkoma þegar haft er i huga, eins og Gunnar segir, að Sverrir Hermannsson var ráðinn sem sérstakur erind- reki á launum hjá floknum til þess að ferðast um landið frá hausti til vors i þvi skyni „að róa fyrir Geir sem varaformann”. óvænt stjórnarmyndun Gunnar kom ekki siður á óvart þegar hann myndaði rikisstjórn þá, sem nú situr. Hann lýsir i bók- inni kosningabaráttu leiftursókn- armanna og mistökum, sem hann skrifar á reikning Geirs Hall- grimssonar og siðan árangurs- lausum tilraunum til stjórnar- myndunar. Siðan fer hann ná- kvæmlega út i stjórnarmyndun- artilraun sina, og er sú frásögn öll hin forvitnilegasta iesning. Margt hefur verið umdeilt um einstök atriði varðandi þessa stjórnar- myndun, og skal ekki nánar að þvi vikið hér, en Gunnar gerir nána grein fyrir gangi mála frá sinum sjónarhóli, og er hægt að bera það saman við frásagnir annarra og ræða hvað sé trúverð- ugast. Lokakafli bókarinnar gefur á- gæta innsýn i daglegt amstur for- sætisráöherra og ýmis viðhorf hans til embættisins og til samtiö- arinnar. Hann lætur m.a. i það skina, að þegar hann hætti sem forsætisráðherra muni hann leggja stjórnmálin á hilluna. Þeg- ar haft er i huga, hversu oft Gunnar hefur áður komið á óvart, er þó varlegast að spá engu um, hvenær það verður eða með hvaða hætti. Ólafi Ragnarssyni hefur tekist að gera þessa samtalsbók skemmtilega og fræðandi. Hann dregur fram ljósa mynd af við- mælanda sinum, og kryddar frá- sögn af meiriháttar atburðum með blaðaummælum, þar sem ó- lik sjónarmið koma fram. Þótt viðhorf Gunnars til málanna hljóti eðli málsins samkvæmt að vera ráðandi i bókinni, þá eru þau aldrei einráð. Þær fjölmörgu ljós- myndir, sem prýða bókina, eru frá ýmsum timum i lifi Gunnars og falla vel að efninu. — ESJ íslendingasögur í gersku Ijósi M.I. Steblin — Kamenskij: Heimur íslendingasagna. ■ Bókarkornið, sem hér liggur fyrir, er tvimælalaust i hópi merkustu rita, sem um langan aldur hafa birst á Islensku um is- lenskar fornbókmenntir. Höfundur bókarinnar, M.I. Steblin — Kemenskij, er rússneskur fræöimaður og var um langt skeiö forstööumaður norrænudeildar háskólans i Leningrad. Hann hefur samið all- mörg rit um islenskar og norræn- ar bókmenntir og menningu, og má hiklaust fullyröa að hann sé i hópi þekktustu fræðimanna erlendra, sem um þau efni hafa fjallaö. 1 formála bókarinnar, Heimur íslendingasagna, segir höfundur, að hún fjalli um hugmyndaheim Islendingasagna, sem fram til þessa hafi verið vanræktur af fræöimönnum, Islendingum sem öðrum. Höfundur skiptir bfícinni i sjö kafla og er táknrænt fyrir afstöðu hans til efnisins, að fyrirsagnir þeirra allra eru i spurnarformi, en gefa þó glöggt til kynna efni kaflanna. Kaflafyrirsagnir eru þessar: A bókmenntasaga rétt á sér?, Hvað er sannleikur, Hvar eru takmörk persónuleikans?, Hvað er form og hvaö er inntak? Hvað er gott og hvað er illt? Get- ur timinn verið traustur og hvað er dauði?, Er ómaksins vert að ganga aftur? Þetta er óneitanlega forvitni- legir efnisþættir og skoðanir höf- undar og athugasemdir eru i senn skemmtilegar og skarplegar. Við skulum láta það liggja á milli hlutai bili, hvað erréttog hvaðer rangt af þvi sem hann setur fram, enda mun það ávallt orka tvimæl- is. Mestu máli skiptir, að öll efnismeðferð höfundar er harla nýstárleg og vekjandi og hlýtur að hvetja fslenska lesendur bók- arinnar til þess að skoða ýmsa þætti Islendingasagna og annarra íslenskra fornrita af nýjum sjónarhóli. Er þá ekki að efa að sjóndeildarhringur margra muni víkka, viðhorfin tilritanna og ein- stakra þátta þeirra breytast. Eitt umdeildasta atriðið i um- ræðum manna um tslendingasög- ur er sannleiksgi ldi þeirra. Steblin — Kemenskij nálgast sannleiksgildi sagnanna á skemmtilegan hátt og það, sem hann hefurum þaö atriði að segja er á margan hátt dæmigert fyrir vinnubrögð hans og hógværa en sannfærandi framsetningu. Hann gerir fyrst grein fyrir þeim tvennskonar sannleik, sem nútimamenn þekki, þ.e. hinum eiginlega sögulega sannleik annars vegar og hins vegar list- rænum sannleika, sem sé í raun enginn sannleikur nema i hæsta lagi í höfunda sem skrá hann á bækur. Steblin — Kamaiskij telur að sannleiksgildi tslendinga- sagna hafi jafnan verið vegið á vogarskálum þessara tveggja sannleikshugtaka og segir siöan orðrétt, bls 19-20: „En voru þessar tvær gerðir sannleiks til i vitund fornmanna? Fjölmargt bendir til þess, að hjá þeim hafi aðeins verið til ein teg- und sannleiks, sem kalla mætti „einþættan” (synkretiskan) sannleik. Sá sem flutti einþættan sannleik um fortiðina leitaöist bæði viö að skýra rétt frá og endurskapa fortiðina í allri sinni heild. En þar með var þetta ekki aðeins sannleikur i eiginlegri merkingu, heldur og list, eða órofa eining þess sem er ósam- rýmanlegt I huga manna nú á dögum. Einþættur sannleikur er okkur aö eilifu glataður. Hann er alls ekki meöalvegur milli hinna tveggja sannleikstegunda nútím- ans, hann er miklu auöugri og efnismeiri en þær báðar til sam- ans, gagnólikur báðum, hinn þriðji sannleikur.” Fleiri hliðstæð dæmi mætti tina til um efnismeðferö, fram- setningu og skarpleika höfúndar. Hér verður þó látið staöar numiö, en flestir lesendur munu verða undirrituðum sammála um að góöur fengur sé að þessari bók á vora tungu. Margir veröa höfundi vafalaust ósammála og sumum þykir sjálfsagt, sem hann geri næsta litið úr helstu páfum okkar sjálfra á sviöi islenskra fornbök- mennta, og jafnvel Ur hetjum fornsagnanna. Þá skulum við minnast þess, að glöggt er gests augaö. Helgi Haraldsson lektor i Osló hefur þýtt bókina á islensku og kann ég ekki aö dæma um þýð- ingu hans að öðru leyti en þvi að hún er rituö á vandaöri i'slensku. Allur frágangur ritsins er hinn smekklegasti og i bókarlok er langur listi ýtarlegra athuga- semda, sem flestar munu reynd- ar samdar fyrir rússneska les- endur. JónÞ.Þór.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.