Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 16
16 ÞriOjudagur 8. desember 1981 Butterfly og Borðtennisvörur Spaðar verð frá kr. 83-958.— Borðtennisgúmmí 3 þykktir Borðtennisskór stærðir 36-45 Borðtennisnet og uppistöður Lím og hulstur Borð og tenniskúlur Eigum nú Carbon spaðann frá Butterfly verð kr. 958.— Póstsendum Sími 12024 Afsláttarkort Það borgar sig að ganga i Kron. Nýir félagsmenn fá 10% afsláttarkort sem gilda til 16. desember. Kortin eru afhent á skrifstofu Kron Laugavegi 91. kl. 9-16 Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis JARÐVINNA Tilboð óskast i jarðvinnu fyrir Svæðisfélag við göngugötu i Mjódd i Breiðholti. Um er að ræða ca. 25000 rúmm. af lausum jarð- vegi og ca 1000 rúmm. af klöpp. Verkinu skal að fullu lokið 1. april 1982 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik e.h. mánu- dag 7. des. gegn 500.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 17. des. 1981 kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 itóiililji! íþróttir ■ Bracy átti gó&an leik er Fram sigraði Val i úrvalsdeildinni i körfuknattleik. Timamynd Róbert Fram heldur sínu striki — sigraöi Val með 79-74 í úrvals- deildinni í körfuknattleik og hefur forystu í deildinni ásamt Njarðvík ■ Framarar sigruðu Vals- menn er félögin léku i úrvals- deildinni i körfuknattleik i Hagaskóla á laugardaginn. Lokatölurnar urðu 79-74, eftir að Fram hafði verið 12 stigum yfir i hálfleik 47-35. Fram og Njarðvik hafa nú forystu i úrvaldsdeildinni og allt bendir nú til þess að tslandsmeistaratitillinn muni falla annaðhvort Njarðvik eða Fram i skaut. Þó að enn sé eftir mikið af mótinu, þá eru litlar likur til þess að Valur og KR, helstu keppinautar þeirra, komi til meö að blanda sér i baráttuna, til þess hafa þessi félög tapað of mörgum stigum á mótinu. Fram var yfir allan leikinn, hafði kappnóga forystu i fyrri hálfleik/ en i seinni hálfleik komu Valsmenn friskir til leiks og tóku þá að saxa á for- skot Framara. Er 8 min*voru liðnar af seinni hálfleik var staðan 57-56 fyrir Fram. Eftir þetta munaði ekki nema nokkrum stigum á félögunum, en Valsmönnum lánaðist aldrei að jafna leikinn eða ná betri stöðu. Að venju var Bracy atkvæðamestur i stigaskorun- inni hjá Fram og hann ásamt Simoni ólafssyni voru bestu menn Fram i leiknum. Bracy skoraði 31 stig, Simon 18, Þor- valdur 14, og Guösteinn 8 stig. Ramsey, erlendi leikmað- urinn i liði Vals, var frekar daufur i leiknum. Valsmenn gera ákaflega litið af þvi að leika hann uppi og er það ef til vill aðal orsökin. Rikharður Hrafnkelsson og Ramsey skoruðu flest stig fyrir Val, 19 hvor. Kristján gerði 12 stig og Torfi skoraði 10 stig. Dómarar voru þeir Kristbjörn Alberts- son og Þráinn Skúlason og dæmdu þeir leikinn vel. röp-. Norðurlandamót ungfinga í sundi: Svíar hrifnir af Eðvarði — telja hann vera besta sundmann á Norðurlöndum í sínum aldursflokki. Eðvarð og Guðrún Fema settu 14 Islandsmet á mótinu ■ //Bæði dönsku og sænsku þjálfararnir voru ákaflega hrifnir af Eövarði Þ. Eðvarðssyni og sögðu að hann væri besti sundmaðurinn á Norðurlöndunum í sín- um aldursflokki, en Eð- varð er aðeins 14 ára gamaM", sagði Guð- mundur Þ. Harðarson/ fyrrum landsliðsþjálf- ari íslands í sundi i sam- tali við Timann,en Guð- mundur er nú sundþjálf- ari í Randers í Dan- mörku. Guðmundur fylgdist með Norðurlandamóti unglinga í sundi, sem haldið var i Danmörku um helgina, en á þvi móti kepptu auk Eð- varðs, þau Guðrún Fema Ágústsdóttir og Árni Sigurðsson. Sviarnir voru svo ánægðir með frammistöðu Eðvarðs að honum stendur til boða að fara til Sviþjóðar og vera þar við æfingar. Þrátt fyrir það, þá var árangur islensku keppendanna ekki það góður að þau næðu verðlaunasætum, enda kannski ekki við þvi að búast, þar sem þau eru ekki nema 14 ára gömul, en mótið er fyrir 16 ára og yngri og þvi flest allir keppendurnir tveim- ur árum eldri. Eðvarð náði lengst af is- lensku keppendunum. Hann hafnaði i 4. sæti i 200 m bak- sundi/ synti á nýju Islands- meti, 2.14,60/en gamla metið átti Hugi Harðarson og var það 2.15,93, sett árið 1979. Eð- varð setti einnig Islandsmet i 100 m baksundi, synti á 1.02,4. Gamla metið átti Ingi Þór Jónsson og var það 1.03,0. 1 þessusama sundisetti Eðvarð einnig met i 50 m baksundi, synti á 29,6 og varð fimmti. Þá setti Eðvarð pilta og drengja- met i 200 m fjórsundi synti vegalengdina á 2.19,79. Þetta er mjög góður árangur hjá Eðvarð. Strákur setti met i öllum greinum, sem hann keppti og þvi ekki að ástæðu- lausu, sem hann er talinn svo góður sundmaður. Guðrún Fema Agústsdóttir setti fjögur met á þessu móti. Guðrún synti 100 m bringu- sund á nýju telpna- og stúlkna- meti, 1.17,16 og það er einnig Islandsmet. Gamla metið var 1.17,4 sem Guðrún átti sjálf og lenti Guðrún Fema i sjötta sæti i þessu sundi. Hún setti telpnamet i 200 m bringusundi, synti á 2.47,8 og i 200 m fjór- sundi synti hún á 2.39,0 og lenti i áttunda sæti. Arni Sigurðsson lenti i 7. sæti i 200 m bringusundi,synti á 2.39,6, i 200 m fjórsundi synti hann á 2.24,8 og lenti i 8. sæti og i 100 m bringusundi lenti Arni einnig i 8. sæti,fékk tim- ann 1.11,44. Arni var nokkuð frá sinu besta á þessu móti. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.