Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. desember 1981
5
fréttir
Vidskiptarádherra á Alþingi:
Olfustyrkurinn
verði haekkaður
■ Tómas Árnason,viðskiptaráð-
herra sagði i umræðum i efri
deild i gær, að hann væri hlynntur
þvi að hækka oliustyrk á seinasta
fjórðungi þessa árs og einnig að
greidd yrði uppbót á fyrri hluta
ársins.
Þetta kom fram i' umræðum um
verðjöfnunargjald á raforku, en
iðnaðarmálaráðherra mælti fyrir
frumvarpi um það efni.
Viðskiptaráðherra skipaði
nefnd fyrr á þessu ári til að
endurskoða mismun á niður-
greiðslum oliu og rafmagns, en
hannernúum 20%, en var nánast
jafn þegar lög um verðjöfnunar-
gjald voru samþykkt. Nú er rætt
um að minnka hann i um það bil 5-
10%.
1 nefndinni eiga sæti fulltrúar
allra þingflokka. Vill ráðherra
biða eftir áliti nefndarinnar áður
en teknar verða endanlegar
ákvarðanir um upphæð oliu-
styrksins á þessu ári.
OÓ
GÖSTA BERLINGS
SAGA
eftirSelmu Lagerlöf, kom fyrst
út 1891 og hlaut heimsfrægð
og var strax þýdd á fjölda
tungumála og er nú fyrir löngu
klassisk og gefin út í nýjum og
nýjum útgáfum víða um heim.
Selma Lagerlöf fékk Nóbels-
verðlaunin árið 1909, fyrst
kvenna. íslenska þýðingin er
gerð af Haraldi Sigurðssyni
fyrrum bókaverði og kom út
1940. Henni var frábærlega vel tekið, enda seldist hún
upp á skömmum tíma. Bókina prýða 16 litmyndir úr
sögunni eftir Anton Pieck.
Víkurútgáfan
■ Bllvelta varð á Miklatorgi laust eftir klukkan tvö aðfaranótt sunnudagsins.
Reykjavík/var aðdragandi veltunnar sá, að billinn ók utan I umferðar-
skilti og við það missti ökumaðurinn stjórn á honum. Maðurinn4sem
var einn i bilnum,var fluttur á slysadeild talsvert skorinn i andliti.
Billinn skemmdist talsvert eins og sjá má. TimamyndGE
Flugleiðavélin í Líbýu:
Mun meiri
skemmdir en
talið var
í fyrstu
Að sögn lögreglunnar
■ Við skoðun flugvirkja Flug-
leiða á F-27 Friendship vél félags-
ins sem hlekktist á i lendingu 1.
des. sl. i Libýu hefur komið i ljös
að skemmdir á vélinni eru mun
medri en upphaflega var talið.
Flugvélarskrokkurinn er mikið
skemmdur fyrir framan væng.
Flugvélin lenti við oliu-
hreinsunarstöð i eyðimörkinni,
u.þ.b. 15 kilómetra frá malar-
brautinni sem ferðinni var heitið
til,á svæði,sem liktist henni. I
lendingunni sleit flugvélin raf-
magnslinit,sem var i byggingu og
fór yfir röralagnipsem ekki höfðu
enn verið teknar i notkun.
Eldur í húsi Öryrkjabandalagsins
inni og mun hún hafa vaknað við
reykinn og gert slökkviliðinu við-
vart. Þegar slökkviliðið kom á
staðinn logaði eldur i skáp i
svefnherbergi og i rúmi konunn-
ar. Fljótlega gekk að slökkva eld-
inn en þó urðu skemmdir á
ibúðinni talsverðar. Konuna
sakaði ekki. —Sjó
■ Slökkviliðið i Reykjavik var
kvatt að húsi öryrkjabandalags-
ins að Hátúni 10 i Reykjavik laust
fyrir klukkan átta á sunnudags-
morguninn. En þá logaði eldur i
ibúð á þriðju hæð hússins og mik-
inn reyk lagði frá ibúðinni.
Að sögn slökkviliðsins i Reykja-
vik býr kona á niræðisaldri i ibúð-
Varð með
fæturna
undir
járnplötu
■ Ungur maður lenti með
fæturna undir járnplötu þar sem
hann var við vinnu sina i Blikki og
stál laust fyrir klukkan átta i gær-
morgun.
Að sögn rannsóknarlögreglu
rikisins voru meiðsli mannsins
ekki eins alvarleg og á horfði i
fyrstu og fékk hann að fara heim
eftir að gert hafði verið að sárum
hans á slysadeild.
—Sjó
Hveragerði
Umboðsmaður
óskast
óskar eftir umboðsmanni
fyrir blaðið í Hveragerði.
Uplýsingar í síma 99-4209
Sigurjón Sigtryggsson
Wimaimimmgar
Sigurpáls Steinþórssonar
Sjóferðaminningar
Sigurpáls
Steinþórssonar
Ævisagan hans Sigurpáls er saga al-
þýðumanns sem alinn var upp við
kröpp kjör. Heíur marga hildi háð og
margt reynt á langri ævi. Þar eru ljós
og skuggar. Oft var baráttan hörð en
Sigurpáll var ekki þeirrar gerðar að
gefast upp þótt móti blési.
Höfuðeinkenni þessarar bókar er samt
frábær lýsing á atvinnuháttum og að-
stöðu allri til sjósóknar og vinnu-
bragða i Ólafsfirði á fyrstu áratugum
þessarar aldar. Margt var þar með
svo sérstæðum hætti að dæmalaust má
teljast og að þessu leyti er þessi bók
sjór af fróðleik sem ekki hefur áður
verið á bækur skráður.
Fjölmargar myndir er hér að sjá af
fólki bátum og mannvirkjum. Vonandi
verða þeir ekki fyrir vonbrigðum sem
þjóðlegum fróðleik unna, þvi margt er
forvitnilegt að finna i bókinni hans
Palla.
Ægisútgáfan
Sólvallagötu 74 —
Símar 14219 & 28312
ÞJOÐSAGA
Gamansemi Vilhjálms gægist víða fram. Og
oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt
Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar.
Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju.
180 myndir eru í bókinni.
Verð kr. 320.00
ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510