Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 23
Þriöjudagur 8. desember 1981 UiiItíS'í 23 flokksstarfid Orðsending frá happdrætti Framsóknarflokksins Meðal vinninga i happdrættinu er Nordmende myndsegulbandstæki af nýjustu og fullkomn- ustu gerð. Apple tölva og listaverk eftir valinkunna myndlistamenn. Einnig rafmagns-hand- verkfæri og tölvuúr frá Þýsk-íslenska verslunarfélaginu. Alls 14 vinningar fyrir samtals kr. 84.000. Verð miða kr. 25 Pantaðir miðar sendir i giró. Tekið við miðapöntunum i sima 24480 Jólafundur félags framsöknarkvenna verður að Hótel Heklu fimmtud. 10. des. kl. 20.30. Inntaka nýrra félaga. Munið jólapakkan^, mætið vel. Stjórnin Akranes Aðalfundur FUF Akranesi verður haldinn miðvikudaginn 9. des. n.k. kl. 20.30 i framsóknarhúsinu, Sunnubraut 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Jólahappdrætti S.U.F. Vinningsnúmer jólahappdrættis S.U.F. 7. des. 4964 8. des. 2122 Skrifstofa SUF Rauðarárstig 18 verður opin á miðvikudögum og föstudögum frá kl.12.30-16.30 fréttir SUIMN- LENDINGAR Fjölbreytt úrval fiskjar: Ýsa — Ýsuflök — Lúða — Gellur — Kinnar — ofl. ofl. Tökum fisk í reyk Fiskbúð Glettings Gagnheiði 5, Selfossi Frásagnir af Austuriandi Halldórssoii Gösta Berlings saga eftir Selmu Lagerlöf, kom fyrst út 1891 og hlaut heimsfrægð og var strax þýdd á fjölda tungumála og er nú fyrir löngu klassisk og gefin út í nýjum og nýjum útgáfum víða um heim. Selma Lagerlöf fékk Nóbelsverðlaunin árið 1909, fyrst kvenna. íslenska þýðingin er gerð af Haraldi Sigurðssyni fyrrum bókaverði og kom út 1940. Henni var frábærlega vel tekið, enda seldist hún upp á skömmum tíma. Bókina prýða 16 litmyndir úr sög- unni eftir Anton Pieck. Hrannarek eftir Bergsvein Skúlason, hefur að geyma ýmsa þætti frá Breiðafirði og er þar að finna margvís- legan þjóðlegan fróðleik. Geymdar stundir, frásagnir af Austurlandi. Ármann Halldórsson hefur valið efnið og búið til prentunar. Þetta eru þættir frá liðinni tíð eftirýmsa höfunda og er þeim það eitt sameiginlegt að gerast á Austurlandi. Fróðleg og skemmtileg bók. Víkurútgáfan Bílskúr eyðilagð- ist i eldi ■ Slökkviliðið i Hafnarfirði var kvatt að húsinu við Faxatún 25 i Garðabæ laust eftir klukkan fjögur á sunnudagsmorguninn. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var mikill eldur i bilskúrn- um og var eldurinn þá farinn að sviða sperrur, sem tengja saman bilskúrinn og ibúðarhúsið. Slökkvi- starfiö gekk vel og fljótlega tókst að slökkva eldinn, en bil- skúrinn er að mestu talinn ónýtur/ þótt hann sé enn uppi- standandi. I baráttunni við eldinn brenndist einn slökkviliðsmaður tals- vert á fæti og húsráð- andi skarst á hendi. Eldsupptök eru ókunn. —Sjó. Margar rúður brotnar í Vest- mannaeyjum ■ Margar rúður voru brotnar eftir dansleik, sem haldinn var i Vestmannaeyjum á laugardagskvöldið. Að sögn lögregl- unnar i Vestmanna- eyjum voru stórar rúður brotnar i versl- uninni Búrið, i Vél- smiðjunni Völundi og i Eystri Slipp auk þess sem smáar rúður voru brotnar viðar i bæn- um. Ekki hefur náðst i sökudólga, en grunur leikur á að ölvaðir unglingar hafi verið að verki. —Sjó. Á AKREINA- SKIPTUM VEGUM e=st □ □P □ □ □ Ui ** D á jafnan að aka á hægri akrein ||U^FERÐAR eftir helgina Bútasala á háskólastigi ■ Veðrið lék við hvern sinn fingur þessa helgi, á Suðurlág- lendinu og á Stór — Reykjavikursvæðinu, eins og Sigurður Jónasson tók upp á að nefna byggðina hér, eða frá strönd Kollafjarðar, að Straumsvik, þar sem menn eru þó sammála um að vera ósammála, sem verður að teljast allgóð hækkun i upp- hafi. Annars hafði Sigurður vist nafniö af dönskum mjólkur- flöskum, sem voru brúnar og með málmloki, og á þvi stóð Stor-Köbenhavn, auk annars. Þannig voru það i raun og veru danskir mjólkurfram- leiðendur, er gáfu okkur þetta örnefni, og fer ef til vill vel á þvi. Danir voru tregir til að veita Islendingum pólitisk réttindi og enn nýtur þessi landshluti ekki fullra póli- tiskra réttinda.hjá skrefataln- ingaaðlinum i strjábýlinu, sem greiðir a.m.k. fimm sinnum atkvæði i hverjum þingkosningumjef miðað er við hjáleiguna á suðvest- urhorninu sem fékk nafn sitt af danskri mjólkurflösku. Myndbandanefnd skUar áliti Ef frá eru talin voðaverk, var videomálið mest á dag- skrá hjá fólkinu að minnsta kosti i video-hverfunum, sem blasa við, þegar komið er til borgarinnar. Breiðholtið gnæfiryfiraðra byggð, og þar býr fólk, sem lætur ekki skammta sér alla hluti. Við leiðinlegu sjónvarpi hefur það brugðist á sérstakan hátt, með eigin sjónvarpskerfi, sem er lokað, og ný hyggjast stjórn- völd taka i lurginn á þvi. Svo- kölluð myndbandanefnd skil- aði áliti rétt fyrir helgi. Telur nefndin það „óviðunandi ástand”,að fleiri en svokallað rikisUtvarp, geti sent sjón- varpsefni inn á heimilin i landinu. Einkaréttur skreiðarsjónvarpsins er nefni- lega i hættu, og þá um leið kabúlsjónvarp fréttastof- unnar, sem sér um nauðsyn- lega innrætingu i öllum mál- um, er varða hagsmuni á friðarhöfum heimsins, eða á hinum friðlausum beltum jarðarinnar. Dr. Gaukur Jörundsson professor i'lögum er formaður þessarar nefndar. t Þj iðviljanum, segir á þessa leið um niðurstöðu próf- essorsins og nefndarinnar: „Nefndin telur að skapast hafi vegna fyrrgreindra lög- brota ástand sem sé óviðun- andi — jafnvel þótt búast megi við þvi að ákvæði um eignarétt rikisútvarps veröi rýmkuð á næstunni. Við þetta bætist svo stórfelld brot á höfundarétti, bæði við upptöku efnis og ráð- stöfun myndbanda og þá alveg sérstaklega með útsendingu efnis af myndböndum um sjónvarpskerfi. Talin er brýn ástæöa til að aðstoöa höfunda við aö ná rétti sinum. Nefndin hvetur til endurskoðunar laga Jónas Guðmundsson skrifar á þessu sviði með tilliti til breyttrar tækni.” Rútasala á háskóla- stigi Svona fljótt á litið, verður ekki annað séð, en að Mynd- bandanefnd hafi skilað góðu verki, en einkennilegt verður það þó aö teljast af mennta- málaráöherra, að gjöra starfsmann viö þá stofnun i landinu.er gengur lengst allra i að hnupla ritverkum og fjol- falda þau, aö förmanni i slikri nefnd. Háskólabókasafnið stundar nefnilega storiðju og hefur gjört um langa hrið, i að ljósrita ólöglega bækur eftir skáld og fræðimenn og borgar engin höfundarlaun. Þar er nú ekki verið að „aðstoða höf- unda við aö ná rétti sinum” heldur er ryksugan á fullu, og nú ersvo komið, að safnið eyð- ir meiri peningum i ólöglegar útgáfur, eða ljósritun, en til bókakaupa, að þvi' fróðir menn hafa tjáð mér. Það eitt er út af fyrir sig slæmt, að rikið skuli rannsaka aðra fyrir svipaða iðju og það stundar sjálft, og eru höfð i huga lika skólabókasöfnin öll, og Landsbókasaf nið með talið. Oll þessi söfn, framleiða búta úr hugverkum, taka búta úr bókum, handa fólki, sem er að læra.eða fara i próf. Það er að segja i þeim deildum, þar sem enn er prófað, ekki bara gefið.einsog gjörter iHaskól- anum upp á dönsku, og við höfum lesið um í blöðum. Þessi „þjónusta” er veitt fyrir litið eða ekkert af rikinu. Hitterkannski engu betraað svona bútalestur hefur orðið til þess, að allir þeir sem nám hafa stundað, eftir að byrjað var að stela úr bókum með ljósritunarvélum, hafa orðið að einskonar bútum sjálfir. Hafa aldrei lesið heila bók, aðeins stolna búta. Já, og vita þar af leiðandi i raun og veru ekki hvað heil bók er. Ég tel, með þetta i huga, að Myndbandanefnd sú er nú hef- ur lokið áfanga i störfum, hafi ekki verið fær um að fjalla um þetta mál, og það tóma hræsni, að taka myndbönd fyrir sérstaklega, en ekki al- mennt rithnupl, og þá sekustu stofnanirá vegum rikisins um leið, og athuga starfshætti þeirra. Annað er hræsni! Ég get vel skilið að innrætingar- menn óttist heimasjónarp, þvi það dregur úr áhrifum þeirra er ráða rikisfjölmiðlunum. Éf tel svo rétt að lokum, að geta þess að við erum ekki videovædd fjölskylda. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.