Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 8. desember 1981 9 Siíiil!! Rudolf Weissauer viö myndir sinar. Myndirnar I efri rööinni eru eftir Kristján, en i þeirri neöri eru myndir Weissauers. Weissauer og Krist- ján Gudmundsson Vinnustofa Guðmundar Árnasonar Bergstaðastræti 15 Myndlistarsyning. Rudolf Weissauer og Kristján Guðmundsson Grafik, vatnslitir og oliumálverk. Vinnustofa Guðmundar Árnasonar Guðmundur Arnason, lista- verkasali og innrömmunar- maður, hefur um langt skeið haldið eða gengist fyrir sýningum á vinnustofu sinni að Bergstaða- stræti 15, sem er f gömlu rauðu húsi á horni Bergstaðastrætis og Spitalasti'gs. Þótt enn sé rammað þar inn, má með nokkrum rétti segja, að staðurinn hafi smám saman breyst meira í sýningar- pláss, þvi ein sýningin tdiur við af annarri, og sá skemmtilegi siðurerviðhafður, aðmenntaka þær myndir með sér heim, er þeir festa kaup á,en sækja þær ekki eftir ddk og disk i sýningarlok, eins og annars er venjan hér i borg. Sá háttur er viðhafður viða ytra. Ný mynd er svo hengd upp i staðinn, þar er að segja ef hún er til, eftir þann er sýnir, nú eða þá bara eftir einhvern annan, ef ekki vill betur. Sýningar standa lika lengur yfir á þessum stað en öðrum og er þar einnig unnt að rekja áhrif ná- grannalandanna, eða til mál- verkabúða, eða sölugalleria, eins og það heitir á nútiðarmáli. Þetta siðara atriði, og reyndar það fyrrnefnda lika, er á vissan hátt til bóta. Sýningar standa yfirleitt yfir of skamman tima hér á landi. Stundum aðeins eina helgi, lengst i' rúmlega tvær vik- ur, ef frá eru taldar ýmsar drungalegar myndasýningar, sem haldnar eru af skyldurækni við eitt eða annað, i opinberum söfnum. Meö þessu móti hefur vinnu- stofa Guðmundar Árnasonar fengið sérstakan blæ, eða sér- aða athygli, þvi við liggur að Kjarvalsstaðir hafi verið i hálf- gerðu umsátursástandi, siðan sýningin opnaði. Menn hafa nefnilega áhuga á svona myndlist á Islandi. Þeir tviburabræður Orn og HaukurClausen eru vaskir main, og þvi hefði maður ef til vill búist við meiri átökum i myndlist Hauks, áflogum við formin og lit- ina. Svo er þó ekki. Þetta eru myndir sem málaðar eru i ein- rúmi til að tjá finlegustu blæ- brigði þessa lands, og þegar hon- um tekst best upp, verður það ljóst, að margir myndlistarmenn mega þakka fyrir að hann ætlar ekki að hætta tannlækningum . Jónas Guðmundsson stakan stil og þar sýna nú tveir myndlistarmenn, Rudolf Weiss- auer frá Munchen og Kristján Guðmundsson frá Hjalteyri. Kristján er Reykvikingur,en bjó um langa hrið i Hollandi, þar sem hann fékkst við myndlistarstörf. Eftir að hann kom aftur til tslands, hefur hann búið á Hjalt- eyri, þar sem hann keypti hús og hefur innréttað sem vinnustofuog ibúð fyrir sig og fjölskylduna. Weissauer Þýski grafi'kerinn og málarinn Rudolf Weissauer er nú orðinn svo fastur gestur á íslandi, að hann er li'klega orðinn meira islenskur listamaður en þýskur. Hann er hér á landi a.m.k. tvisvar, þrisvar á ári og stoppar þá nokkrar vikur i senn. 1 annan tima dvelst hann i' heimaborg sinni, þar sem hann hefur grafiskt verkstæöi og vinnustofu, en einnig vinnur hann mikið i' S- Frakklandi og á Spáni, og þá fjarri hinum þekktari ferða- mannaslóðum. Hér á landi ferðast hann alltaf eina ferð, eða tvær, umhverfis landið með strandferðaskipi. Er mér sagt að þeir strancÉerða- menn liti orðið á hann, sem einn af skipverjum, og hann fær að teikna í brúnni, bæði þegar skipið velkist i þungum sjó undir sæbörðum klettum og háum fjöll- um og eins i' kyrrðinni á fjörðun- um djúpu. Islensk náttúra hefur með tim- anum orðið meiri að umfangi i myndheimi hans, það sér maður við samanburö viö eldri myndir, og er þess þá að gæta, að hann kom hingað til lands fyrst, þegar Gullfoss kom hingað til lands, eftirstyrjöldina.Tilviijun réði þá komu hans hingað, og önnur til- viljun þvi,að hann hefur siðan verið i föstum ferðum hingað, en hún er sú, að landið er honum ei- lift myndefni, manni úrakurlönd- um Bæjaralands, þar sem fyrstu hæðir Alpanna birtast i morgun- sólinni. Myndir hans hafa fengið annað veðurlag, þær eru saltar eins og stormurinn og regnið á Islandi. Weissauer sýnir að þessu sinni grafik og vatnsliti. Grafikin verð- ur oftast þannig til að hann teikn- ar pastelmynd, um borð i skipinu sem hann yfirfærir siöan i grafisk verk á vinnustofu sinni i Mun- chen. A svipuðum grunni eru vatns- litamyndirnar unnar lika. Þær eiga upptök sin i blöndun á staðn- um, en hljðta siðan endanlega sköpun á öðrum stöðum, i Suður- Frakklandi, Spáni, eða á Italiu, en á þeim stöðum málar hann helst, þótt einnig gripi hann til pensla og lita hér á landi, ef svo stendur á. Þetta er áhugaverð myndlist, enda er Weissauer þiekktur myndlistarmaður erlendis Graffskar myndir frá honum eru nú dreifðaraustan hafsog vestan, þvi hann gjörir myndir ytra fyrir listaverkasala og félög, er annast um söfnun, sölu og dreifingu á grafiskum verkum, eftir þvi kerfi, er notað er á meginlandi Evrópu. Þessar Islandsmyndir hafa vakið mikla athygli, bæði á málaranum og hinum óvenjulegu vinnuaðferðum hans, og svo á landinu sjálfu, íslandi. Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson hefur stundað myndlistarstörf allt frá æskudögum og var hér áður tal- inn í hópi efnilegustu málara. Hann tók sér þá nokkurra ára hvild frá málverkitil að reyna að hrófla ofurlitið viö myndheimi okkar og Hollendinga. Nylist nefna menn það nú. Hann var i Galleri SÚM, samtökunum, sem nú eru (held ég) liðin undir lok. Eftir að hafa stundað uppákomur og tilraunir i nokkuö mörg ár, og eftir aö hafa komist til nokkurs frama i' nýlist á erlendri grund, sneri hann heim, og reyndar öllu lengra, og býr nú norðan við Reykjavik á þeim mikla sildar- leysisstað, Hjalteyri, sem eins og Amsterdam varð til á sildar beinum i upphafi. Það er dáli'tið örðugt að lýsa myndum Kristjáns Guðmunds- sonar. Þær tala best fyrir sig sjálfar, og þótt myndir geri það nú oftast betur en menn.sem rita um þær i blöð, þá er þetta nU dá- litið misjafnt. Það er til dæmis ómögulegt að segja með vissu, hvort telja beri Kristján abstraktmálara, eða ekki. Myndir hans eru mjög ljóð- rænar, eða hafa skáldskaparlegt gildi. Blæbrigði litanna eru finleg og fáguð, en svo kemur rautt högg, eða blátt. Þú kannast með einhverjum hætti við flesta þessa staði,en kemur þeim þó ekki fyrir þig, svo fullvist sé. Það er lika oft örðugt að meta áhrif umhverfis, eða starfsferils, þegar um listir er að ræða. Ef staður og stund skipta máli, er Kristján á réttum stað núna, eða áHjalteyri, þráttfyrir mikla oliu- reikninga og gegnumtrekk. Myndir hans bera nefnilega með sér hina djúpu kyrrð fjarðanna og dalanna fyrir norðan. Alla þá sveitasælu, sem þar er að finna, eða þann hluta hennar, er aldrei er færður á skyrslur Búnaðar- félagsins. Lika snjó og frostkalda daga. Það eru margar sýningar i borginni núna, en þessa hvet ég menn eindregið til að sjá. Hún stendur a.m.k. til jóla. vísnaþáttur ff Ef mér leiðist 4 f f Ég vil byrja á þvi að þakka þeim fjölmörgu sem sent hafa þættinum bréf, með visum, botnum og athugasemdum og mun reyna að birta úr þeim eftir þvi sem rúm og timi leyf- ir. í tilefni af visu um sr. Magnús i Vallanesi sendir Jónatan Danielsson, Hátúni 10, Rvik svohljóðandi innlegg: „Visan um sr. Magnús hefur verið eignuð Jóhannesi frá Skjögrastöðum, og einnig þessi, ort um mikinn aðdá- anda sr. Magnúsar: Þegar deyr sá drottins þjón, um dagana fáum þekkur, Sálina efiaust eltir Jón ofan i miðjar brekkur.” Og Jónatan bætir við: „Eftirfarandi stef mun ort eftirað „Brél til Láru” kom út (1924),höfundur mér ókunnur: Heilaspuni hysteriskrar sáiar, hugarlanda fúamýra- skafningur úmbúðirnar oddryðgaðar nálar, innihaidið kattarláfu- jafningur.” Minnir þetta á aö ekki gekk allt jafnljúflega oían i þjóðina, sem þeir matreiddu á þessum árum, Þórbergur og Kiljan sbr. visuna, sem komst á kreik eftir útkomu kvæöa Laxness: Þitt hef ég lesið, Kiljan kver. úm kvæðin litt ég hirði. En eyðunar ég þakka þér Þær eru mikils virði. Að svo mæltu er best aö snúa sér að botnunum. Fyrsti fyrriparturinn varö reyndar ekki til að freista margra: Það er af sem áður var er ei þeir skeyttu um þjóðarhag Þ.K. Kópavogi: Þeir eru i stjórn og alls staðar ábyrgustu menn i dag. Jónas Jóhannsson, Valþúfu: Er nú þjóðin orðin skar, enginn botnar góðan brag. „Gamall bolsjevikki”: Gömlu kommaklikurnar kallast alþýðubandalag. Og ennfremur: Þeir eru bara bandingjar borgaraaflanna i dag. Næsti fyrripartur féll i frjórri jaröveg, þótt ekki i'æru allra skoðanir saman: Gunnar Thor með tæknisnilli og töfrum hefur málum breytt „Björn Breiðhyltingur”: Þessi stjórn á þjóðarhylli þvi hún gerir ekki neitt. Aðrir eru á ööru máli: Nýtur þings- og þjóðarhylli - Það er betra cn ekki neitt. „Gömul kona á Sauðárkróki” Þannig hlaut hann þjóðar- hylli, þegar aðrir gátu ci ncitt: Ingimar Sveinsson, D júpavogi Kógburðurinn manna á milli mörgu góðu hefur eytt: G.T. Þótt um landsfund eitrið áfram varð hans forsögn ylli beitt. Flokksþing sviplaust féll loks kylli- flatt um — reyndar ekki neitt. En brotaflokkar bjóða gylli- boð um svosem ekki neitt. T.L. Þótt Geir með sinni gremju spilii gangi þeirra yfirleitt. B.S. Hólmavik Kommum mældi magafylli, Moggaliðinu ekki neitt. Jónina Jónadóttir frá Gemlufalli. Og enn skiptir i tvö horn um afstöðu manna: Friðargöngur fara um álfur Friðarþing i Valhöll háð. Sigurður Gislason botnar: Fyrir þvi ræður fjandinn sjálfur. Fólkið þiggur öll hans ráð. Ætli Geir og Gunnar sjálfur geti að lokum saman náð? Hugi P. Hraunfjörð i glundroðanum Gunnar sjálfur gleðst yfir sinni villibráð. Jónina frá Gemlufalli. Óstöðvandi orðagjálfur yfirbugar mannkyn hrjáð. V.G. Þar er enginn heill eða hálfur. llefur KGB öll ráð. „Gamall bolsjevikki’’ Af friðarlöngum Fjandinn sjálfur fullur syngur „ó, sú náð”. Ásgrimur Gislason Ólafur Kagnar ætlar sjálfur ekki að springa af monti Ibráð. „Friðarsinni” Geir var eins og kargur kálfur, köpuryrðum viða stráð. G.T. Ferðast cins og friðlaus kálfui forðast sátt og hagnýt ráð. Ari Björnsson, Kviskerjum Ástarblossinn varð ekki mjög eldíimur: Ástarblossi upp þá gaus Aldrei kossum liunti. V.G. bætir við: Dýrðarhnoss sá drengur kaus, sem dillibossann ginnti. Og áfram fossa ástin kaus, á atgang hrossa minnti. Einar Kristmundsson Og við fyrriparti siðasta þáttar hefur einn botn borist: Friðarandinn fór úr böndum, flaut á land i Sviariki. Ærinn vandi er á höndum að eyða fjanda i dúfuliki „Friðarsinni”. 1 siðasta þætti var rangt fariðmeð visu og hafði að visu verið leiðrétt i handriti, en eitthvað skolast til i prent- smiðju i verkfallinu. Rétt er hún svona: Ekkert dvelur ofan i mér. Upp ég scl um daga. Sendu pela af séniver. Sem fer vel i ntaga. EinarKristmundsson sendir þennan fyrripart: Ef mér lciðist legg ég á Ijúfan reiðargamminn. Og G.T. þennan: Er nú loðnan loksins veidd Lifrikið þá smækkar. Ólafur Hannibalsson, bóndi, Selárdal skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.