Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 6
1 * «’
Þriöjudagur 8. desember 1981
HÉRERBÓKIN
ۇrtland
Hiarta
V
1 ti
er tromp
HJARTA ER TROMP
eftir Barböru Cartland
Hin kornunga og fagra Cerissa er
óskilgetin dóttlr fransks hertoga
og enskrar hefóarmeyjar. Faðir
hennar var teklnn af lífi í frönsku
stjórnarbyltlngunni og Cerissa ótt-
ast um líf sitt. Hún ákveður því að
flýja til Englands. f Calals hlttlr
hún dularfullan Englending, sem
lofar að hjálpa henni, en þegar til
Englands kemur, gerast marglr og
óvæntir atburðir. — Bækur Bar-
böru Cartland eru spennandi og
hér hlttlr hún belnt í hjartastað.
DRAUMAMAÐURINN HENNAR
eftir Theresu Charles
Lindu droymdi alltaf sama draum-
inn, nótt eftir nótt, mánuð eftir
mánuð. Oraumurlnn var orölnn
henni sem veruleiki og einnig mað-
urinn í draumnum, sem hún var
orðin bundin sterkum, ósýnilegum
böndum. En svo kom Mark inn í líf
hennar; honum glftist hún og með
honum elgnaölst hún yndlslegan
dreng. Þegar stríöið brauzt út, flutti
hún út í sveit meö drenglnn og fyrlr
tllviljun hafna þau í þorpinu, sem
hún þekktl svo vel úr draumnum.
Og þar hltti hún draumamanninn
sinn, holdi klæddan...
•QuC&ÍA
Drauma
madurinn
hennar
-ÖméÍí*
Hulin
fortíd
VALD VILJANS
eftir Sigge Stark
Sif, dóttlr Brunke óðalseiganda,
var hrifandi fögur, en drambsöm,
þrjósk og duttlungafull. Hún gaf
karlmönnunum óspart undir fót-
inn, en veittist erfltt að velja hinn
eina rétta.
Edward var ævintýramaöur, glæsi-
menni með dularfulla fortíö, elnn
hinna nýríku, sem kunningjar
Brunke forstjóra litu nlður á. Hann
var óvenju viljasterkur og trúðl á
vaid vlljans. En Sif og Edward
fundu bæöi óþyrmilega fyrlr því,
þegar örlögin tóku í taumana.
SIGGE STARK
VALD
VILJANS
HULIN FORTÍÐ
eftir Theresu Charles
Ung stúlka mlssir minnið í loftárás
á London, kynnlst ungum flug-
mannl og glftlst honum. Fortíðin
er hennl sem iokuð bók, en haltr-
andi fótatak i stlganum fyllir hana
óhugnanlegri skelfingu. Hún mlss-
ir mann sinn eftlr stutta sambúö
og lltlu síöar veltir henni eftirför
stórvaxinn maður, sem haltrandl
styðst vlð hækjur. Hann ávarpar
hana nafni, sem hún þekkir ekki,
og hún stirönar upp af skelfingu,
er í Ijós kemur, að þessum mannl
er hún glft. — Og framhaldiö er
æsilega spennandil
SIGNE BJÖRNBERG
Hættulegur
leikur
HÆTTULEGUR LEIKUR
eftir Signe Björnberg
f Bergvík fannst stúlkunum eitt-
hvað sérstakt viö tunglskin ágúst-
nóttanna. Þá var hver skógarstígur
umsetinn af ástföngnu ungu fólki
og hver bátskæna var notuð til að
flytja rómantíska elskendur yfir
merlaöan, spegllslóttan vatnsflöt-
Inn. Tunglskinlð og töfraáhrif þess
hafði sömu áhrlf á þær allar þrjár
Elsu, dóttur dómarans, fröken
Mörtu og lltlu .herragarðsstúlk-
una*. Allar þráðu þær Bertelsen
verkstjóra, — en hver með sínum
sórstaka hætti.
ÉG ELSKA ÞIG
eftir Else-Marie Nohr
Eva Ekman var ung og falleg, en
uppruni hennar var vægast sagt
dularfullur. Ekkl var vltað um for-
eldra hennar, fæðlngarstað eða
fæölngardag. Óljósar minningar
um mann, Ijóshæröan, bláeygan,
háan og spengilegan, blunda í und-
Irvltund hennar. Þennan mann tel-
ur hún hugsanlega vera föður slnn.
Álíka óljósar eru minnlngarnar um
móðurlna.
Þegar Eva fær helmsókn af ung-
um, geðþekkum mannl, sem býðst
til aö aöstoða hana við leltina aö
móöur hennar, fer hún með honum
tll Austurríkis. Hún veit hins vegar
ekki, aö með þessari ferö stofnar
hún llfi sínu í bráöa hættu.
ELSE-MABIE NOHR
ÉGELSKAÞIG
SKUGGSJÁ
BÓKABÚÐ OLIVERS STEIHS SF
þingfréttir
■ Benedikt
Gröndal
■ Jóhann
Einvarðsson
■ Albert
Guðmundsson
■ Geir
Hallgrimsson
Framkvæmdaáætlun um
flugstödvarbyggingu
— nefnd skipuð í málið
■ Benedikt Gröndal mælti fyrir
frumvarpi um ftugstöft á Kefla-
víkurflugvelli»-sem hann lagöi
fram ásamt GeirHallgrimssyni. I
framsöguræðu sinni sagöi
flutningsmaður, aö brýnt væri að
reisa nýja flugstöð og taldi eðli-
legt að varnarliðið tæki þátt i
kostnaði við bygginguna og að
Bandarikjamenn greiði 20 millj.
dollara til framkvæmdarinnar
eins og samþykkt hefur verið.
Vildi hann fá úr þvi skoriö hvort
Alþingi samþykkti að reisa flug-
stöö með þeim skilmálum,sem i
boði eru, þ.e. að Bandarikjamenn
greiöi sinn hluta af kostnaöi.
Taldi hann vera mikinn þing-
meirihluta fyrir þeirri hugmynd/
en aö Alþýðubandalagiðstæði eitt
á móti og notaði aðstööu sina i
rikisstjórn til að tefja máliö.
Jóhann Einvarösson sagði, að
skoðun sin á málinu væri ljós, að
hann væriþvimeðmæltur að reist
yrði ný flugstöð og að hún yrði aö-
skilin frá varnarliðinu. Hann
sagði utanrikisráðherra hafa
skipaö nefnd til að vinna að mál-
inu. 1 henni eru Jóhann Einvarös-
son, sem er formaður, Edgar
Guömundsson verkfræðingur og
Ólafur Ragnar Grimsson.
Jóhann sagði, að öllum væru
kunn þau ákvæði stjórnarsátt-
málans sem aö þessu máli lúta og
þyrfti að finna pólitiska lausn,
sem allir gætu við unað. Nefndin
hefur þegar hafið störf og hefur
m.a. rætt við húsameistara rikis-
ins og fleiri aðila varöandi fram-
kvæmdina. Sagðist hann telja, að
unnið væri aö málinu af fullum
kraftiaf hálfu rikisstjdmarinnar,
og að þörfin fyrir nýja flug-
stöðvarbyggingu væri ótviræð.
Albert Guömundsson sagöist
vera samþykkur efni frumvarps-
ins, og að enginn málefna-
samningur gæti ráðið vilja Al-
þingis. Hann kvaö sjálfsagt að
Bandari'kjamenn greiddu 20
millj. dollarana til fram-
kvæmdarinnar og væri þar um
kaup að ræöa en ekki gjöf, þvi
þeirmunu fá afnot af gömlu flug-
stöðvarbyggingunni.
Geir Hallgrimsson taldi eðlilegt
að gengiö yrði að skilmálunum og
að framkvæmdir hæfust sem
fyrst. Hann vakti athygli á að
þingmenn Alþýðubandalagsins
voru ekki viöstaddir er málið var
rætt á Alþingi.
Ólafur Jóhannesson utanrlkis-
ráöherrasagði, að bygging nýrr-
ar flugstöðvar væri mikilvægt
þjóöþrifamál og þarflegt aö Al-
þingi tæki það til athugunar.
Sagði hann þetta mál hafa verið
afflutt og gott væri að hiö sanna
kæmi iljós. En hann sagöi að rétt
væri að athuga nánar hvort setn-
ing laga um þetta efni væri tima-
bær. Ollum væri ljóst, að Alþingi
gæti sett lög um þetta atriði ef
þingstyrkur væri fyrir hendi, en
stjórnarsinnar þyrftu aö hyggja
að stjórnarsáttmálanum sem i
gildi væri.
Ólafur sagöi þetta ekki einfalt
mál. Mönnum væri f ramkvæmdin
kostnaðarsöm og þótt Banda-
rikjamenn leggi fram verulegan
hluta kostnaðarins þyrftu Is-
lendingar lika að leggja fram
verulegar fjárupphæðir. A það
væri að lita, að margt er ógert i
flugvallarmálum viöa um land.
Hins vegar væri flugstöðvarbygg-
ing á Keflavikurflugvelli mál
þjóðarinnar allrar.
Utanrilcisráðherra kvað algjör-
lega hafa verið fallist á sin
sjónarmið i t»essu máli i rikis-
stjórninni, og er nú heimild til
lántöku fengin til að hefja undir-
búning verksins og nefnd er tekin
til starfa sem sjá á um framgang
þess. Ekki veröur ráðist i fram-
kvæmdir nema með samþykki
allra ráðherranna á meöan þessi
stjórn situr.
Heföu nú sumir hverjir skipt
um skoðun i þessu máli siðan i
fyrra, en ekkert verður ákveðiö
um framkvæmdir fyrr en tillögur
koma frá nefndinni, sem um mál-
ið fjallar.
Matthias A. Matthisen sagði að
lita verði svo á að Alþýðubanda-
lagið hafi samþykkt byggingu
flugstöðvarinnar með þvi að sam-
þykkja heimild til lántöku til
framkvæmdanna.
Málinu var visað til 2. umræðu
og fjárhags- og viðskiptanefndar.
Samkomulagið um Jan
Mayen svæðið lagt fyrir
Alþingi.
Lögð hefur verið fram þings-
ályktunartillaga umheimild fyrir
rikisstjórnina að staöfesta sam-
komulag milli íslands og Noregs
um landgrunnið á svæðinu milli
Islands og Jan Mayen.
22. okt. s.l. undirrituðu utan-
rikisráðherrar landanna sam-
komulag um landgrunniö milli Is-
lands og Jan Mayen. Verði það
staðfest myndar það ásamt
ákvæðum samningsins frá 1980
um fiskveiði- og landsgrunnsmál,
heildarlausn á deilu við Norð-
menn um lögsögu á Jan Mayen-
svæðinu,sem staðiöhefur undan-
farin ár.
Skattur verði ekki lagð-
ur á félagsheimili
Alexander Stefánsson hefur
mælt fyrir frumvarpi um breyt-
ingu álögum um tekju- og eignar-
skatt á þann veg að félagsheimili
veröi undanþegin slikri skatt-
heimtu á þann veg að félags-
heimili verði undanþegin slikri
skattheimtu, en tilefniö er aö
rikisskattanefnd hefur úrskurðað
aö Festi i Grindavik og félags-
heimilið Tjarnarborg, Ólafsfiröi
skuli greiða tekjuskatt, eignar-
skatt og aðstööugjald. Félags-
heimili hafa til þessa verið skatt-
frjáls en skattstjórar virðast ekki
á einu máli um hvort leggja beri
þessa skatta á félagsheimilin eöa
ekki og nú hefur rikisskattstjóri
úrskurðað að nefnd félagsheimili
eigi að greiða skatta.
Er frumvarpiö lagt fram til að
taka af allan vafa um þetta atriði.
Auk Alexanders flytja þeir ólafur
Þ. Þóröarson og Ingólfur Guðna-
son frumvarpiö.
I greinargerð með þvi segir
m.a.:
Komið hefur i ljós, aö skatta-
yfirvöld hafa ákveðiö að leggja
tekjuskatt og eignarskatt á
félagsheimili sem byggð hafa
veriðviðs vegar um land skv. lög-
um um félagsheimili, nr. 54/1979,
og eru i' eigu sveitarfélaga og
félagasamtaka á viðkomandi
stöðum, en i lögum þessum segir
svo i 1. gr..:
„Meö félagsheimilum er i lög-
um þessum átt viö samkomuhús,
sem ungmennafélög, verkalýðs-
félög, i^þróttafélög, lestrarfélög,
bindindisfélög, skátafélög, kven-
félög, búnaðarfélög og hvers kon-
ar önnur menningarfélög*er
standa almenningi opin án tillits
til stjórnmálaskoðana , eiga og
nota til fundarhalda eöa annarrar
félagsstarfsemi,enn fremur sam-
komuhús sveitarfélaga. Sama
gildir um sjómannastofur, sem
sömu aðilar eiga og reka, sjálf-
stætt eða i tengslum viö aðra
starfsemi”.
Eins og öUum má ljóst vera er
það sammerkt meö öllum félags-
heimilum að þau hafa verið og
eru fjölbreytilegar menningar-
miðstöðvar og leysa úr brýnni
þörf fyrir félagslega aðstööu i
viðkomandi sveitarfélagi.
Að þeim flestum standa áhuga-
mannafélög sem leggja fram til
þeirra allt sitt fjármagn.
■ Ólafur
Jóhannesson
■ Alexander
St efánsson
■ Matthías A.
Matthisen
■ Ingvar
Gfslason
Með tilkomu félagsheimila viðs
vegar um landið hefur skapast
aðstaða til hvers konar
menningarlifs, sem telja verður
eina af forsendum nútimali'fs-
hátta.
Lögin um félagsheimUi hafa
gert mögulegt að koma slfkum
byggingum upp og nýta um leið
sjálfboðastarf ungra og gamalla i
flestum byggöarlögum, ekki að-
eins á byggingartima þeirra,
heldur einnig við rekstur þeirra.
Flestir hafa litið svo á, að
ákvæði skattalaga gæfu ekki til-
efni til álagningar tekju- og
eignarskatts á félagsheimili sem
byggð hafa verið skv. lögum um
félagsheimUi.
í framsöguræðu sinni lagði
Alexander rika áherslu á að ekki
bæri að leggja skatta á félags-
heimili samkvæmt félags-
heimilalögum. Yröi þetta gert að
reglu mundi verða að hætta
rekstri margra félagsheimila,
þar sem þau berðust i bökkum
fjárhagslega. Þau eru ómissandi
þáttur i félags- og menningarlifi
margra byggðarlaga og bæri
rikisvaldinu fremur að efla starf-
semi þeirra en að verða henni
fjötur um fót með skattheimtu.
173 félagsheimili eru nú starf-
rækt i landinu og 12 eru i bygg-
ingu eða verið að undirbúa bygg-
ingarframkvæmdir.
Frummælandi bað fjármála-
ráðherra að hlutast til um að
skattheimtumenn rikissjóös inn-
heimtu ekki álögð gjöld fyrr en
málið væri til lykta leitt á Alþingi.
Ragnar Arnalds fjármála-
ráöherra sagöi að hann geröiyfir-
leitt enga tilraun til innheimtu á
skatti og teldi það ekki i verka-
hring fjármálaráðuneytisins að
hlutast til um hvort lögskipaðir
aðilar innheimti umdeilda skatta
eða ekki, jafnvel þótt tillaga um
afnám þeirra skatta væri komin
fram á Alþingi.Hins vegar kvaðst
hann samþykkur þvi að mál þetta
verði athugað vel i nefnd og væri
nauðsynlegt að fá úr þvi skorið
hvort þessi skattheimta væri lög-
mæt eða ekki.
Ingvar Gislason, menntamála-
ráðherra, kvaðst ekki deila við
skattstjóra um hvernig innheimta
bæri skatta, en taldi það tæpast i
anda laga um félagsheimili að
skattleggja þau. En lögin væru
orðin 30 ára gömul og þyrftu
endurskoðunar við. Mælti hann
með þvi að frumvarpið y rði sam-
þykkt til að taka af öll tvimæli um
þessi efni.
Friðrik Sophusson sagði að
sjálfsagt væri að fá úr þvi skorið
hvort þessi skattheimta væri lög-
mæt eða ekki. En það væri skrýtið
að leggja til að skerða tekjur
rikissjóðs á sama tima og hann
skæri niður tekjur félagsheimila-
sjóös, sem nú væri nánast gjald-
þrota. Þá spurði hann hvort ekki
mætti breyta lögunum um félags-
heimiliþannigaðjiau næðu t.d.til
eigna stjórnmálaflokka þótt ekki
væri nema til að feila niður fast-
eignagjöld af þeim.
Oó