Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 22

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 22
» * « 22 Kvikmyndir og leikhús Þriðjudagur 6. desember 1981 kvikmyndahornid Batf Darren McGavin í hlutverki sínu i myndinni. Er aö athuga þaösem viröistvera skákborö i FFHnum. Furduhlutir í flugskýli 18 Laugarásbió Hangar 18/Flugskýli 18 Leikstjóri James L. Conway Aðalhlutverk Darren Mcgavin, Robert Vaughn, Gary Collins og James Hampton. Myndir eins og Hangar 18 voru geysivinsælar i Banda- rikjunum á árunum 1950-60 er almenningur þar sá annað- hvort rauðliða eða geimverur i örðuhvoru skúmaskoti. Þótt hún sé framleidd nú, yfir 20 árum siðar hefúr hún ekkert nýtt til málanna að leggja og útfærsla Conway á þemanu er siður en svo frumleg. Hann notast við sömu gömhi og þreyttu klisjumar og Utkoman er Utþvæld tugga sem maður er orðinn frekar þreyttur á að horfa á. A braut umhverfis jörðu eru þri'r geimfarar i geimskutlu. Verkefni þeirra er að koma gervitungliá loft en i miðjum kliöum kemur ókunnugt geim- far.eða fljúgandi furðuhlutur, að skutlunni og staðnæmist fyrir framan hana. Geim- fararnir halda áfram vinnu sinni en svo óhönduglega tekst til að þeir slöngva gervitungl- inu beinti andlitiö á geimver- unum með þeim afleiðingum að þær fljúga beint til jarðar. Væntanlega i þeim tilgangi, að maður heldur, að kvarta við Huston yfir þessari ókurteisi. FFHinn lendir f Arisona þar sem flugherinn finnur hann og flytur i Flugskýli 18 til rann- sóknar. Forsetakosningar eru á næsta leitisvo ekkimá frétt- ast af þessu, því er geimförun- um kennt um ófarirnar en þeir ásetja sér aö komast að því hvað um er að ræða og balliö byrjar fyrir alvöru. Eins og áður sagði er út- færsla á þessu þema lítt frum- leg. FFHinn er þessi venjulegi fljúgandi diskur og ekki eru geimverurnar innan hans frumlegri, nauðrakaðir hálf- apár með heiðbláar kontakt linsur, dauðir i þokkabót er farið er opnað. Handritið að myndinni er mjög gloppótt á köflum. Til dæmis er ein af brennandi spurningunum sem visinda- mennimir spyrja sjálfan sig sú hvort þeir hafi látist við áreksturinn eða við lendingu á jörðu. Það kemur I ljós að þeir létust við áreksturinn og þar með er þvi máli lokið. Ahorf- andinn spyr sig, ef þeir létust viö áreksturinn hver lenti þá farinu? voru þeir fleiri en tveir? lentu þeir farin dauð- ir? Hver er kvenmaðurinn sem finnst i Isskáp i farinu? Varhenni rænt? Hitti hún þá á diskóteki og bað um far? Var hún'sett i isskápinn af þvi að þeir voru þreyttir á nöldrinu i henni? Og svona má halda áfram endalaust. Hópur B-myndaleikara fer með öll helstu hlutverk i myndinni og frmmistaða þeirra er eins og við mátti bú- ast. Sá eini sem kemst skikkanlega frá hlutverki sinu er Robert Vaughn en hann er hér i svipuðu hlutverki og hann var f sjónvarpsþáttunum Behind closed doors, eitilharð- ur aðstoðarmaður forseta sem svifst einskis til aö yfirmaður hans haldi embætti. Hið eina sem sker myndina úr hópi annara B-mynda af svipaðri tegund er að tækni- vinna er nokkuð góð en hún heldur þessu verki samt eng- ann veginn á floti. Friðrik Indriða- son skrifar. ★ ★ ★ Útlaginn -¥■ Iitlar hnátur ★ ★ ★ ★ Grikkinn Zorba Flugskýli 18 Stjörnugjöf Tímans **** frábær • *** mjttg g6ð - * *■ góA - * sæmlleg - O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.