Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 7
Þriöjudagur g. desember 1981
erlent yfirlit
FYRRA mánudag hdfust i
Genf viöræöur risaveldanna um
takmörkun meöaldrægra eld-
flauga og kjarnavopna i Evrópu.
Sagt er aö viöræöur hafi veriö
vinsamlegar og jákvæöar á fyrsta
fundinum, en aöalniöurstaðan
orðiö sú, aö viöræöurnar skyldu
vera leynilegar og engar frettir
látnar berast af fundunum.
Af mörgum er þetta talinn góðs
viti, þvi að erfitt er aö sem ja fyrir
opnum tjöldum, einkum þó þegar
um flókin og viðkvæm mál er að
ræða, en það á vissulega við hér.
Fréttaskýrendur þykjast vissir
um hvert helsta viðræðuefnið
veröi á fyrstu fundunum.
Fulltrúar risaveldanna muni
leggja fram skýrslur um styrk-
leika þeirra á þessu sviði vigbún-
aðarins og muni fara fjarri þvi,
að þeim beri saman. Það veröi
fyrsti þröskuldurinn og einn sá
erfiðasti, að ná sameiginlegri
niðurstöðu um þetta efni, en þaö
er grundvallarákvæði, að slik
undirstaða fáist.
Það er ósamkomulag um hlið-
stætt efni, sem hefur valdið þvi,
■ Nitze og Kvitsinsky i Genf
Semja Nitze
og Kvitsinsky?
Mikill vandi hvílir á herðum þeirra
að enn hefur'ekkert samkomulag
náðst á Vinarfundinum, sem
fjallar um takmörkun venjulegs
vopnabúnaðar i Mið-Evrópu. Sá
fundu’r hófst fyrir nær hálfum
öðrum áratug.
Þá þykir liklegt, að deilt verði
um fyrirkomulag viðræðnanna.
Sovétmenn munileggja áherzlu á,
að meðan viðræðurnar fari fram
stöðvi Bandarikin undirbúning að
framleiðslu á eldflaugum sam-
kvæmt áætlun Nato frá 1979 gegn
þvi, að Rússar fjölgi ekki eld-
flaugum i Vestur-Rússlandi.
Bandarikjamenn munu hins
vegar leggja áherzlu á, að Rússar
eyðileggi eldflaugar, sem skotiö
er af jörðu, gegn þvi að hætt verði
við Nato-áætlunina.
ÞAÐ mun velta á mörgum atrið
um, hvert fyrirkomulag viðræðn-
anna verður og hvort einhver ár-
angur næst. Mestu skiptir hvort
andrúmsloftið fer batnandi yfir-
leitt i sambúð risaveldanna.
Þá mun það hafa sitt að segja,
hvernig aðalfulltrúunum á ráð-
stefnunni kemur saman. Um það
efni hafa fjölmiðlar rætt talsvert
að undanförnu.
Bandarikin tefla fram þraut-
reyndum samningamanni, sem
hefur verið meira og minna i
þjónustu Bandarikjastjórnar sið-
an á dögum Franklins D. Roose-
velt.
Paul Henry Nitze verður 75 ára
gamall 16. janúar næstkomandi
en ber aldurinn vel. Að loknu
prófi frá Harvardháskóla 1928
vann hann hjá fjárfestingarstofn-
unum iNew York, en hóf að vinna
fyrir utanrfkisráðuneytið upp úr
1940 sem efnahagslegur ráðu-
nautur.
Arið 1944 var honum falið að
vinna að athugun á vigbúnaðar-
málum og hefur það verið starfs-
vettvangur hans siðan.
1 stjómartið Tmmans gegndi
hann ýmsum mikilvægum
embættum á þvi sviði. Þegar
Eisenhower varð forseti, gekk
Nitze úr þjónustu stjórnarinnar,
en hélt áfram að starfa sem sér-
fræðingur á sviöi vopnabúnaðar,
einkum þó kjarnorkuvopna.
Þegar Kennedy kom til valda
gekk Nitze aftur i þjónustu rikis-
stjórnarinnar og var um alllangt
skeið aðstoöarvarnarmálaráö-
herra i stjórnartið Kennedys og
Johnsons.
Nitze lét af þvi starfi, þegar
Nixon varð forseti, en Nixon
kunni að meta starfskrafta hans
og fól honum m.a. að vera aðal-
samningamaður Bandarikjanna,
þegar samið var við Sovétnkin
um Salt —1 samninginn. Nitze
vann i þjónustu Nixons þangaðtil
Watergatemálið kom til sögunn-
ar, en þá sagði hann af sér.
B K vitsinsky.
Carter fól Nitze ekki trúnaðar-
störf, en i stjórnartið hans varð
Nitze einn helzti talsmaður hauk-
anna svonefndu. Það kom ekki
neitt á óvart, þvi að hann hefur
jafnan verið talsmaður þess, að
Bandarikin héldu hlut sinum i
vigbúnaðinum. M.a. beitti Nitze
sér harðlega gegn Salt-2.
Nitze hefur unnið sér það orð,
að vera bæöi fylginn sér og laginn
sem samningamaður. Hann til-
heyrir að þvi leyti hinum gömlu
diplomötum, að hann klæðir sig
manna bezt og leggur stund á
virðulega framkomu og fágaö
málfar. Hann er giftur konu, sem
komin er af auðugum ættum og
var Pratt föðuraf i hennar einn af
stofnendum Standard Oil
Company. Þau eiga fjögur upp-
komin börn.
AÐALFULLTROI Rússa, Yuli
A. Kvitsinsky, er ekki eins þekkt-
ur og Nitze, enda réttum 30 árum
yngri. Vestrænir fréttamenn hafa
unnið að þvi undanfarið að afla
sér upplýsinga um hann og þykja
þærbenda til, aðNitze hafifengið
jafnoka sinn þar sem Kvitzinsky
er.
Samkvæmt þessum heimildum
er Kvitsinsky af pólskum ættum
og var faðir hans verkfræöingur.
Kvitsinsky ólst upp i Siberiu við
hörölifskjör en vakti fljótt á sér
athyglisökum gáfna og atorku og
var þvi veitt aðstaða til að
menntast vel. Hann er m.a. sagð-
ur mikill málagarpur, sem talar
reiprennandi ensku, þýsku og
frönsku og les Norðurlandamálin.
Siðan Kvitsinsky hóf aö vinna á
vegum utanrikisráðuneytisins,
hefur hann dalizt lengstum i
Þýzkalandi, ýmist i Austur-Berlin
eða Bonn. Meöan hann var i Aust-
ur-Berlin lauk hann doktorsrit-
gerð, sem fjallaði um Vestur -
Berlin.
Ýmist þýzk blöö hafa haldiö þvi
fram, að Kvitsinsky sé litill aðdá-
andi Þjóðverja, en ótvitrætt hafi
hann mikla þekkingu á þýzkum
málefnum.
Þeir, sem hafa kynnzt
Kvitsinsky telja hann vel að sér i
bókmenntum og hann sé þægileg-
ur borðfélagi i samkvæmum.
Kona hans er frönskukennari og
eiga þau tvær dætur, sem erú um
tvitugt.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
Engin miskunn eftir Dick Francis er fyrsta skáldsag-
an sem kemur út eftir þennan kunna höfund á ís-
lensku. Hann er þekktur breskur rithöfundur, sem
hefursentfrá sérfjölda skáldsagna, er hlotið hafa lof
lesenda og gagnrýnenda. Með atburðaríkum, en trú-
verðugum söguþræði, tekst höfundi að vekja eftir-
væntingarfulla forvitni lesenda þegar á fyrstu blað-
síðunum. Bækur hans seljast í stórum upplögum og
eftir hverri nýrri bók frá hans hendi er beðið með
óþreyju af stórum hópi aðdáenda. Lesið „Engin
miskunn“ og kynnistfrábærum höfundi.
Víveró-bréfið eftir Desmond Bagley, ein af vinsæl-
ustu skáldsögum þessa dáða rithöfundar er komin út
í nýrri útgáfu.
SUÐRI
Vlð smíðum — Þér veljið
trúlofunar-
hringana
Athugið verð — Myndalisti
Póstsendum
Jóhannes Leifsson
i gullsmiður Laugavegi 30
Simi 19209
Umboðsmenn Tímans Vesturland
Staöur: Nafn og heimili: Simi:
Akranes: Guðmundur Björnsson, 93-1771
Jaðarsbraut 9,
Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, 93-7211
Þórólfsgötu 12
Rif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49
Ólafsvik: Stefán Jóhann Sigurðsson,
Engihlið 8 93-6234
Grundarfjörður: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15,
Stykkishólmur: Esther Hansen,
Silfurgötu 17 93-8115
Umboðsmenn Tímans
Suðurnes
Staður: Nafn og heimili: Simi:
Grindavik:
Sandgerði:
Keflavik:
Ytri-Njarövik:
Hafnarfjörður:
Garðabær:
m
Ég þakka innilega öllum þeim, sem
glöddu mig á einn eða annan hátt á sjötugs
afmæli minu 24. okt. Guð blessi ykkur öll.
Bjarni Gislason
Stöðufelli
Olina Ragnarsdóttir,
Asabraut 7
Kristján Kristmannsson,
Suðurgötu 18
Eygló Kristjánsdóttir,
Dvergasteini
Erla Guðmundsdóttir,
Greniteig 45
Steinunn Snjólfsdóttir /
Ingimundur Jónsson
Hafnarbyggð 27
Hilmar Kristinsson
Nönnustig 6, Hafnarf.
Sigrún Friðgeirsdóttir
Heiöarlundi 18
92-8207
92-7455
92-1458
92-1165
92-3826
heima 91-53703
vinnu 91-71655
91-44876