Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 10
ÞriOjudagur 8. desember 1981 10___________ á bókamarkaði KláS/ Lena/ Nina og... Lystræninginn hefur gefiö út lokabindiö i bókaflokknum um Klás og Lenu og vini þeirra: Klás, Lena, Nina og ... Einnig hefur fyrsta bókin: Sjáðu sæta naflann minn veriö endurútgefinn en hún var löngu uppseld. Bækur Hans Hansens vekja umhugsun um ýmit vandamál en hann predikar aldrei og er allt- af skemmtilegur aflestrar. Nú fást allar bækurnar þrjár. Sjáðu sæta naflann minn, sem fjallar um skólaferöalag niunda bekkjar til Sviþjóðar og þegar Klás og Jörgen kynnast Lenu og Evu. Vertu góður við mig þegar Lena flytur til Fjóns og Klás kynnist Ninu og Eva segir Jörgen upp og svo Klás, Lena, Nina og... þegar Klás heimsækir Lenu og kynnist Ninu nánar. Vernharður Linnet og Margrét Aðalsteinsdóttir hafa þýtt bækurnar en Guðjón ó»prentað. Salómon svarti og Bjartur endurútgefin begar bókin um Salómon svarta og Bjart kom fyrst út fyrir tuttugu árum naut hún fádæma vinsælda meðal barna og ung- linga. Bókin hefur verið ófáanleg i mörg ár, en nú hefur hún verið endurútgefin. Höfundur bókar- innar er hinn kunni barnabóka- höfundur, Hjörtur Gislason. 1 bókinni er sagt frá ýmsum ævintýrum sem bræðurnir Fii og Fói lenda i ásamt þeim félögum Salómoni og Bjarti. Salómon er hrútur en Bjartur er hrafn, hvitur hrafn sem þeir bræöur og félagar þeirra finna og ala upp. Fjölmargar teikningar eftir Halldór Pétursson listmálara prýða bókina. Útgefandi er Bóka- forlag Odds Björnssonar á Akur- eyri. Dýragarösbörnin. Fjölvaútgáfan hefur gefið út bókina Dýragarðsbörnin sem tveir þýskir blaðamenn Horst Rieck og Kai Hermann skráöu eftir frásögn ungrar stúlku, Kristjönu F. Bókin heitir á frum- málinu Die Kinder von Bahnhof Zoo og kom fyrst út i bókarformi 1979 og vakti slika athygli að með eindæmum var. Upphaf bókar þessarar var, aö við réttarhöld i Berlin árið 1978 var fimmtugur maöur, Heinz kærður fyrir kynmök við ung- lingsstúlkur. Eitt vitnið gegn hon- um var fimmtán ára stúlka, fyrr- verandi eiturlyfjaneytandi, Kristjana F. Viðstaddur réttar- höldin var Horst Rieck blaða- maður frá hinu þekkta timariti Stern. Framburour stuikunnar hafði þau áhrif á hann að hann bað hana um blaðaviðtal. Hún féllst á það og ákváðu þau að hitt- ast um næstu helgi á heimili ömmu hennar, skammt frá Ham- borg. Kristjana hafði þá verið laus undan oki eiturlyfjanna i 6 Krístjana F. Dyragorés börnin mánuði. Blaðaviðtalið varð lengra en áætlað var, þvi helgin varð að viku og vikan að mánuði. Loksins hafði stúlkan fundið ein- hvern, sem hún gat sagt allt af létta um hina hræðilegu reynslu sina. Reynslu sem var þvi miður alltof sammerkt mörgu ungu fólki. Bókin Dýragarðsbörnin er um 260 bls. með fjölda mynda. býð- andi er Sólveig Thorarensen. Hún er unnin i Prentsmiðjunni Odda. Haltu kjafti og vertu sæt Fáir kvenrithöfundar hafa vakið jafn mikla athygli á siðari árum eins og Vita Andersen. Fyrsta bók hennar: Tryghedsnarkomaner kom út hjá Lystræningjanum 1979 og nefndist: í klóm öryggisins, þýð- andi var Nina Björk Arnadóttir. bessi bók er löngu uppseld en ný útgáfa er væntanleg i sambandi við heimsókn Vitu Andersen til Islands en hingað kemur hún i boði Lystræningjans, Norræna hússins, Dönskukennarafélagsins og Alþýðuleikhússins en það sýnir um þessar mundir leikrit hennar: Elskaðu mig. Hingað mun Vita koma 8. janúar nk. Kristján Jóhann Jónsson þýðir bókina en Guðjón Ó prentar. t' ' Merkisdagar ániannsæviniii Merkisdagar á mannsæv- inni eftir Arna Björnsson Bókaforlagið Saga hefur gefið út bókina Merkisdagar á manns- ævinni eftir Arna Björnsson. Bókin fjaliar á léttan og lifandi hátt um þær fjölmörgu venjur og siðareglur sem tengst hafa ævi- ferli fólks hér á landi gegnum aldirnar. Greint er frá margskon- ar þjóðtrú og siðum sem hafðir voru um hönd á helstu timamót- um ævinnar, allt frá getnaði, fæð- ingu og skirn til fermingar, trú- lofunar, brúðkaups og loks útfar- ar og erfisdrykkju. Bókin Merkisdagar á manns- ævinni er 159 blaðsiður. Aug- lýsingastofan hf. sá um útlit hennar en prentun fór fram hjá Prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar. Regnbogastígur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út nýja ljóðabók eftir Jón úr Vör. Heitir hún Regnboga- stigurog flytur 53 kvæði, 28 frum- ort en 25 þýdd. Frumortu ljóðin skiptast i þrjá flokka sem bera fyrirsagnirnar Hringieikar, Ráð- gjafinnog Vonarstræti. Höfundar þýddu kvæðanna eru skáld- konurnar Guðrið Helmsdal Niel- sen, Aslaug Lastad Lygre, Birgit Filskov, Maria Wine og Edith Södergran. Regnbogastigur er 108 bls. að stærð. Káputeikningu gerði Snorri Sveinn Friðriksson en bók- in er sett, prentuð og bundin i Prentsmiðju Hafnarfjarðar. 5. útgáfa af Þulum Theódóru Thorodd- sen Þulur Theodóru Thoroddsen sem lengi hafa verið ófáaplegar eru nú komnar út i 5. útgáfu hjá Máii og Menningu Þulur Theodóruþekkja allir sem komnir eru til vits og ára og nú gefst ungum lesendum kostur á að kynnast þessum perlum. Óþarft er að minna á þulur eins og „Tunglið, tunglið taktu mig” og „Fuglinn i fjörunni” en alls eru tólf þulur i bókinni. Myndirn- ar við þulurnar hafa þeir gert Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) og Siguröur Thorodd- sen. Bókin er 24 blaðsiður, prentun annaðist Formprent hf. Það er engin þörf að kvarta Mál og menning hefur sent frá sér hljómplötu með lögum og textum Böðvars Guðmundssonar og syngur hann sjálfur iögin á plötunni sem fengið hefur nafnið Það er engin þörf að kvarta. Að langmestu leyti eru þetta nýir söngvar af fjölbreyttu tagi. Hér er bæði að finna baráttu- og ádeilusöngva, nýstárlegar sögu- skýringar, náttúrustemningar, erfiljóð og vögguljóð. Leikið er undir á hin fjölbreyttustu hljóð- færi af fjölda hljóðfæraleikara. Á kápu gerir Böðvar Guðmundsson grein fyrir tilurð textanna, en þeir fylgja með plötunni á sér- stöku blaði. Einar Einarsson stjórnaði upp- tökunni og sá um hljóðblöndun ásamt Sigurði Rúnar Jónssyni. Upptöku önnuðust Guðmundur Árnason, Guðmundur Ragnar Guðmundsson og Sigurður Rúnar Jónsson. Hljómplatan er pressuö hjá Alfa i Hafnarfirði. Umslagið hannaði Auglýsingaþjónustan hf en Prisma sá um prentunina. Kvennagullið bræðslunni grútar- Kvennagullið i grútar- bræðslunni heitir smásagnasafn- ið eftir William Heinesen sem kemur út hjá Máli og menningu i ár i þýðingu borgeirs Þorgeirs- sonar, rithöfundar. Kvennagullið i grútarbræðslunni er fimmta verk Heinesens sem kemur út hjá Máli og menningu i þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar en áður eru komnar bækurnar: Turninn á heimsenda 1977, Fjandinn hleyp- ur i Gamaliel 1978, I morgunkul- inu 1979 og bað á að dansa 1980. Myndirnar i bókinni og kápu- teikning eru eftir Zacharias Heinesen, son skáldsins. Kvennagullið i grútar- bræðslunni er 256 bls. að stærð, prentuð og bundin i Prentsmiðj- unni Hólum hf. ErtusMræfa, m EinnrÖskEll? i ~ fiunilij Bcijtsrnjm Bækur um Einar Áskel Bækurnar um Einar Askel litla strákinn sem býr einn með pabba sinum, hafa orðið geysi- vinsælar viða um heim og var höfundur þeirra Gunilla Berg- ström sæmd Astrid Lind- gren-verðlaununum i Sviþjóð nú fyrir skömmu. Mál og menning gaf út þrjár bækur fyrir ári siðan um Einar Áskel og nú hefur Mál og menning sent frá sér þrjár bækur til viðbótar. bað eru: Ertu skræfa, Einar Áskell? Hver bjargar Einari Askeli og Einar Askell og ófreskjan. Þetta eru allt saman tilvaldar bækur handa yngstu kynslóðinni. Það er SigrUn Arnadóttir sem þýðir bækurnar, en þær eru prentaðar i Danmörku hjá Aar- hus Stiftsbogtrykkerie. Prent- stofa G. Benediktssonar annaðist setningu og filmuvinnu. Loforðið Setberg hefur gefið út nýja ástarsögu „Loforðið”, eftir amerisku skáldkonuna Danielle Steel. Þessi saga er um ungt nútima- fólk, sem á sér stóra framtiðar- drauma. Michael og Nancý hafa heitið hvort öðru ævilangri tryggð. Undir stórum steini á sjávarströndu eiga þau sér tryggðapant. Þetta eru róman- tiskir elskendur. Hann er i þann veginn að verða arkitekt og hún listmálari, sek kann að opna augu áhrofandans. Michael á að ganga inn i stórfyrirtæki ættarinnar, sem móðir hans stýrir styrkri hendi, og hún telur Nancý ósam- boðna syni sinum vegna uppruna hennar. En Michael er enginn „mömmudrengur” og veit hvað hann vill. Hann gerir uppreisn með skelfilegum afleiðingum. Leiðir elskandanna skilja og les- andinn kynnist nýjum stöðum og nýju fólki i New York og San Francisco. En vegir ástarinnar eru órannsakanlegir og liggja aftur saman að stóra steininum. Skáldsagan „Loforðið ” er 200 blaðsiður. Frú Guðrún Guð- mundsdóttir þýddi. Prentberg prentaði, en Félagsbókbandið annaðist bókbandsvinnu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.