Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 24

Tíminn - 08.12.1981, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Sendum um land allt Kaupum nýlega bíla til niðurnfs Sími (91) 7 - 75-51, (91 ) 7 - 80-30. Skemmuvegi 20 Kiipavogi HEDD HF. Mikið úrval Opid virka daga 9-19 * Laugar daga 10-16 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Ármiila 24 Simi 36510 „SPARAR FÉ OG LOSAR FÓLK m GÓLFKULDANN — rabbað við Konráð Guðmundsson, uppfinningamann og fyrrverandi húsameistara 10 ■ „Ég hef verið að velta þvi fyrir mer.aðþað væri hálfgerðsynd að þegja yfir þessari uppfinningu minni, sem getur— nánast án til- kostnaðar — sparað fólki mikinn upphitunarkostnað, jafnframt þvi að gefa aukinn og jafnari hita, og losað það alveg við gólfkulda”, sagði Konráð Guðmundsson, fyrrv. húsasmiðameistari, sem sjálfur býr i litlu timburhúsi, kyntu með rafmagni, i nágrenni Reykj avi'kur. Konráð sagði gólfkulda lengi hafa hrjáð þau hjón. I köldum veðrum hafi þau töluvert þurft að nota blástursofn til að halda hita niður við gólfið. Hann hafi þvi farið að velta þvi' fyrir sér hvort hann gæti ekki án mikils til- kostnaðar stöðvað kuldastreymið frá gluggunum. ,,Mér hugkvæmdist aö fella 2ja tommu einangrunarplast inn i gluggakarminn að neðan, en hæð- in á þvi er hæfileg sem næst einn þriðji af hæð gluggans, og það þarf aö vera svo stift i' karminum, að litilokað sé að loft komist með- fram þvi'. Bilið frá plastinu að gluggapósti ætti ekki að vera minna en 3-4 cm.”, sagði Konráð, sem fyrst gerði tilraun með þettæsiðari hluta s.l. vetrar og kom siðan plastinu fyrir aftur 1. vetrardag i haust. Konráð sagðistnú veralaus við að kynda raf magnsfrekan blástursofn, t.d. á hinum tveim álagstimum dagsins þegar loka verður fyrir rafmagnskynding- una. Árangurinn af þessu sagðihann byggjast á þvi, að þegar heitt loft nálgast eða snertir kalda rUðuna þyngist það og sigi niður með henni og alveg niður að glugga- kjstu. Sé t.d. frost úti, þá frjósi rakinn úr loftinu i kistunni. Loftið skiljist þá frá og léttist og láti undan þyngra lofti sem er á leið niður með rúðunni. Léttara loftið færist inn með plasteinangrun- inni, upp með henni og innfyrir hana. En kalt loft fari ekki yfir hlýrri flöt en það er sjálft, án þess að hlýna og hlýjuna fái það frá efri brún plastsins, þat1 sem hlýtt stofuloftið leikur um brUn þess.” Konráö fylgist daglega meö hitastigi úti og inni og skráir hjá sér, og skulum við geta tveggja sliló'a skráninga. Sú fyrri var frá s.l. vetri þegar úti var 20 gráðu frost. bá var 13 gr. frost niður i gluggakistunni, 19 gráðu hiti á sólbekknum innan við plastið, 18 gr. hiti niöur við gólf undir glugg- anum og 20 gr. i tveggja metra hæð i m iðri stofu. Við aðra skrán- ingu varhitium frostmark úti. bá voru 3 gr. i gluggakistu, en aðrar tölur i sömu röð, 18 gr., 17 gr. og 20 gráður. Við loftræstingu ráðleggur Konráð aö opna 2 gagnstæða glugga svo gegnumtrekkur myndist istuttan tima án þess að kólnun verði mikil. Vor og haust — þegar ekki er hætta á frosti — sagðist hann skipta á plast- einangrun og setja þá um 10 cm. renning i gluggana. Y firleitt muni þá um 6 gr. utan og innan við plastið, sem sé nóg til að koma i veg fyrir gólfkuldann. ,,Ég vona að fleiri geri tilraun með að nota sér þetta einfalda og kostnaðarlitla ráð. Sérstaklega hef ég pá í huga fólk viða úti á landi sem kynda þarf með rán- dýrri oliu, þótt Stór-Reykj- vikingar með sina ódýru hitaveitu hafi kannski ekki áhuga fyrir þessu”,sagði uppfinningamaður- inn Konráð. —HEI <| ~ i I vmmm ■ begar við heimsóttum Konráð var 6 gráðu hiti utandyra. Á mælinum hans sáum við að hitinn i gluggakistunni utan við plastið var 9 gráður, mælirinn I glugganum innan við plastið sýndi 20,5 gr. og mælir niður við gólf 19.5 gr. Ekki bar tiltakanlega mikið á plasteinangruninni bak við hvitar gardin- urnar, enda hvort eð er takmörkuð birta sem við fáum inn um gluggana nú I skammdeginu. Timamynd G.E. m® briðjudagur 8. desember 1981 fréttir ók inn úr dyrum á söluturni ■ brennt var flutt á slysadeild eftir að bifreið var ekið inn úr dyrum söluturnsins við verslunina Voga- ver, Gnoðarvogi 44 i Reykjavik laust eftir klukkan 18 i gær. begar Timinn leit- aði upplýsinga um þetta slys hjá lögregl- unni i Reykjavik i gærkvöldi* lá ekki alveg ljóst fyrir hver var aðdragandi þess en ljóst var að slys á fólki voru ekki alvar- leg. —Sjó. Tveir árekstrar í Vestmannaeyjum ■ Tveir áreksfrar urðu með skömmu millibili i Vestmanna- eyjum laust eftir há- degið á sunnudaginn. Fyrst var bil bakkað inn i hlið kyrrstæðs bils, sem stóð á Dal- vegi gegnt gagnfræða- skólanum, báðir bil- arnir skemmdust litil- lega. Rúmum hálf- tima siðar var stórum vörubil ekið af Heiðar- vegi inn á Kirkjuveg án þess að vörubil- stjórinn virti bið- skyldu, sem er < á gatnamótunum. Litil fólksbifreið, sem ekið var vestur Kirkjuveg- inn lenti i hlið vöru- bilsins og við það meiddist kona^sem ók fólksbilnum^talsvert i andliti, auk þess sem fólksbillinn skemmd- ist mikið. —Sjó. dagar til jóla dropar Uggandi vagnstjórar ■ Fyrir nokkru var skrifað um Ikarus-vagn- ana margfrægu hér f Timanum og hlaust af nokkur rekistefna. 1 framhaldi af þessum skrifum hafði einn vagn- stjórinn hjá SVR sam- band við blaðið og sagði háværar raddir vera uppi um það meðal sumra starfsbræðra hans, aö líta á það sem uppsögn úr starfi ef þeim væri gert að aka Ikarus-vagni. bað rikir sem sé ekki dúna- logn hjá SVR þessa dag- ana... Af starfs- leyfum o.fl. ■ Sennilega lita hag- ræðingarsérfræðingar af ýmsum gerðum enga stofnun jafn illu auga og Vinnueftirlit rikisins. Ný- lega tók einn af sér- fræðingum borgarinnar Vinnueftirlitið sem dæmi um gjörsamlega óþarfa stofnun, sem væri ekki til neins annars en að iþyngja skattborgurun- um, — öll hennar verkefni hefði mátt leysa með þeim stofnunum sem fyrir voru. Dropar lýsa yfir and- stöðu við sjónarmið niðurrifsmannanna, — Vinnueftirlitið gegnir stórkostlega merku hlut- verki, sér I lagi i sam- bandi við úthlutun starfs- leyfa. Til dæmis er for- sætisráðuneytið nýbúið að fá starfsieyfi hjá Vinnueftirlitinu, en ef það hefði dregist öllu lengur hefðu afleiðingarnar get- að orðið ógnvænlegar. Megi Vinnueftirlitið lengi lifa og úthluta sem flest- um starfsleyfum! (Stofn- unin gæti jafnvel farið að hafa úrslitavald i sam- bandi við stjórnarmynd- anir ef rétt væri á spöðun- um haldið i sambandi við leyfisveitingarnar). Hjartaslag Hilperts ■ i fyrsta blaði hinna nýsameinuðu fjenda Dag- bíaðsins og Visis var einn af fáum fréttum, sem DB-armurinn átti á iþróttasiðunum, um að Hilpert, þjálfarinn ,,góð- kunni” hjá Skagamönn- um, hefði fengið hjarta- slag, misst meðvitund I fimm minútur og verið lagður inn á sjúkrahús til ran nsóknar. Vestmannaeyingar hafa verið á höttunum eftir Hilpert og brugðu þeir þvi skjótt við og slógu á þráðinn og vildu vita hvort hann treysti sér til að taka við Eyja- liðinu eftir hjartakastið. Minnstu munaði að þeir misstu þar þjálfarann fyrir lifstið svo mikið hló hann að frétt DB&V. Krummi ... heyrir að nú sé Guðrún Helgadóttir farin að verja frjálsa framtakið fyrir árásum Alberts Guð- mundssonar. Næst fer sólin að koma upp I vestri...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.