Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 4
4 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -0 6 0 8 Tökum við umsóknum núna Kynntu þér námið á www.hr.is VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 12° 13° 16° 11° 13° 17° 18° 17° 13° 17° 23° 21° 14° 18° 23° 23° 28° 12° 3 5 8 9 13 Á MORGUN 3-10 m/s, hvassast syðst. FÖSTUDAGUR 5-13 m/s , hvassast NV og V-til. 10 9 7 8 8 8 10 10 4 5 3 6 7 6 7 8 15 6 5 59 6 12 12 13 7 12 KÓLNANDI VEÐUR UM HELGINA Það er ekki að sjá annað en að um helgina verði komin norðanátt á landinu með kólnandi veðri. Má búast við lítilsháttar úrkomu víða um land á laugardag, líklega slyddu nyrðra en skúrum syðra. Á sunnudag verður hins vegar víðast þurrt og nokkuð bjart syðra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 1,2 prósent í apríl frá síðasta mánuði. Vísitalan hefur hækkað um 7,8 prósent undanfarið ár. Verðbólga hefur verið meiri en sem því nemur undanfarnar vikur. Hagstofan segir að áhrifa nýgerðra kjarasaminga Landssam- banda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambandsins gæti í hækkun vísitölunnar nú. Gengið var frá samningunum um miðjan febrúar, en þeir voru ekki endanlega samþykkir fyrr en um miðjan mars. Því áætlar Hagstofan að þeir komi ekki að fullu til framkvæmda fyrr en í þessum mánuði. - ikh Tölur frá Hagstofunni: Launavísitala hækkar lítillega EFNAHAGSMÁL „Þetta er farið að dragast verulega á langinn,“ segir Guðmundur Ómar Hafsteinsson lögmaður um slit Eignarhaldsfé- lagsins Samvinnutrygginga. Fjárfestingafélagið Gift var stofnað upp úr félaginu síðasta sumar en Eignarhaldsfélaginu hefur enn ekki verið slitið. Fjöldi fólks sem tryggði hjá Samvinnu- tryggingum á tilteknu árabili, samkvæmt túlkun félagsins, á að fá hlutabréf í Gift. Hins vegar er enn á huldu hversu mikið hver tryggjandi fær í sinn hlut. Guðmundur Ómar bendir á að í heildina litið séu verulegir hagsmunir í húfi, en umbjóðendur hans tryggðu hjá félaginu. Gift er meðal annars stór hluthafi í Exista og Kaupþingi. - ikh Fjárfestingafélagið Gift: Slit fjárfestinga- félagsins drag- ast á langinn Hví ekki sveitarfélögin? Árni Þór Sigurðsson VG spyr forsætis- ráðherra hverju það sæti að sveitar- félögin eigi ekki aðild að nýskipaðri Evrópunefnd. Ljóst sé að þau hafi ríkar skuldbindingar í EES-samningnum og eigi mikilla hagsmuna að gæta. ALÞINGI UTANRÍKISMÁL „Það er ekki stærð eða styrkur þjóða sem skiptir máli, heldur hve ákveðnar þær eru í að leggja sitt af mörkum til að koma á friðsamlegum sam- skiptum,“ sagði Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, að lokn- um fundi hans með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. Heimsókn hans til Íslands í gær er fyrsta heimsókn leiðtoga Pal- estínumanna hingað til lands, en Abbas er á leið til Bandaríkjanna að hitta þarlenda ráðamenn. Á blaðamannafundi á Bessa- stöðum sagði Abbas að sögulegur fundur þeirra Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhaíls Gorbatsjov Sovétleiðtoga í Reykjavík væri skýrt dæmi um það hve mikilvægt framlag smá- þjóða getur verið. Ólafur Ragnar sagði blaða- mönnum reyndar að sér þætti mikið til þess koma hve Abbas hefði í samræðum þeirra reynst vera vongóður og bjartsýnn á að lausnir finnist í deilum Ísraela og Palestínumanna. Hann sagðist ennfremur vonast til þess að Abbas fari frá Íslandi með enn skýrari skilaboð um mik- ilvægi vonar og hugrekkis: „Ég segi stundum að íslenska þjóðin byggi samfélag sitt ennþá á því að treysta öðrum og gera ráð fyrir að allir komi sem vinir þar til annað kemur í ljós, og það eru mikilvæg skilaboð í viðbót við skilaboð um von.“ - gb GENGIÐ 22.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 151,1824 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 74,09 74,45 147,10 147,82 118,01 118,67 15,813 15,905 14,88 14,968 12,613 12,687 0,7174 0,7216 121,65 122,37 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR UTANRÍKISMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skýrði frá því í gær að Þórður Ægir Óskarsson verði sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu. Þetta kom fram á blaða- mannafundi Ingibjargar með Mahmoud Abbas, forseta Palest- ínustjórnar, að loknum fundi þeirra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Abbas sagðist afar þakklátur Íslendingum fyrir að taka þetta skref. „Þetta er mjög mikilvæg ákvörðun, og við kunnum að meta hana vegna þess að hún endur- speglar ekki bara áhuga Íslend- inga á því að friður takist milli Ísraela og Palestínumanna, held- ur einnig hagsmuni alþjóðasam- félagsins,“ sagði Abbas. Ingibjörg segist hafa áttað sig á því á ferð sinni til Mið-Austur- landa síðastliðið sumar að Ísland væri eina ríkið á Norðurlöndum sem ekki hefði með einhverjum hætti opinber tengsl við stjórn- völd í Palestínu. Þórður Ægir, sem undanfarin ár hefur verið sendiherra í Japan, segir grunninn að starfi sínu til að byrja með vera sérstaka aðgerðaáætlun gagnvart Mið- Austurlöndum, sem ríkisstjórnin samþykkti á síðasta ári. „Það er þegar farið af stað stuðnings- verkefni niðri í Palestínu og það þarf að halda því áfram og byggja meira undir það.“ Til viðbótar því fær Þórður svo það verkefni að rækta pólitísk samskipti við Pal- estínumenn. Ingibjörg Sólrún segir þó ljóst að íslensk stjórnvöld verði fyrst og fremst í formlegum samskipt- um við palestínsk stjórnvöld, en hafi ekki í hyggju að ræða mikið við Hamas-samtökin, þrátt fyrir að Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sem hefur verið á ferð um Mið-Austurlönd síðustu daga, hafi lagt áherslu á nauðsyn þess að bandarísk og ísraelsk stjórnvöld hafi Hamas- samtökin með í friðarviðræðum við Palestínumenn, eigi að nást raunhæfur árangur úr þeim. „Carter er ekki fulltrúi stjórn- valda,“ sagði Ingibjörg. „Auðvit- að getur hver sem er farið og talað við hvern sem er á þessu svæði, en við hljótum að leggja áherslu á samskipti okkar við Abbas forseta og þá sem honum tilheyra.“ Mahmoud Abbas tekur ekki heldur undir með Carter um nauð- syn þess að ræða við Hamas: „Hamas er palestínskur stjórn- málaflokkur, ekki palestínskt stjórnvald,“ sagði Abbas á Bessa- stöðum í gær, að loknum fundi sínum með Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta. Bæði Ingibjörg Sólrún og Ólaf- ur Ragnar ræddu mannréttinda- mál við Abbas og sendinefnd hans, eins og mannréttindasam- tökin Amnesty International höfðu hvatt til. Meðal annars var minnst á mál 23ja ára gamals manns í Palestínu, sem hefur verið dæmdur til dauða. Að sögn Ingibjargar tók Abbas vel í þetta mál, og sjálfur sagðist hann taka það alvarlega: „Við tökum þetta mál mjög alvarlega og munum kynna okkur það.“ Abbas vildi þó ekki svara fleiri spurningum frá blaðamönnum á Íslandi eftir að einn þeirra hafði spurt út í þetta mál. gudsteinn@frettabladid.is Samskipti við Palestínu efld Þórður Ægir Óskarsson verður sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu. Einangrun Hamas-sam- takanna verður þó ekki rofin. Abbas, forseti Palestínustjórnar, ræddi við íslenska ráðamenn í gær. Á FUNDI MEÐ INGIBJÖRGU SÓLRÚNU Mahmoud Abbas hitti utanríkisráðherra Íslands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær. Maðurinn, sem er lengst til hægri á myndinni, er túlkur Abbasar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fyrsta heimsókn leiðtoga Palestínumanna til Íslands: Framlag smáþjóða mikilvægt KOMINN TIL BESSASTAÐA Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók á móti Mahmoud Abbas á hlaðinu á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Læknabústaður seldur Fjármálaráðuneytið hefur falið Ríkiskaupum að selja fyrrverandi læknabústað á Hrannargötu 2 á Flateyri. Um er að ræða 162 fermetra einbýlishús sem Ísafjarðarbær á 15 prósent í á móti ríkinu. FLATEYRI Safnaðarheimili til sölu Gamla safnaðarheimilið í Ólafsfirði verður auglýst og selt hæstbjóðanda. Húsnæðið er ekki talið henta sem félagsmiðstöð. FJALLABYGGÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.