Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 42
30 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Það eru breyttir tímar í handboltanum í Garðabæ. Kaupþing mun í lok tímabils hætta sem aðalstyrktaraðili handknattleiks- deildarinnar og enn hefur ekki verið samið við nýjan styrktar- aðila. Stjarnan veit sem er að rekstrarumhverfið verður breytt og félagið er byrjað að draga saman seglin. Hlynur Morthens er farinn í Gróttu, Volodimir Kysil fær ekki nýjan samning þar sem hann er of dýr, og svo er óvíst hvað verður um Heimi Örn Árnason sem hefur fengið leyfi til þess að ræða við önnur félög. „Það sem Hlynur sagði í Fréttablaðinu er ekki alveg rétt. Ég lagði fyrir hann mínar áætlanir og hann treysti sér ekki til þess að taka þátt í því sem ég ætla að gera. Það hentaði honum ekki. Í kjölfarið var það sameiginleg lausn að hann mætti ræða við önnur lið og hann samdi við Gróttu skömmu síðar. Að hann hafi ekki verið í mínum plönum er ekki rétt og ég segi frekar að hann hafi hafnað mínum plönum. Ef hann er ekki tilbúinn að taka þátt í því sem ég legg upp þá gengur málið ekki. Það er samt allt í góðu og menn voru heiðarlegir í samskiptum,“ sagði Patrekur Jóhannesson sem tekur við Stjörnuliðinu í lok sumars. Patrekur segir að hið sama eigi við um Heimi Örn. Ef hann sé tilbúinn að taka þátt og vera með af fullum hug sé það sjálfsagt. Ef ekki þá megi hann skoða aðra möguleika. Leikmenn Stjörnunnar fá vikufrí eftir tímabilið og svo verður æft 8-9 sinnum í viku til 10. júní. Eftir það verður frí til 15. júlí en leikmenn þurfa að æfa sjálfir nokkrum sinnum í viku í fríinu. „Á þessu tímabili þarf að vinna í grunnþolinu en það hefur verið vandamál liðsins í vetur að það hefur ekki úthald í heilan leik. Með því að æfa svona í maí get ég vonandi byrjað meira í taktík strax í júlí. Til að ná árangri þarf að æfa og ég viðurkenni að ég ætla að láta liðið æfa miklu meira en gert hefur verið. Þetta verður unnið fagmannlega í samstarfi við aðra góða þjálfara,“ sagði Patrekur, en hann ætlar að taka ungu strákana í félaginu meira inn í meistara- flokkinn í vetur en áður hefur verið gert. PATREKUR JÓHANNESSON: KAUPÞING HÆTT AÐ STYRKJA OG LEIKMENN SEM TRÚA EKKI Á VERKEFNIÐ MEGA FARA Hlynur treysti sér ekki í að taka þátt í mínu plani > Fannar til Stjörnunnar? Miðjumaðurinn efnilegi, Fannar Friðgeirs- son, er að öllum líkindum á leið til Stjörn- unnar eftir því sem heimildir Fréttablaðsins herma. Fannar sagði upp samningi sínum við Valsmenn í febrúar síðastliðnum og hefur síðan þá verið að skoða aðra möguleika. Stjörnumenn eru með Ólaf Víði Ólafsson í meiðslum fram á næsta ár og Heimir Örn Árnason er auk þess líklega á förum. Garðbæingar hafa því eðlilega mikinn áhuga á að fá Fannar í sínar raðir, en hann hefur tekið miklum framförum síðastliðið ár og spilað mjög vel fyrir Valsliðið. FÓTBOLTI Það verður mikið um dýrðir á Nývangi í Barcelona í kvöld þegar Englandsmeistarar Manchester United mæta heimamönnum í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu. Íslendingar vonast eftir því að eiga fulltrúa í leiknum, en það á eftir að koma í ljós hvort Frank Rijkaard teflir Eiði Smára Guðjohnsen fram í stærsta leik liðsins á tímabilinu til þessa. Eiður Smári hefur verið mikið í sviðsljósinu í breskum fjölmiðlum í kringum leikinn, sökum tengsla sinna við England þar sem hann spilaði í sjö tímabil með Bolton og Chelsea. Eiður Smári skoraði bæði gegn Chelsea og Liverpool í Meistaradeildinni í fyrra og myndi væntan- lega fagna því að komast á markalistann gegn Manchester United en það yrði þá fyrsta mark hans í sextán leikjum fyrir Börsunga. Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki fundið netmöskvana síðustu mánuði, sem hefur ekki hjálpað honum í harði samkeppni við aðra sóknarmenn Barcelona. Hann er nú búinn að spila í 590 mínútur án þess að skora en síðasta mark hans kom í 5-0 sigri á Murcia 12. janúar síðastliðinn. Eiður hefur byrjað inn á í undan- förnum tveimur leikjum en ekki náð að nýta góð færi þar sem hann fékk frábær tækifæri í báðum leikjum til þess að skjóta Barcelona aftur inn í baráttuna um spænska titilinn. Það tókst ekki og kannski fór traust Rijkaard á okkar manni í leiðinni. Þetta er lengsta bið Eiðs Smára eftir marki í búningi Barcelona en hann var búinn að vera án marks í 544 mínútur í fyrra þegar hann kom inn á sem varamaður og tryggði Barcelona 1-0 sigur á Liverpool á Anfield í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið dugði þó ekki til þess að komast í und- anúrslit keppninnar. Komist Barcelona í úrslitaleikinn getur Eiður Smári orðið fyrsti Íslendingurinn til þess að spila úrslitaleik í Evrópukeppni Meistara- liða, en Ásgeir Sigurvinsson sat á bekknum allan tímann þegar Bayern Munchen tapaði fyrir Aston Villa vorið 1982. - óój Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld: Endar markaþurrð Eiðs gegn Manchester? SÍÐASTA MARKIÐ Eiður Smári Guðjohnsen fagnar sínu síðasta marki fyrir Barcelona sem hann skoraði 12. jan- úar. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Leikur Barcelona og Manchester United á Nou Camp í kvöld verður fyrsti leikur liðanna síðan tímabilið 1998-99 þegar liðin gerðu tvö 3-3 jafntefli í Meistaradeildinni. Félögin hafa alls mæst sjö sinnum í Evrópukeppni, hvort um sig hefur unnið tvo leiki og þrír leikir hafa endað með jafntefli. Markatalan er 15-13 Börsungum í hag. - óój Barcelona og Man. United: Mættust síðast fyrir níu árum FRÁ 1998 Rivaldo í leik gegn United fyrir 9 árum. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.