Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 46
34 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR „Jú, nú er búið að slá þetta af form- lega. Af hverju? Bara... önnur verkefni sem taka meiri tíma hjá mér,“ segir Guðmundur Arnars- son, starfsmaður útgáfufélagsins Birtings. Hann stendur í þeim sporum að vera síðastur ritstjóra hins stundum umdeilda tímarits Bleikt og blátt. Það hefur nú verið lagt niður. Fróði gaf blaðið út á sínum tíma og þá tók Erótíska útgáfan við. Guðmundur segir aldrei að vita nema tímaritið verði endurreist en þegar hann tók við því fyrir um tveimur árum hafði útgáfa þess legið í láginni. Þetta mega heita nokkur tíðindi því þó útgáfusaga Bleiks og blás hafi verið brokk- geng er tímaritið rétt tæplega tví- tugt. Fyrsti ritstjóri var Jóna Ingi- björg Jónsdóttir kynlífsfræðingur og átti hún hugmyndina að nafn- inu. Fyrsta tölublaðið kom út í nóv- ember árið 1989. „Barnið óx og fór sína leið. Þrátt fyrir ævintýralega byrjun og fantagóða sölu tókst útgefendum að fara á hausinn og ég hætti sem ritstjóri og afþakkaði djobbið þegar nýir eigendur tóku við,“ skrifar Jóna Ingibjörg á síðu sína. Hún lagði upp með kyn- lífsfræðslurit en segir það hafa þróast út í hefðbundið ljósblátt kynlífsrit. Meðal annarra ritstjóra tíma- ritsins eru Hrund Hauksdóttir, Davíð Þór Jónsson, Björn Jörund- ur (hét þá blaðið bogb) og Ragnar Pétursson. Guðmundur telur rit- stjórnartíð Davíðs Þórs standa upp úr; að þá hafi verið farin sú leið að fá íslenskar fyrirsætur til að fækka fötum auk þess sem Davíð stóð í stórræðum við að verja blað- ið á forsendum tjáningarfrelsis. „Blaðið gekk best þá og seldist í bílförmum. Ég hef ekki lent í nein- um ævintýrum. Enginn Hugh Hefner-bragur á þessu starfi. Undir það síðasta tók afskaplega lítinn tíma að setja blaðið saman. Hætt var að nota íslenskar fyrir- sætur. Allt mein- og saklaust frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Guðmundur. Hann lætur þess jafn- framt svo getið að erfitt hafi reynst að keppa við netið þegar erótíkin er annars vegar. Guðmundi kom á óvart hversu breiður lesendahópur Bleiks og blás reyndist þegar hann tók við blaðinu. „Í könnun sem gerð var fyrir minn tíma kom í ljós að les- endur voru 30 prósent konur. Og fyrsti sem hringdi í mig til að ger- ast áskrifandi er fæddur 1914,“ segir Guðmundur. Hann segist aðspurður blessunarlega hafa verið laus við öll átök við femín- ista. Að mestu. „Þær komu einu sinni í fjölmiðla til að mótmæla því að blaðið væri gróft en þá náttúru- lega seldist það tölublað upp. Ann- ars lenti ég frekar í því að fólk hefði samband til að lýsa yfir ánægju sinni,“ segir Guðmundur Arnarsson, síðasti ritstjóri tíma- ritsins Bleikt og blátt – að sinni. jakob@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 GAMLA MYNDIN LÁRÉTT 2. snöggur 6. rún 8. erta 9. veiðarfæri 11. vörumerki 12. hald 14. ósannindi 16. tveir eins 17. háma 18. eyrir 20. tveir eins 21. gefa frá sér reiðihljóð. LÓÐRÉTT 1. áfengisblanda 3. ung 4. viðhorf 5. fljótfærni 7. starfræksla 10. hald 13. titill 15. laun 16. efni 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. snar, 6. úr, 8. ýfa, 9. net, 11. ss, 12. skaft, 14. skrök, 16. tt, 17. úða, 18. aur, 20. uu, 21. urra. LÓÐRÉTT: 1. púns, 3. ný, 4. afstöðu, 5. ras, 7. rekstur, 10. tak, 13. frú, 15. kaup, 16. tau, 19. rr. GUÐMUNDUR ARNARSSON: ENGINN HUGH HEFNER-BRAGUR Á ÞESSU Bleikt og blátt lagt niður Dýrasta málverk í heimi er nú til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur. Það heitir Stjáni blái og er eftir Ásgeir Val Sigurðsson. Ásett verð er fjög- ur hundruð milljón Bandaríkjada- lir. „Stjáni Blái hefði aldrei fengið þessa athygli ef myndin væri ódýrari,“ segir Ásgeir. „Með þessu tryggði ég íslensku þjóðinni sér- stakan sess í myndlistarsögunni og sjálfum mér líka. Selji ég mynd- ina hyggst ég nýta mér peningana til að greiða hluta af skuldum rík- issjóðs. Íslenska þjóðin er stór- skuldug sem stendur. Aðeins hluti af upphæðinni verður þó notaður til að greiða skuldir, hitt fer undir lóðakaup þar sem lögð verður áhersla á að auka græn svæði og útrýma svæðum sem áður voru græn en eru það ekki lengur.“ Verk Ásgeirs eru hluti af sam- sýningunni List án landamæra. Ásgeir sýnir þar einnig önnur mál- verk sem eru á mun viðráðanlegra verði, 10.000 - 65.000 kr, og hefur selt tvö til þessa. Ásgeir byrjaði að mála olíumálverk undir hand- leiðslu Öldu Ármönnu Sveinsdótt- ur fyrir rúmum áratug. Þetta er önnur samsýningin sem hann tekur þátt í en hann hefur fullan hug á halda einkasýningu í náinni framtíð. Listamaðurinn hefur miklar áhyggjur af stöðu þjóðarbúsins og finnst að listafólk eigi að samein- ast um fjáröflun fyrir ríkissjóð. „Íslenska þjóðin þarf að fara að spara og ekki eyða meira en hún ræður við. Það á að hætta að kenna Seðlabankanum og Davíð eða ein- hverjum öðrum um ef illa fer. Við erum jú einu sinni mannleg og þurfum að passa upp á fjármálin okkar svo við séum ekki alltaf stórskuldug. Ég tel að engin þörf sé á að við göngum í Evrópusam- bandið þar sem ég álít það hafa verið bara tómt plat og frat frá því að það varð til.“ Samsýningunni List án landa- mæra lýkur á morgun. Næstdýr- asta málverk í heimi er eftir Jack- son Pollock og seldist á 140 milljón dali árið 2006. - glh Dýrasta málverk í heimi í Ráðhúsinu ÞESSI MYND GÆTI GREITT HLUTA AF SKULDUM RÍKISSJÓÐS Ásgeir Valur Sigurðsson með Stjána bláa. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Þetta var mikil upplifun,“ segir Gísli Örn Garðarsson sem er nýkominn heim frá Mexíkó þar sem sýningar Vesturports stóðu yfir á Kommúnunni. Sex sýningar voru haldnar við góðar undirtektir í Mexíkóborg og Guadalajara, heimaborg Gaels Garcia Bernal, sem farið hefur með eitt aðalhlutverkanna. „Þetta var eins og að vera í sirkus með Gael þarna. Hann er stærsta stjarna Mexíkó og er með lífvörð hjá sér allan sólarhringinn. Hann getur hvergi gengið óáreittur,“ segir Gísli Örn, sem líkir aðstæðunum við bíómyndir frá Holly- wood. „Það var upplifun að sjá hvern- ig þetta virkar. Ég tók einn blaða- mannafund með honum og það var bara grín. Fundurinn leystist upp og hann þurfti að hlaupa í burtu með hundrað paparazzi-ljósmyndara á eftir sér.“ Gísli er mjög ánægður með við- brögðin sem Kommúnan fékk. „Við lékum sjötíu prósent á íslensku og þrjátíu á ensku, en með texta- vél. Maður hefur oft farið með sýningar út en þá höfum við leikið alveg á ensku. Núna var þetta svo mikið á íslensku og tónlistin líka en samt virkaði þetta allt jafn vel og heima.“ Ferðalag Vesturports stóð yfir í tvær vikur og gekk ýmislegt á. Meðal annars festist leikmyndin í mex- íkóska tollinum og var henni ekki hleypt út fyrr en þremur tímum fyrir frumsýninguna. „Það hafði ein- hver pakkað niður bjór sem er notaður í leikritinu með leikmyndinni, og þá var öllu lokað og læst,“ segir Gísli, sem leitar nú að nýjum leikara í stað Gael Garcia Bernal. „Hann kom með ótrúlega skemmtilega orku inn í sýn- inguna og maður getur lært fullt af honum. Síðan er hann líka góður drengur og alveg á jörðinni.“ Framundan hjá Kommúnunni eru sýningar í Borgarleikhúsinu auk þess sem Vesturport hefur þekkst boð um að sýna leikritið í Young Vic-leikhúsinu í London eftir áramót. -fb Lífvörður með Gael í Mexíkó GÍSLI ÖRN GARÐARSSON Leikritið Kommúnan var sýnt sex sinnum í Mexíkó við mjög góðar undirtektir. GAEL GARCIA BERNAL Mexíkóski leikarinn var eltur á röndum í heimalandi sínu. Útvarpsmaðurinn knái Ólafur Páll Gunnarsson á Rás 2 hefur verið valinn besti útvarpsmaður landsins í skoð- anakönnun sem birtist í nýjasta tölublaði Mannlífs. Í öðru sæti kemur Þorgeir Ástvalds- son á Bylgjunni og í því þriðja er kollegi Ólafs Páls á Rás 2, Gestur Einar Jónasson. Athygli vekur að Sigmundur Ernir Rúnarsson er í fjórða sæti könnunarinnar. Hingað til hefur Sigmundur verið þekktur sem sjónvarpsmaður en líklega hefur ómþýð rödd hans í samtengdum fréttum Stöðvar 2 og Bylgunnar fallið svona vel í kramið hjá þátttakendum könnunarinnar. Og meira af Óla Palla. Söguleg- ar sættir voru í Popplandi í gær þegar Óli Palli ræddi við Bubba Morthens um lagið „Ég er kominn heim” en Fréttablaðið greindi nýverið frá því að Bubbi taldi útgáfu sína og Björns Jörundar á laginu ekki hafa verið spilaða sem skyldi á Rás 2. Bubbi sagði frá því að Björn hefði sungið lagið á sínum tíma í brúðkaupi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Ingi- bjargar Pálmadóttur, þá vakið athygli sína á laginu þegar hann söng það í Bandinu hans Bubba. Útgáfa þeirra hafi ekki verið til höf- uðs útgáfu Sigurðar Guðmunds- sonar sem kenndur er við Hjálma, Siggi væri vissulega snillingur en útgáfa hans er þó nokkuð dauf að mati Bubba. Hann sagði svo vini sínum Óla Palla af því að fyrir dyrum stæði gifting hans auk þess sem hann væri að flytja inn í nýtt hús við Meðal- fellsvatn. -fb/jbg FRÉTTIR AF FÓLKI BLEIKT OG BLÁTT JARÐSETT Í KYRRÞEY Guðmundur Arnarsson var síðasti ritstjóri tímaritsins Bleikt og blátt, en sá fyrsti var Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, kynlífsfræðing- ur, sem átti heiðurinn að nafninu. Á meðal annarra ritstjóra tímaritsins í gegnum tíðina eru Davíð Þór Jónsson, Ragnar Péturs- son og Björn Jörundur, en í hans tíð hét blaðið bogb. VERÐBÓLGUTILBOÐ Glæný stórlúða aðeins 990kr/kg -á meðan byrgðir endast Opið til 18:15 vegna Barcelona-Man.utd Þú getur alltaf treyst á prinsinn Hlíðasmára 8 • 201 Kópavogi s: 554 7200 • www.hafid.is „Þarna er ég 19 ára blómarós í Versló. Ég átti eitt ár eftir í stúd- entinn og var í hljómsveitinni Celsius á þessum árum, með ekki verri stjörnum en Pálma Gunnars og Jóhanni Helgasyni. Þetta er flott klipping...“ Helga Möller, söngkona. Myndin er tekin í nóvember 1976.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.