Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 23. apríl 2008 25 Tónleikaröðin Tónsnilling- ar morgundagsins heldur áfram í Salnum í kvöld með tónleikum fiðluleikarans Helgu Þóru Björgvins- dóttur sem útskrifaðist á síðasta ári frá Listaháskól- anum í Berlín með hæstu einkunn. Meðleikari Helgu á tónleikunum er Kristinn Örn Kristinsson píanóleik- ari, en hann er jafnframt listrænn stjórnandi tónleik- araðarinnar. Helga útskrifaðist frá Lista- háskóla Íslands vorið 2004 og hélt þá um haustið út til Berlínar til frekara náms. Hún segir Berlínar- dvölina hafa gefið sér mikið. „Berlín er æðisleg borg og það var algerlega mögnuð reynsla að hafa tækifæri til að upplifa allt þetta menningarlíf, sem er á heims mæli- kvarða. Sérstaklega fannst mér gott að geta brugðið mér í Fíl- harmóníuna og upplifað ótrúlega tónleika með einni af bestu sinfón- íuhljómsveitum heimsins og fá að sjá alla helstu einleikarana koma þar fram. Slíkir tónleikar voru mér mikil uppspretta innblást- urs.“ Listaháskólinn í Berlín er virt- ur skóli og á hverju ári komast þar færri að en vilja. Það má því áætla að það sé töluvert afrek að útskrifast þaðan með hæstu ein- kunn, eða hvað? „Ég veit ekki hvað það eru margir á ári hverju sem útskrifast með hæstu eink unn. Ég var reyndar hæst í mínum bekk, en ég veit ekki hvort þetta er eitthvert sérstakt afrek,“ segir Helga hógværðin uppmál- uð. Tónleikarnir í Salnum verða fyrstu einleikstónleikar Helgu á Íslandi frá því að hún lauk námi í Þýskalandi. Á efnisskránni eru Sónata fyrir fiðlu og píanó í f-moll, op. 80 eftir Prokofiev, Sónata fyrir einleiksfiðlu í E-dúr eftir J. S. Bach og Sónata fyrir fiðlu og píanó í g-moll eftir Debussy. „Þessi verk eru öll mögnuð en eru samt frekar ólík; það mætti þannig segja að þau séu ágætir fulltrúar sinna landa, Rússlands, Þýskalands og Frakklands. Að auki lék ég verkið eftir Debussy á útskriftartónleik- unum mínum í Berlín og því lang- aði mig til að flytja það á fyrstu eiginlegu tónleikunum mínum á Íslandi,“ útskýrir Helga. En hvað ætli framtíðin beri í skauti sér fyrir þessa ungu tónlist- arkonu? Helga kveðst ekki hafa niðurnjörvaða langtímaáætlun, en hún hefur þó ótvíræðan metnað. „Ég er sem stendur í námi í París, sem er ekki síðri menningarborg en Berlín, og ég verð þar áfram næsta árið. En svo veit ég ekki hvað tekur við að því loknu; ég stefni að því að starfa sem fiðlu- leikari og langar því að komast að í hljómsveit, annað hvort hér heima eða erlendis.“ Tónleikar Helgu Þóru hefjast kl. 20. Miðaverð er 2.000 kr., en eldri borgarar, öryrkjar og náms- menn fá miðann á 1.500 kr. vigdis@frettabladid.is Helga flytur mögnuð verk frá þremur löndum HELGA ÞÓRA OG KRISTINN ÖRN Koma fram á tónleikum í Salnum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Myndlistarkon- an Guðný Svava Strand- berg sýnir málverk í Geysi Bistro bar, Aðalstræti 2, til 15. maí næstkomandi. Sýningin er opin alla daga vikunnar frá kl. 11.30 til 22. Á sýning- unni, sem hlotið hefur nafnið Eldur, ís og ævintýri, vinnur Guðný Svava með hlýnun jarðar og skyldi engan undra, enda eru umhverfis mál talsvert í umræðunni um þessar mundir. Í verkunum má sjá breytilega náttúru sem verður meðal annars fyrir áhrifum af lifnaðarháttum okkar mannanna. Áhugasömum er bent á að Guðný tekur þátt í samsýningu sex myndlistarkvenna í Ráðhúsi Reykjavíkur í ágúst. - vþ Síbreytileg náttúran MYND Á SÝNINGUNNI ELDUR, ÍS OG ÆVINTÝRI Guðný Svava vinnur verk sín út frá hugmyndum um hlýnun jarðar. Í seinni heimsstyrjöldinni hvarf fjöldi manna sporlaust. Einn af þeim þekktustu er án efa flug- maðurinn og rithöfundurinn Anto- ine de Saint-Exupéry sem kunn- astur er fyrir hugljúfa sögu sína um Litla prinsinn. Saint-Exupéry flaug af stað frá eyjunni Korsíku í júlí árið 1944 og sást aldrei aftur. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um örlög hans; margir töldu að vélarbilun hefði valdið því að hann hrapaði, aðrir vildu meina að hann hefði framið sjálfsmorð. Enn aðrir héldu því fram að hann hefði verið skotinn niður af þýska hernum. Nú virðist sem þessi síðastnefndi hópur hafi átt kollgátuna þar sem nýverið kom í ljós vitnisburður sem styður kenninguna. Árið 1998 fengu nokkrir sjó- menn frá Korsíku armband sem merkt var Saint-Exupéry í netin hjá sér. Í kjölfar þessa fundu kaf- arar brak flugvélar hans en jarðn- eskar leifar rithöfundarins var hvergi að finna. Skammt frá fund- ust leifar annarrar flugvélar sem reyndist hafa tilheyrt þýska flug- hernum. Í kjölfarið fór einn kafar- anna, Lino von Gartzen, að grafast nánar fyrir um þá sveit þýska flughersins sem flaug á svæðinu undir lok stríðsins. Hann hafði uppi á flugmanni úr sveitinni, Horst Rippert, til að kanna hvort hann vissi til þess að einhver félaga hans hefði flogið daginn örlagaríka þegar Saint-Exupéry hvarf. Við fyrirspurnina kom held- ur óvænt svar frá hinum 86 ára Rippert: hann kvaðst sjálfur hafa skotið flugvél rithöfundarins niður. Rippert, sem var aðeins 22 ára þegar þetta var, var mikill aðdáandi Saint-Exupéry og honum var því mjög brugðið þegar hann frétti af hvarfi þessarrar hetju sinnar, aðeins degi eftir að hann hafði sjálfur skotið niður flugvél rétt utan við strendur Korsíku. Hann varð umsvifalaust viss um að hann bæri sök á hvarfi Saint- Exupéry, en sagði engum frá grun sínum fyrr en von Gartzen bar að garði. Engin leið er að sanna fullyrð- ingar Ripperts, en enn sem komið er verður útskýring hans að telj- ast ein sú sennilegasta sem fram hefur komið varðandi dularfullt hvarf Saint-Exupéry. - vþ Gátan um Saint- Exupéry leyst? Sumarið er rétt handan við hornið ef marka má dagatalið, þó svo að veðurguðirnir virðist ekki allt- af vera fyllilega með á nótunum. Á morgun verður komu sumars fagnað víða um land með margvís- legum uppákomum. Á Þjóðminjasafni Íslands verður boðið upp á dagskrá helgaða börnum og brúðum. Meðal annars verður hægt að sjá Gang- andi brúðuleikhús þeirra Konstantins Shcherbak og Maríu Bjarkar Steinarsdóttur sem verða með leik- sýningar klukkan 14 og 16 á morgun. Aðalbrúða sýningarinnar er hin rússneska karni- valsbrúða Petrushka sem skapar vissa tengingu við rússneska alþýðumenningu. Konstantin og María endurskapa þannig hefðbundið rússneskt brúðu- leikhús með brúðunni Petrushka og flutningi á alþýðutónlist. Í tilefni dagsins verður líka opnuð sýning á gömlum brúðum úr eigu safnsins á Torginu, sungið verður með börnunum, farið í hópleiki og boðið upp á listasmiðju. Börn og fullorðnir geta svo líka fetað saman Fræðsluspor fjölskyldunnar í Þjóðminja- safninu, skemmtilegar leikjaþrautir sem má leysa um leið og grunnsýningin er skoðuð. Fræðslusporin má nálgast í afgreiðslunni ásamt hinum sívinsælu ratleikjum: Hvar eru dýrin? Hvar eru konurnar? Hvar eru beinin og tennurnar? og Hvar eru kynja- verurnar? Dagskráin hefst klukkan 14 en opið hús er allan daginn frá 11 til 17 og ókeypis inn. - vþ Komu sumars fagnað með brúðum og leikjum ANTOINE DE SAINT- EXUPÉRY Hvarf spor- laust árið 1944, en skildi eftir sig sígilda barnabók. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Stendur fyrir skemmtilegri fjölskyldudagskrá á sumardaginn fyrsta. Þjóðleikhúsið um helgina Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00 mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Engisprettur e. Biljana Srbljanovic sýn. fim 24/4, fös. 25/4 örfá sæti laus Sólarferð e.Guðmund Steinsson Tvær sýningar lau. 26/4 örfá sæti laus sýn. sun. 27/4 örfá sæti laus Vígaguðinn e. Yasminu Reza sýn. lau. 26/4 sýningum að ljúka Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson sýn. sun. 27/4 uppselt Athugið aukasýning 4. maí! Sá ljóti e. Marius von Mayenburg sýn. fim. 24/4 uppselt, fös. 25/4 uppselt gullsmiðjan.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.