Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. apríl 2008 11 EFNAHAGSMÁL „Forsætisráðherra, utanríkisráðherra og viðskipta- ráðherra hafa verið með yfirlýs- ingar sem hafa verið svo efnisrík- ar að þær hafa verið grundvöllur að vænting- um bæði á fjármála- markaði og víðar þannig að ég veit ekki hvers hann hefur verið að vitna til að opinber umræða geti haft slæm áhrif,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands, ASÍ. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins fyrir helgi að ríkisstjórnin og Seðlabankinn ynnu baki brotnu að því að finna lausn á alþjóðlegum efnahags- vanda sem hrjáir Íslendinga og að mikil opinber umræða gæti haft slæm áhrif. - ghs Framkvæmdastjóri ASÍ: Veit ekki í hvað hann vitnar GYLFI ARINBJÖRNSSON VERÐBRÉF „Ég held að Þorsteinn Már geti ekki rekið sitt útgerðar- fyrirtæki á þessum kjörum,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt og hluthafi í Glitni, aðspurður um fyrirhugaða ferð starfsmanna Glitnis til dvalar á lúxushóteli á frönsku Riveríunni. Þorsteinn Már Vilhelmsson, forstjóri og aðaleigandi útgerðar- félagsins Samherja, tók við formennsku í stjórn Glitnis í febrúar og hefur lýst vilja til aðhalds í rekstri. „Ég trúi því og treysti að Glitnir verði rekinn á svipuðum grundvelli og Þorsteinn Már rekur sitt útgerðarfyrir- tæki,“ segir Vilhjálmur sem áður hefur harðlega gagnrýnt meðferð á fé bankans. - gar Biðlað til stjórnarformanns: Reki Glitni eins og Samherja VILHJÁLMUR BJARNASON Gagnrýnin hluthafi í Glitni undrast ferð til Cannes. Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann. Lögreglumaðurinn hafði skömmu áður handtekið manninn sem sló hann síðan með krepptum hnefa í bringuna. DÓMSTÓLAR Dæmdur fyrir að slá lögreglumann UMHVERFISMÁL „Með ræktun lífrænn- ar jurtaolíu, biodísil, á Íslandi væri mögulegt að sjá íslenska skipaflot- anum fyrir allri þeirri olíu sem hann notar á ári, en bio-dísilolía er að öllu leyti umhverfisvænni en hefðbund- in dísilolía,“ segir Jón Bernódusson, verkfræðingur á rannsóknasviði hjá Siglingastofnun Íslands, Rannsókna- og þróunarsvið Sigl- ingastofnunar gangsetti í gær í rannsóknarskyni skipavél sem knúin er bio-dísilolíu og er þetta í fyrsta sinn sem skipavél hefur verið keyrð á slíkri olíu hér á landi. Mark- mið rannsóknarinnar er að gera mælingar á afgasinu og bera þær saman við mælingar á afgasi frá skipadísilolíu. Biodísil er unnið úr jurtinni repju sem hægt er að rækta á Íslandi sem vetrarrepju, og segir Jón nánast allt mæla með ræktun hennar hér á landi. „Úr repjunni fáum við elds- neyti sem kolefnisjafnar og það sem ekki fer í olíuna nýtist í afar prót- einríkt dýrafóður. Þetta stefnir sem sagt allt í rétta átt.“ Tilraunir með bio-dísilolíu eru hluti af rannsóknarverkefni á vegum Skipastofnunar sem ber heit- ið Umhverfisvænir orkugjafar og er hluti af samgönguáætlun. Verk- efnið er hluti af stærra verkefni sem snýs um loftgæði í skipum. - kg Skipavél keyrð á bio-dísilolíu í vélarsal Fjöltækniskólans í gær: Gæti séð íslenska skipaflotanum fyrir olíu UMHVERFISVÆN: Jón Bernódusson ásamt þeim Hákoni Þór Árnasyni og Eyjólfi Guðmundssyni vélstjóranemum. MIÐAUSTURLÖND Ayman Al- Zawahiri, sem talinn er næst valdamesti maður Al-Kaída, sakaði sjía-múslima í Íran um að reyna að veikja samtökin með því að breiða út þá samsæriskenn- ingu að Ísrael hafi staðið að hryðjuverkaárásunum 11. september 2001 í Bandaríkjunum. Í tveggja klukkustunda hljóðupptöku sagði hann að sjíar í Íran hefðu reynt að breiða orðróminn út í þeim tilgangi að sanna að súnní-múslimar væru ekki þess megnugir að valda Bandaríkjamönnum svo miklum skaða sem þeir urðu fyrir í sjálfsmorðsárásunum. - jse Hljóðupptaka frá Al-Kaída: Saka Írani um áróður gegn sér

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.