Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.04.2008, Blaðsíða 8
 23. apríl 2008 MIÐVIKUDAGUR RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu „Tvímæla- laust ein af sterkustu skáldsögum ársins.“ (B.Þ.V. Morgunblaðið) SEIÐANDI STÍLSNILLD w w w .s a lk a .is NORÐURLÖND Þúsundir hjúkrunar- fræðinga hafa eða ætla að leggja niður störf víða um Svíþjóð næstu daga til stuðnings kröfu um launa- hækkun upp á fimmtán prósent næstu tvö árin. Um 2.500 hjúkrun- arfræðingar höfðu boðað verkfall á mánudag en vinnuveitendum tókst að halda um eitt þúsund þeirra áfram í vinnu með þeim rökum að verkfallið hefði samfé- lagslega hættu í för með sér. Fjöl- mennir mótmælafundir hafa verið haldnir víða. Langar biðraðir eru á bráðavöktum. Hrafnhildur Rós Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur á vöku- deild Barna- sjúkrahúss Sylvíu Svía- drottningar í Gautaborg, segir að hjúkr- unarfræðingar á öllum Norður- löndum kvarti undan lágum launum. Hjúkr- unarfræðing- arnir séu sammála um að þeir fái ekki sömu laun og stéttir með sam- bærilega menntun. Í Finnlandi hafi hjúkrunarfræðingar fengið um 20 prósenta launahækkun á einu ári en þeir hafi verið lang- launalægstir á Norðurlöndum. Hrafnhildur er ekki í verkfalli og enginn á hennar deild. Hún hefur líka verið í námsleyfi frá áramótum og farið öðru hvoru í skorpuvinnu til Noregs. Hrafn- hildur fer þá á vegum starfs- mannaleigu og tekur þar langar helgarvaktir, oftast á háskóla- sjúkrahúsinu í Ósló. Hún vinnur allt upp í fimm til sjö daga í einu á fjögurra til átta vikna fresti og segir að það gefi ágætlega. „Þetta er svolítið lýsandi fyrir stöðuna hérna. Hjúkrunarfræð- ingar fara til Noregs til að vinna því að það eru miklu betri laun þar, kannski um þrjátíu prósent- um hærri laun. Margar gera þetta til að drýgja tekjurnar og sumar gera þetta eingöngu, fara eina helgi í mánuði og vinna,“ segir hún. Hrafnhildur telur að norskir hjúkrunarfræðingar séu launa- hæstu hjúkrunarfræðingarnir á Norðurlöndunum en bendir um leið á að það sé dýrara að búa í Noregi en á hinum Norðurlöndun- um „þannig að ég veit ekki hversu mikið betra þær hafa það, hvort kaupmátturinn sé hærri en hjá okkur hinum. Það er mjög sérstakt að reka þetta kerfi svona og það er hvorki spennandi né þroskandi fyrir mann sjálfan að fara með þessum hætti og vinna. Öll þróun- arvinna er erfiðari fyrir deildirn- ar þegar starfsmannamálin eru í svona ójafnvægi og það er mjög sérstakt að Norðmennirnir skuli leysa sín vandamál svona.“ ghs@frettabladid.is Kvarta alls staðar undan laununum Sænskir hjúkrunarfræðingar eru komnir í verkfall. Íslenskur hjúkrunarfræð- ingur í Gautaborg segir að norskir hjúkrunarfræðingar hafi bestu launin. Margir hjúkrunarfræðingar fari í skorpuvinnu til Noregs til að hífa launin upp. STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt- ir, félags- og tryggingamálaráð- herra, telur vaxtalækkun Íbúða- lánasjóðs ekki vinna gegn aðgerðum Seðlabankans sem miða að lækkun verðbólgu. „Ég get ekki séð að þetta hafi neikvæð áhrif á verðbólguna og efnahagsþróunina, þetta er það lítil lækkun,“ sagði Jóhanna í sam- tali við Fréttablaðið. Vextir sjóðsins á lánum með uppgreiðsluákvæði lækkuðu úr 5,5 prósentum í 5,2 prósent og á lánum án uppgreiðsluákvæðis úr 5,75 prósentum í 5,7 prósent. Jóhanna segir vaxtalækkunina hafa verið fyrirséða, aðeins hafi verið spurning um hve mikil lækk- unin yrði. Hún segir að sér hafi ekki verið tilkynnt um ákvörðun- ina fyrirfram, sjóðurinn sé sjálf- stæður í sínum ákvörðunum. Ákvörðun Íbúðalánasjóðs er á skjön við efnahagsaðgerðir Seðla- bankans sem hefur hækkað stýri- vexti reglulega, síðast fyrir tveim- ur vikum. Jóhanna segir Íbúðalánasjóð starfa eftir allt öðrum lögum en Seðlabankinn. „Sjóðurinn á að halda þannig á málum að fólk geti eignast hús- næði á viðráðanlegum kjörum en Seðlabankinn á að halda niðri verðbólgu.“ bjorn@frettabladid.is Félagsmálaráðherra segir Íbúðalánasjóð ekki vinna gegn aðgerðum Seðlabanka: Starfar eftir allt öðrum lögum JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Félags- og tryggingamálaráðherra. MÓTMÆLI SKEKJA SVÍÞJÓÐ OG DANMÖRKU Mótmæli og verkföll skekja heilbrigð- iskerfið í Svíþjóð og Danmörku þessa dagana. Hjúkrunarfræðingar eru komnir í verkfall víðs vegar um Svíþjóð en danskir hjúkrunarfræðingar hafa verið í verkfalli frá því um miðja síðustu viku. Hér sjást nokkrir þeirra fyrir utan Kristjánsborgarhöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓLAFUR RAFNAR Það er mjög sérstakt að reka þetta kerfi svona og það er hvorki spennandi né þrosk- andi fyrir mann sjálfan að fara með þessum hætti og vinna. HRAFNHILDUR RÓS GUNNARSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Í SVÍÞJÓÐ. HRAFNHILDUR RÓS GUNNARSDÓTTIR EFNAHAGSMÁL „Þessi skýrsla dreg- ur fram nauðsyn þess að athafnir fylgi þeim orðum sem hér hafa fallið af hálfu stjórnvalda, um að greiða fyrir bönkum í þeirri lausa- fjárkreppu sem nú er talin geta ógnað þeim,“ segir Ólafur Ísleifs- son, lektor við Háskólann í Reykja- vík. „Um leið er vakin athygli á því að yfirvöld peningamála eru van- búin eins og sakir standa til viða- mikilla verkefna á þessu sviði.“ Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu að hlutfallsleg stærð bankakerfisins í íslensku efnahagslífi veki spurn- ingar um getu stjórnvalda til að standa við yfirlýsingar um stuðn- ing við bankakerfið, reynist þess þörf. Almennt sé staða ríkisins þó sterk. Fjallað er um skýrsluna í Veg- vísi Greiningardeildar Landsbank- ans. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa sagst munu styðja við bank- ana, þurfi þeir á stuðningi að halda. Hins vegar hefur gjaldeyr- isvaraforði Seðlabankans ekki enn verið aukinn, að sögn Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Davíð Oddsson seðlabankastjóri, sagði á dögunum að hann mætti tvöfalda. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur nú um 220 milljörðum króna. Í skýrslu Fitch segir að Íslands hafi hlutfallslega minnstan gjald- eyrisforða allra ríkja sem hafi lánshæfiseinkunnina A. Fitch segir að tímasetning stuðningsaðgerða skipti þá öllu máli. Versni ytri skilyrði enn og þar með aukist líkur á stuðningi ríkisins, hefði það neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkisins. Raunveruleg og tímanleg við- brögð stjórnvalda geti leitt til þess að auka traust á íslenskum efna- hag án þess að lánshæfi landsins sé stofnað í hættu. - ikh Gjaldeyrisforði Íslands er hlutfallslega minnstur allra ríkja með bestu lánshæfiseinkunn: Spurt hvort ríkisstjórnin standi við yfirlýsingarnar ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Lektor við Háskól- ann í Reykjavík segir nýja skýrslu Fitch sýna nauðsyn þess að orðum stjórn- valda fylgi athafnir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.