Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 16
16 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ ■ Hláturgas eða glaðgas kallast díniturmónoxíð á máli efnafræð- innar og hefur efnatáknið N2O. Árið 1844 notaði enskur tann- læknir köfnunarefni í fyrsta sinn sem deyfilyf við tanntöku og árið 1868 var það í fyrsta sinn notað til svæfinga við uppskurð. Ef efninu er blandað saman við yfirmagn af súrefni er það skaðlaust til innöndunar. Það er til að mynda oft notað við deyfingu mæðra í hríð- um. Einnig má geta þess að niturdíoxíð er notað sem þrýstigas í úðabrúsa. NOTADRJÚG EFNABLANDA GLAÐGAS Ævar Smári Jóhannsson er líklegast yngsti togara- skipstjóri landsins. Þessi þrjátíu og eins árs gamli kappi er ábyrgur fyrir 27 manna áhöfn á Höfrungi III AK. Hann fer þó ekki með neinum bægslagangi fyrir liði sínu en nokkrir skip- verjanna voru þegar farnir að sækja sjóinn þegar Ævar Smári kom í heiminn. „Ég byrjaði árið 1993 á línubát frá Sandgerði en ári síðar fór ég á 70 daga túr á frystitogara frá Seyðis- firði og ég hef eiginlega ekki stoppað síðan þá,“ segir Ævar Smári. Hann var stýrimaður á Höfr- ungi en svo veiktist skipstjórinn og skömmu síðar afleysingamað- ur hans svo röðin kom að þeim unga, fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan, að fara fyrir fley- inu. En hvernig gengur honum að hafa stjórn á skipi og mannskap? „Þetta er náttúrlega ótrúlega sam- stillt og góð áhöfn svo það er afar gott að vinna með þeim. Ég fer mér líka nokkuð rólega, alla vega veður maður ekkert yfir þessa karla sem margir hverjir hafa verið til sjós í 30 til 40 ár. Reyndar er einn um borð sem byrjaði á síðutogara svo þessir menn taka ekki hverju sem er.“ En þó kapteinninn sé ekki rosk- inn man hann tímana tvenna í sjó- mennskunni. „Þegar ég var polli var það afar eftirsótt að komast á sjóinn og það var eins og að detta í lukkupottinn að fá pláss. Skip- stjórarnir voru líka eins og kóngar í bæjarfélaginu. Nú vilja ungir menn helst fá sæti við skrifborð í bönkunum.“ En kannski er þetta að breytast. „Fyrir nokkrum árum gat verið erfitt að manna bátana en í seinni tíð er þetta aftur orðið afar eftir- sótt. Ég skal ekki segja hvort það sé vegna ástandsins í efnahags líf- inu. Reynar er það þannig að sjó- menn eru meðal þeirra fáu sem njóta góðs af gengislækkuninni. Allavega þykknaði launa- umslagið.“ jse@frettabladid.is Strákurinn í brúnni „Í raun má segja að þetta sé eitt af okkar elstu vörumerkjum,“ segir Brynja Georgsdóttir, vöru- merkjastjóri Nóa Síríus, en fyrir- tækið selur íslenskt súkkulagði í um fimmtíu verslunum Whole - foods á austurströnd Bandaríkj- anna. Fjórar tegundir eru í boði en auk hefðbundins rjómasúkkul- aðis sem inniheldur 33 prósent kakómassa fæst Síríus Konsúm sem hefur 45 prósenta kakóinni- hald, Síríus 56 prósent og Síríus 70 pró- sent. Er öllum teg- undunum pakkað á svipaðan hátt, það er í smjörpappírsumbúðir sem Íslendingar flestir þekkja. Segir Brynja þær umbúðir passa Wholefoods-verslununum betur. „Þetta eru háklassa búðir sem bjóða upp á lífrænar vörur og þessar pakkningar eru meira í þá áttina.“ Súkkulaðið sé vissu- lega ekki lífrænt en flokkist við hlið þess.Útflutning- ur á súkkulaðinu hófst árið 2005 og hefur salan aukist ár frá ári. Stefnt er að áfram- haldandi útflutningi í nánu sam- starfi við Wholefoods. - ovd Klassískar súkkulaðipakkningar henta vel: Íslenskt súkkulaði í Bandaríkjunum Í SUMAR OPNAR REX KL 21.00 MEÐ HAPPY HOUR (2 FYRIR EINN) ALLAR HELGAR TIL 24.00. Austurstraeti 9. 101 Reykjavik Iceland www.rex.is e-mail: rex@rex.is SÍRÍUS KONSÚM SÚKKULAÐI TVEIR UNGIR Í BRÚNNI Ævar Smári Jóhannsson er yngsti togaraskipstjóri landsins. Hér er hann í brúnni í Höfrungi ásamt syni sínum, Andra Fannari Ævarssyni, en hann er ekki enn orðinn ábyrgur fyrir fleyi og áhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það lá ágætlega á Marinó Thorlacius ljósmynd- ara þegar Fréttablaðið náði í hann, þrátt fyrir að hann fyndi fyrir óþægindum í hálsi og augum. Málavextir voru þeir að fyrr um daginn hafði hann verið uppi í Norðlingaholti að taka myndir af því þegar sló í brýnu milli lögreglu og mótmælenda og hann fékk piparúða á sig. „Ég reyndi að komast eins nálægt og ég gat en hélt mig þó til hliðar þegar löggan lét til skarar skríða en engu síður fékk ég slatta á mig. Ég gat lítið séð eftir það og þurfti að taka myndir blind- andi. Þegar ég skoðaði þær eftir á sá ég að ég hef náð nokkrum góðum myndum sem ég á eftir að vinna úr og koma á framfæri með einum eða öðrum hætti þegar fram í sækir.“ Marinó hefur starfað sem sjálfstæður hönn- uður undanfarin ár en einbeitir sér nú að því að koma á fót eigin ljósmyndastúdíói í Garðabæ. Marinó gaf út ljósmyndabókina Land fyrir að verða hálfu öðru ári. Hún vakti nokkra athygli. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson – RAX – lofaði hana til dæmis í hástert og var honum meðal annars boðið út fyrir landsteinana að halda sýningar. Marinó undirbýr nú nýja sýningu sem verður opnuð í Fótógrafí, ljósmyndaverslun Ara Sigvaldasonar, í ágúst næstkomandi en þar verða eingöngu nýjar myndir. Sumarið fer því fyrst og fremst í vinnu hjá Marinó, þó ekki eingöngu ljósmyndun. „Ég kem frá Örlygshöfn við Patreksfjörð og geri ráð fyrir að fara í heyskap eins og alltaf. Það er ekkert sumar án þess.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? MARINÓ THORLACIUS LJÓSMYNDARI Piparúði og sýning í undirbúningi Lögreglan skipar fyrir „Farið af götunni! Þeir sem ekki hlíta fyrirmælum geta átt von á því að verða handteknir. Þetta eru ólögleg mótmæli!“ FORINGI LÖGREGLUMANNA Á VETT- VANGI ÁTAKA Í NORÐLINGAHOLTI Fréttablaðið 24. apríl Á hlaupahjólum „Okkur er svo umhugað að vera snögg til gagnvart kúnn- anum og þess vegna þarf að nota allar leiðir til að vera fljótari.“ HELGI JÓHANNESSON LÖGMAÐUR UM RAFKNÚIN HLAUPAHJÓL SEM TEKIN HAFA VERIÐ Í NOTKUN Á LÖGMANNSSTOFUNNI LEX Fréttablaðið 24. apríl „Mér fannst báðir aðilar fara yfir strik- ið í þessum mót- mælum og er hálf gáttaður á þessu. Ég hafði ákveðna samúð með mál- stað vörubílstjóra þegar þeir hófu fyrst að mótmæla en síðustu vikur hafa þeir gengið of langt. Ég veit til þess að þeir hafa stefnt fólki í hættu með því að teppa sjúkra- bíla, hægja á starfsemi lögregl- unnar og fleira og slíkt finnst mér ekki forsvaranlegt. Að sama skapi var ég undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar. Það sem ég sá benti ekki til þess að þarna væri verið að beita mjög diplómatískum aðferðum til að leysa málin. SJÓNARHÓLL ÁTÖKIN Í NORÐLINGAHOLTI Báðir aðilar fóru yfir strikið ÞORSTEINN GUÐMUNDS- SON grínisti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.