Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.04.2008, Qupperneq 18
18 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björgvin Guðmundsson og Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Spennan er gríðarleg. Það þarf að greiða hárið í fallegan hnút, yfirfara skóna og mæta tímanlega. Í kvöld verður hin árlega vorsýning balletskóla Sigríðar Ármann. Þau átta ár sem við höfum notið sýningarinnar hefur aldrei brugðist að ég verð djúpt snortin. Ástæðan er ekki einungis móðurstoltið því satt að segja hefur komið fyrir að við höfum ekki komið auga á dóttur okkar á sviðinu því mikil leynd hvílir yfir sýningunni þannig að við vitum ekki í hvaða atriði hún er. Þær eru allar jafn yndislegar, hvort sem ég á þær eða ekki. Ég dáist alltaf jafn mikið að Ástu skólastýru og kennarahópn- um hennar sem heldur uppi vinnugleði með ástríkum aga allan veturinn og setur upp sýningu hvert vor í Borgarleik- húsinu sem allir mega vera stoltir af. Í næstu viku verður skauta- sýningin. Á þá sýningu mætum við með teppi. Við dáumst að framförum hópsins, dugnaði þjálfaranna og foreldrafélagsins sem lyftir grettistaki í sjálfboða- vinnu. Það er frábært að fylgjast með hópnum og gleðin lýsir af hverju andliti. Þá eru ótaldir vortónleikarnir. Sú yngri er að ljúka forskólanum í Tónskóla Sigursveins og ég get ekki beðið eftir því að litli frændinn hefji þar nám svo ég geti aftur notið þeirra forrétt- inda að fylgjast með náminu hjá Elvu Lilju í gegnum áhugasaman nemanda. Ég hef aldrei séð áhugalausan nemanda á tónleik- um forskólans og hef ég sótt þá marga. Sjálf get ég ekki klappað í takt og dáist að því hvað kennararnir ná út úr hópnum. Næsta vetur verða báðar dæturnar farnar að læra á hljóðfæri, þeir tónleikar eru öðruvísi en líka skemmtilegir. Reyndar ergi ég mig á foreldrum sem hlusta aðeins á sín eigin börn og laumast svo út. Á góðum degi finn ég afsökun fyrir þá (þeir þurfa kannski að fara í sjúkraheimsókn eða á aðra tónleika) en þegar dagsformið er ekki sem best finnst mér þeir óttalegir dónar. Um síðustu helgi var haldin ráðstefna sjálfstæðra skóla. Balletskólinn og Tónskólinn voru ekki á dagskrá, enda einungis leik- og grunnskólar í því félagi. Dætur mínar hafa verið mjög ánægðar í ófrjálsu leik- og grunnskólunum sem þær hafa stundað nám í. Þær eru alsælar í frjálsa ballett- og tónskólanum sínum en allir skólarnir þeirra uppfylla svo sannarlega kröfuna um gleði í skólastarfi sem var yfirskrift ráðstefnunnar. Það er allt of lítið rætt um það merkilega skólastarf sem fram fer utan leik- og grunnskólans og hefur afgerandi áhrif á börnin okkar. Það er synd að öll börn skuli ekki eiga kost á því að njóta þess sem þar er boðið upp á, sum vegna bágrar efnahags- legrar stöðu foreldranna önnur vegna sinnuleysis þeirra. Þetta er líka spurning um val eins og móðir þríburanna sagði í búningsherberginu í ballett- skólanum forðum. Á vorsýningunum hugsa ég ekki um vesenið í kringum skutlið, erfiðleikana við að vakna, æfingarnar heima eða peningana sem fóru í þetta. Ég sé hamingjusöm börn sem hafa fengið fleiri tækifæri til að þroskast og ég trúi því að það geri þau og okkur foreldrana að betri manneskjum. SPOTTIÐ Vorboðar RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR Í DAG | Skóla- og uppeldisstarf Að beita sverði eða penna Mótmælin í fyrradag við Rauðavatn hafa hreyft við mörgum blekbónd- anum. Þráinn Bertelsson er meira að segja farinn að fletta upp í Biblíunni og vitnar í Matthíasarguðspjall á bloggsíðu sinni. Þar segir „...allir þeir sem grípa til sverðs munu farast fyrir sverði...“ Þar áður hafði hann skrifað „Ég mótmæli því að hafa lengur yfir mér hernaðardýrkandi dóms- málaráðherra með geðvillta ofbeldisseggi í sinni þjónustu.“ Hann ætti kannski að fara varlega með pennann, sem er jú beitt- ari en sverðið. Lögreglan lamdi Íslendinga Í fréttum sjónvarpsins mátti sjá þegar lögreglumenn leiddu Viðar H. Guðjohnsen, formann Landssam- bands ungra frjálslyndra, í járnum af vettvangi. Á bloggsíðu hans kemur fram að hann hafi áhuga á ferðalög- um til hinna ýmsu menningarheima en einnig hefur hann gaman af júdó og öðrum sjálfsvarnaríþróttum. Þetta tvennt virðist eiga býsna vel saman í huga formannsins því hann var mest hneykslaður á lögreglunni að vera að berja á samlöndum sínum en hann kallaði hneyksl- aður „Þeir eru að berja Íslendinga!“ Hvað er hann að gera í þessum ferða- lögum sínum til hinna ýmsu menningarheima? Mótmælaaðgerðir frjálslyndra? Á bloggsíðu hans segir enn fremur: „Svona fantaaðgerð- ir eru ekki gerðar nema með sam- þykki stjórnvalda. Gefumst aldrei upp í baráttunni, höldum áfram. Látum ekki berja okkur til hlýðni.“ Fyrir hverju er formaður ungra frjálslyndra að berjast? jse@frettabladid.is F yrr á þessu ári var móðir dæmd í héraði til að greiða kennara barns síns bætur vegna áverka sem hann hlaut í slysi í skólanum. Slysið varð með þeim hætti að barn skellti aftur rennihurð sem lenti á höfði kennarans en hann hlaut 25 prósenta örorku af völdum áverkans. Móðir barnsins var vel tryggð og því var ljóst að tryggingafé- lag hennar myndi greiða bæturnar, sem námu tæplega tíu millj- ónum króna. Sveitarfélagið, sem á og rekur skólann, var ekki dæmt til greiðslu bóta. Dómnum hefur nú verið áfrýjað til Hæstaréttar, bæði af tryggingarfélagi móðurinnar og lögmanni kennarans, sem vill að ábyrgð skólans verði viðurkennd. Það sem vakti athygli í þessu máli er einmitt að ábyrgð skól- ans, eða sveitarfélagsins sem eiganda og rekstraraðila hans, er ekki viðurkennd í dómi héraðsdóms. Fagmenn komu þó fyrir dóminn og lýstu því að frágangur rennihurðarinnar sem slysinu olli hefði verið ófullnægjandi. Enginn fagmaður kom fyrir dóminn til að meta fötlun barnsins, sem er með Asperger-heilkenni, heldur notaðist dómurinn við upplýsingabækling um Asperger-heilkenni. Sérkennilegt hlýtur að teljast að héraðsdómur sá ekki ástæðu til að kalla til sérfræð- ing á sviði fötlunar barnsins. Óskandi er að Hæstiréttur bæti úr því eða vísi málinu aftur í hérað. Umræður í kjölfar dómsins urðu nokkuð tilfinningaþrungnar, enda um afar viðkvæmt mál að ræða. Ljóst er að barnið var í uppnámi og að rennihurðin var hættuleg. Einnig liggur fyrir að kennarinn er 25 prósent öryrki og að áverkarnir sem hann hlaut skerða verulega lífsgæði hans. Það sem upp úr stendur er einmitt það sem lögmaður kennar- ans ætlar nú að láta reyna á í Hæstarétti, ábyrgð skólans. Á slys eins og það sem kennarinn varð fyrir hlýtur að bera að líta sem vinnuslys, slys sem verður af völdum óviljaverks barns í upp- námi annars vegar og ófullnægjandi frágangs á húsnæði hins vegar. Dómurinn vekur því spurningar um ábyrgð atvinnurek- anda og eiganda húsnæðisins, sem í báðum tilvikum er sveitar- félagið. Því er ekki haldið fram að barn sem vísvitandi og af einbeitt- um vilja veldur starfsmanni skóla eða samnemanda áverka, eigi ekki með fulltingi foreldra sinna að axla ábyrgð. Sömuleiðis ef eignaspjöll verða af völdum meðvitaðrar skemmdarstarfsemi. Í umræddu tilviki er þetta hins vegar ekki fyrir hendi. Þar verður barn í uppnámi fyrir því að valda kennara sínum örorku. Ljóst er að kennaranum ber að fá bætur vegna tjónsins sem hann hefur orðið fyrir en jafnljóst er að það er með öllu ómaklegt að bótaskyldan hvíli á barninu en ekki atvinnurekanda kennarans og eiganda húsnæðisins þar sem frágangi var ábótavant. Vonandi skýrist þetta í Hæstarétti. Máli kennara sem varð fyrir vinnuslysi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Skólinn hlýtur að bera ábyrgð STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.