Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um landbúnað Miklar breytingar hafa átt sér stað í atvinnu- og byggða- málum okkar á undanförnum árum. Samhliða aukinni hagræðingu í grunnatvinnugreinunum hefur störfum fækkað og margar smærri byggðir á landsbyggðinni eiga erf- itt með að bregðast við með því að skapa ný atvinnutækifæri. Margir kenna kvótakerfum í landbúnaði og sjávarútvegi um þessa þróun. Við nánari athugun sést að málið er ekki svo einfalt. Tæknivæðingin ein og sér stuðlar að minni mann- aflaþörf auk þess að bæta afkomu greinanna og tryggja samkeppnis- hæfni. Ljóst er að við þessum aðstæð- um þarf engu síður að bregðast. Mikil fjárfesting hefur átt sér stað í greininni og afkoma margra fjöl- skyldna er í húfi. Það er því við því að búast að umræðan verði tilfinn- ingaþrungin. Mikilvægt er hins vegar að umræða um framtíð byggða og atvinnuþróun sé mál- efnaleg. Spurningin er; hvernig byggð viljum við sjá þróast í landinu? Viljum við leggja áherslu á borg- arasamfélag þar sem byggðaþróun undanfarinna ára heldur áfram með tilheyrandi afleiðingum fyrir smærri samfélögin, eða viljum við stuðla að því að byggðirnar blómstri sem víðast? Ég tel síðari kostinn mun vænlegri. Á þeirri for- sendu tel ég bráðnauðsynlegt að sátt náist um nýtingu náttúruauð- linda til að byggja víðar upp öflugt atvinnulíf á landsbyggðinni og bregðast þannig við þeirri byggða- röskun sem ella er yfirvofandi. Í því samhengi er mikilvægt að for- gangsraða verkefnum með þeim hætti að fyrst sé litið til þeirra svæða sem verr standa. Forgangs- röðun í þessu samhengi myndi t.d. birtast í því að leggja áherslu á álver við Bakka á Húsavík áður en ráðist verður í framkvæmdir við Helguvík. Stjórnvöld verða að sýna í verki að hugur fylgi máli þegar rætt er um atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Ummæli umhverf- isráðherra á stofnfundi Náttúru- verndarsamtaka Vestfjarða og í umræðu um stóriðjumál er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hún vilji gera allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni. Þessi skilaboð ráð- herrans hljóta að vera landsbyggð- inni mikið umhugsunarefni. Stuðningur við landbúnað er mikil vægt byggða- og öryggismál. Nýtt frumvarp um innleiðingu á matvælalöggjöf Evrópusambands- ins hefur sætt gagnrýni. Það er eðlilegt miðað við erfiða stöðu landbúnaðar ins nú um stundir. Afkoma í hefðbundnum landbún- aði hefur almennt verið slök á undan förnum árum og nú bætist við hækkandi verð á aðföngum og fyrirsjáanleg aukin samkeppni við innflutt matvæli. Þessi löggjöf hefur verið fyrirséð, en við setn- ingu hennar verðum við að gæta okkar að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er í tengslum við skuldbindingar okkar í Evrópu- samvinnunni og gæta þarf að stöðu og hagsmunum þeirra sem í grein- inni starfa hér á landi. Flest erum við sammála um að stefna skuli að lækkun gjalda af innfluttum matvælum og öðrum neysluvörum heimilanna. Ákvarð- anir um slíkt verður hins vegar að taka að vel yfirveguðu ráði og skoða hvaða aðgerðir koma okkur öllum best til lengri tíma litið. Ekki einungis neytendum til skamms tíma. Ótímabær ummæli á borð við yfirlýsingu utanríkisráðherra um niður fellingu gjalda af hvítu kjöti voru óheppileg og til þess fallin að auka á áhyggjur þeirra sem við alvarlegustu vandamálin búa. Það er munur á framleiðslu hefðbund- inna landbúnaðarafurða og á svo- kölluðu hvítu kjöti. Líklegt er að hvíta kjötið verði fyrst fyrir auk- inni samkeppni erlendis frá með tilheyrandi áhrifum. Við verðum að laga samkeppnisstöðu grein- anna eins og frekast er unnt og gefa þeim aðlögunartíma til að mæta samkeppninni. Yfirlýsingar um ótímabærar aðgerðir eða aðgerðaleysi eru eitthvað sem við þurfum ekki á að halda nú. Það er nóg komið af svo góðu. Höfundur er alþingismaður. Eftir Kristin H. Gunnarsson Tekist hefur að lyfta grettistaki í framþróun íslensks þjóðfélags á þeim liðlega 90 árum sem liðin eru síðan við hófum þá vegferð að efla sjálf- stæði þjóðarinnar og taka í eigin hendur stjórn mála hér á landi. Þá var landið meðal þeirra fátækustu og vanþróuðustu í Evrópu en nú eru lífskjör lands- manna meðal þeirra allra bestu í heiminum. Þessar stórstígu framfarir, sem eiga ekki margar hliðstæður, eru engin tilviljun og komu ekki af sjálfu sér heldur urðu vegna þess að við gættum sjálf okkar eigin hagsmuna. Það er löng reynsla af því að aðrir gæta sinna hags- muna betur en okkar og því ber að varast að koma okkur í þá stöðu á nýjan leik. Á alþjóðlegum tímum er samstarf við aðrar þjóðir bæði skynsamlegt og óhjákvæmilegt en það verður ætíð að grundvallast af okkar eigin þörfum. Frjálslyndi flokkurinn hefur í samþykktum sínum lagt áherslu á að Ísland tengist Evrópu sífellt meira ekki síst eftir að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið varð til og síðan með stækkun þess í kjölfar nýrra ríkja í Evrópusambandinu. Í stjórn- málayfirlýsingu síðasta landsþings er til dæmis tekið fram að flokkurinn telji aðild að Evrópska efnahags- svæðinu vera eitt af mikilvægustu atriðum í utan- ríkismálum Íslendinga. Þessi eindregni stuðningur við EES-samninginn segir auðvitað sína sögu um þann ávinning sem talinn er vera af sam- starfinu við Evrópusambandsríkin. Forræði yfir auðlindum Þegar spurt er hvort stíga eigi skref- ið til fulls og ganga inn í Evrópusam- bandið er svarið skýrt. Flokkurinn hefur allan vara á um hugs- anlega aðild og aðild kemur ekki til greina við núver- andi reglur þess í sjávar- útvegsmálum. Í þessi felst ekki ófrávíkjanleg andstaða um inngöngu heldur eru settar þær skorður að Íslendingar fari sjálfir með allt for- ræði fiskistofnana og fiskveiðilögsögunnar og annarra sameiginlegra auð- linda landsins, svo sem vatns, vatnsorku og gufuafls. Evrópusambandið hefur til þessa gert kröfu um að yfirtaka alla stjórn fiskveiði- auðlindarinnar og sambandið myndi taka ákvörðun um leyfilegan hámarksafla úr einstökum fiskistofn- um, öllum aðildarríkjum yrðu heimilaðar veiðar inn að 12 mílna landhelgi og ESB myndi fara með samn- inga við önnur ríki. Að auki yrðum við að falla frá núverandi lögum um takmarkanir á fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi. Þessi staða er algerlega óásættanleg fyrir íslenska hagsmuni. Stjórnun fiskistofnana og annarra mikil- vægra auðlinda verður að vera í okkar höndum og nýting þeirra verður að vera til þess að efla innlenda atvinnu og hagsæld íbúanna. Ef gengið yrði að kröf- um ESB með inngöngu í sambandið verður of mikil hætta á því að innlendum hagsmunum verði vikið til hliðar. Þá áhættu eigum við aldrei að taka. Í þessu máli gildir að ekki verður samið eftir á. EES gefur helstu kostina Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið færir okkur helstu kosti Evrópusambandsins. Sameigin- legur vinnumarkaður er vissulega mikils virði fyrir Íslendinga, tryggir þeim tækifæri erlendis og ekki síður tryggir samningurinn innlendum fyrirtækjum aðgang að vinnuafli, sem verður vaxandi skortur á á komandi árum. Aðrir helstu kostir Evrópusambandsins eru sam- ræmt regluverk fyrir viðskiptalífið og fyrirhafnar- lítill aðgangur að margvíslegri vandaðri löggjöf á ótalmörgum sviðum. Aðild myndi hins vegar fylgja sá annmarki að ákvarðanataka flyttist úr landi og að yfirþjóðlegt vald myndi í vaxandi mæli ráða málum til lykta á sviðum löggjafar, dómstóla og fram- kvæmdavalds. Það er ekki tímabært að huga að umsókn um aðild að Evrópusambandinu og verkefnið fram undan er að stjórnmálaflokkarnir geri grein fyrir samningsmarkmiðum sínum og skilyrðum fyrir umsókn. Þegar það liggur fyrir getur almenningur metið hvort hagsmuna lands og þjóðar er vel gætt til lengri tíma litið. Sæmileg sátt þarf að vera um forsendurnar hér innanlands áður en tímabært er að stíga næstu skref og án slíkrar sáttar er engin von um að nokkuð verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins. 22 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR Til Evrópu á íslenskum forsendum Nóg af svo góðu EVRÓPUSAMBANDIÐ – Hvað er til ráða? 1. Hverjir eru helstu kostir við Evrópusambandsaðild? 2. Hverjir eru helstu gallar við Evrópusambandsaðild? 3. Hvað er til ráða? 3.1. Á að hafna aðild umsvifalaust? 3.2. Á að bíða og sjá til? 3.3. Á að sækja um aðild umsvifalaust? 3.4. Á að gera efnahagslegar og stjórnskipuleg- ar ráðstafanir með það að markmiði að taka ákvörðun af eða á um aðildarumsókn eftir tiltekinn tíma, til dæmis innan þriggja ára? JÓN GUNNARSSON NORRÆNA HÚSIÐ - NORDENS HUS - POHJOLAN TALO - NORDIC HOUSE www.nordice.is nh@nordice.is sími: 551 7030 Bókasafnið er opið alla daga vikunnar 12-17. Bistro Alvar A er opið virka daga 10-17, helgar 12-17 og þegar viðburðir eru í húsinu. Sumarstemning í Vatnsmýrinni Obukano, saxófónn og ljóðlist í Norræna húsinu 25.-27. apríl Fös. 25. apríl kl. 21:00 DUO RESONANTE Dansk-hollenskt tvíeyki leikur blöndu af sígildri alþýðutónlist, djassi og þjóðlegri tónlist á Obukano, tréfl autu og saxó fón. Tónlist þeirra félaga er erfi tt er að fl okka, hana verður að upplifa. Aðgangseyrir 1500 / 750 Lau. 26. apríl kl. 16:00 TRANSTRÖMER OG LIZST Ljóðadagskrá um Thomas Tranströmer, eitt þekktasta núlifandi ljóðskáld Svía. Leif Olsson kynnir og fl ytur við tónlist eftir Franz Liszt, við undirleik Lars Hägglund og Björn J:son Lindh. Aðgangseyrir 1500 / 750 Sun. 27. apríl kl. 15:15 15:15 TÓNLEIKAR Mið-evrópsk saxófóntónlist. Guido Bäumer saxófónn og Aldadár Rácz píanó. Á efnis skránni eru verk eftir Hans Gal, Erwin Schulhoff, Paul Hindemith og Werner Heider. Aðgangseyrir 1500 / 750 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki n n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.