Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 26

Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 26
[ ]Rjómatertur er gott að baka daginn áður en setja rjómann ofan á þær samdægurs. Skreytið með berjum eða appelsínum og berið fram með rjúkandi kakói. Fátt jafnast á við grillað lambalæri og bakaðar kart- öflur. Það veit Stefán Hall- dórsson, sem á heiðurinn að kryddinu Bezt á lambið. Stefán veit upp á hár hvernig á að matreiða ekta íslenskt lambalæri. Hann er mikill höfðingi og ákvað að deila staðgóðum hádegisverði með gömlum vinnufélögum sínum í slökkviliðinu en hann vann sem slökkviliðsmaður í 23 ár. Stefán rak verslunina Skerjaver ásamt konu sinni Hjördísi Andrés- dóttur um nokkurra ára skeið en hefur nú alfarið snúið sér að kryddframleiðslu og framleiðir kryddin Bezt á lambið, Bezt á kjúklinginn, Bezt á kalkúninn og Bezt á fiskinn. Hann segir matreiðslu lærisins vera sára einfalda. „Ég set það í poka ásamt Bezt á lambið krydd- inu yfir nótt en í kryddblöndunni er meðal annars steinselja, basil- ika, mynta, rósmarín, oreganó og ýmislegt fleira. Síðan er það grill- að eftir smekk en ég læt rúman klukkutíma yfirleitt duga því ég vil hafa kjötið rautt og fallegt.“ Með því hef ég bakaðar kartöflur, gular baunir, sykursoðnar gulræt- ur og sveppasósu.“ Máltíðin hitti í mark og voru vinnufélagarnir fyrrverandi hæst- ánægðir. „Ég var með mat fyrir tíu manns og sósu fyrir fimmtán. Þeir voru sex að snæðingi og kláruðu hverja einustu örðu. Sem betur fer var ekki útkall næstu tvo tímana því þeir hefðu varla getað staðið upp,“ segir Stefán og hlær. vera@frettabladid.is Læri sem hittir í mark Stefán Halldórsson bauð gömlu vinnufélögum sínum hjá slökkviliðinu upp á stað- góðan hádegisverð sem hitti beint í mark. Grillað lambalæri og bakaðar kartöflur eru sannkallaður herramannsmatur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hafnargata 19 Reykjanesbæ Sími 421 4601 www.rain.is rain@rain.is Vörur úr lífrænni ræktun er ávísun á betri heilsu og bragð! Heilsa býður upp á fjölbreytt úrval af lífrænt ræktaðri matvöru frá BIONA, einum virtasta framleiðanda á sínu sviði. BIONA er fyrir kröfuharða neytendur sem vilja hágæða vottaðar matvörur sem fullnægja ströngustu kröfum um umhverfisvæna- og lífræna ræktun án skordýraeiturs, tilbúins áburðar og erfðabreyttra matvæla. BIONA hentar öllum sem kjósa hollustu og heilnæmt fæði. BIONA vörurnar fást í Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Fjarðarkaupum, Nóatúni, Krónunni, Samkaup/Úrval, Blómaval, Maður Lifandi, og Melabúðinni. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.