Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 38

Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 38
● fréttablaðið ● austurland 25. APRÍL 2008 FÖSTUDAGUR2 Ferðafélag Fjarðamanna skipulegg- ur marga viðburði í sumar. Einn af viðburðunum er gangan Fögnum sumri á Reyðarfirði 26. apríl og verður lagt upp frá kirkjunni upp úr kl. 10 í fylgd Einars Þorvarðar- sonar leiðsögumanns. Hann mun fara yfir sögu bæjarins með göngu- mönnum auk þess sem ýmis önnur skemmtun slæðist með. Þá verður komið við í Stríðsárasafninu auk þess sem sögufræg hús í bænum verða heimsótt og saga þeirra og íbúanna rakin í stórum dráttum. „Við höfum gert þetta áður og höfðum mikið gaman af. Væntan- lega verður þetta eitthvað öðru- vísi núna þannig að þeir sem tóku þátt síðast geta mætt aftur og lært eitthvað nýtt. Gangan tekur lík- lega tvo tíma og væntanlega verð- ur endað á einhverjum hugguleg- heitum. Síðast enduðum við í hinu merka Tærgesen húsi og drukkum þar kaffi og fórum yfir sögu húss- ins,“ segir Einar. Af sögutengdum viðburðum má nefna gönguferð 23. ágúst sem nefnist Í fótspor bresku hermann- anna 1942 undir leiðsögn Árna Ragnarssonar. Þar verður farin þrjátíu kílómetra leið upp Svínadal til Tungudals og sá dalur genginn út á Eskifjarðarheiði. Hermennirn- ir lentu þar í miklum hrakningum og urðu nokkrir þeirra úti, eins og Árni kemur meðal annars inn á. - kþb Sögunni gerð skil í sumargöngu Ferðafélag Fjarðamanna stendur fyrir mörgum spennandi uppákomum í sumar. Egill Rauði, Íslandsmeistara- mót í kappróðri á kajak á Norð firði, fer fram helgina 6. til 8. júní. Kajakklúbburinn Kaj og Seakayak Iceland standa saman að sjóka- jakmóti á Norðfirði helgina 6. til 8. júní, sem er með svipuðu sniði og sjókajakmót Eiríks rauða sem hefur verið á Stykkishólmi frá árinu 2002. Mótið er það stærsta sinnar tegundar þetta sumarið og verður margt í boði, bæði nám- skeiðahald, ferðir, fyrirlestrar, sprettróðrar og veltukeppni auk þess sem von er á erlendum gest- um. „Sjókajakmótið er eins konar hátíð kajakmanna og góð leið fyrir fólk til að undirbúa sig fyrir róðra sumarsins. Við búumst við fólki alls staðar að af landinu og fengnir hafa verið heimsþekktir kajak- ræðarar til að vera með námskeið og halda fyrirlestra um helgina. Bandaríkjamaðurinn Nigel Foster, sem fyrstur manna reri hringinn í kringum Ísland árið 1977 mun koma, en hann er líklega eftirsótt- asti kajakleiðbeinandi í heimin- um í dag. Þýski kajaksnillingurinn Freya Hofmeister, sem reri um- hverfis Ísland á síðasta ári, sér- hæfir sig í veltukennslu og öðrum kúnstum og mun leiðbeina um helgina,“ segir Ari Benediktsson, annar aðalskipuleggjandi móts- ins. Mótið hefst á föstudegi en aðal- dagskráin verður á laugardag og sunnudag. Gert er út frá aðstöðu kajakklúbbsins Kaj í fjörunni neðan við Norðfjarðarkirkju, en þar eru bátageymslur og búnings- aðstaða. „Svo er auðvitað margt spenn- andi í boði fyrir utan dagsróðrar- ferðir, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Til dæmis skipu- lagðar dagsferðir, í eyðifirði, eða kletta- og hellaskoðun og veltu- kennsla verður í Norðfjarðarlaug á laugardags- og sunnudagsmorgun. Á sunnudegi verður kannski aðal- viðburðurinn sprettróðrarkeppni og veltukeppni. Sprettróðrar- keppnin er hluti af Íslandsmeist- aramótinu í kappróðri. Þá vonumst við til að þyrla Landhelgisgæsl- unnar taki þátt í björgunaræfingu, þar sem maður er hífður af kajak upp í þyrlu,“ segir Ari. Í framhaldi af mótinu stend- ur ræðurum til boða að taka þátt í ferð um eyðifirði Austfjarða, en gist verður í eina eða tvær nætur. „Það eru auðvitað allir velkomnir á hátíðina. Við hvetjum alla kajak- ræðara og áhugafólk um kajak- sportið að kynna sér málið nánar á www.123.is/kaj. og sjá hvort það finni ekki eitthvað við sitt hæfi um helgina. Mótinu er ætlað að höfða til allra, líka þeirra sem aðeins hafa áhuga á að kynnast sport- inu ekki síður en þeirra sem verið hafa ræðarar í lengri eða skemmri tíma.“ - kþb Stórt sjókajakmót á Norð- Ræðarar í hellaskoðun á Víknasvæðinu. MYND/ARI BENEDIKTSSON Kajakklúbburinn Kaj og Seakayak standa saman að sjókajakmóti í Norðfirði helgina 6. til 8. júní sem er það stærsta sinnar teg- undar í sumar. Þar verður boðið upp á námskeið, fyrirlestra, sprettróðra og veltukeppni svo fátt eitt sé nefnt. MYND/ARI BENEDIKTSSON Búist er við fjölmenni á mótinu enda um stórviðburð að ræða að sögn Ara. MYND/ARI BENEDIKTSSON Úrval menningartengdra viðburða er gríðarlegt á Austurlandi í sumar en meðal þeirra elstu er „Á seyði”, sem haldin hefur verið á Seyðis- firði síðustu ellefu ár. Angi af þeirri hátíð er barnahátíðin „Karl- inn í tunglinu“ eða menningardag- ur barna en hún á sér aðallega stað í miðbæ Seyðisfjarðar úti eða inni eftir veðri og ber mikið á henni meðan hún stendur yfir. „Þessi hátíð hefur vaxið nokk- uð að umfangi undanfarin ár og er nú orðin fastur liður í menningar- lífi Austfirðinga enda er þetta í ell- efta sinn sem hátíðin er haldin,“ segir Pétur Kristjánsson sem verið hefur karlinn í tunglinu fyrir það mesta. Óhætt er að segja að dagskrá hafi verið fjölbreytt síðustu ár, en hún einkennist meðal annars af leikritum, eldgleypum, trúðum, leiktækjum, grillveislum, lúðra- sveitum, tónlistaratriðum, lista- smiðju fyrir börn og sýning á verk- um þeirra. „Þungamiðjan í starf- seminni hefur þó undanfarin ár verið listasmiðjan, í höndum Aðal- heiðar Eysteinsdóttur, sem er ein af framsæknustu listamönnum þjóðar- innar nú um stundir,“ segir Pétur. „Hátíðinni er ætlað að vera sjálfstæð viðbót við listahátíðina „Á seyði“ og er mótuð með þarf- ir og væntingar barna í huga. Við leggjum mikla áherslu á listsköp- un barna og að gefa þeim tækifæri til þess að læra og upplifa myndlist hjá viðurkenndu listafólki og sýna árangur sinn í verki með aðstoð fagfólks og áhugamanna. Skemmti- atriði og umgjörðin öll eru fjöl- skylduvæn og þáttaka öllum gest- um að kostnaðarlausu.“ Hátíðin fer fram laugardag- inn 14. júní frá klukkan 10 til 16 en dagskrá Karlsins í tunglinu má skoða á vefsíðu hátíðarinnar www. moon.is. - kþb Listsköpun barna Aðalheiður Eysteinsdóttir hefur haldið utan um listasmiðjuna. Hér er hún ásamt eiginmanni sínum, Jóni Laxdal, og dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.