Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 25.04.2008, Blaðsíða 50
díana mist bland í gær og á morgun ... Karl Sigurðsson söngvari hljómsveitarinnar Baggalúts „Vatn er mér mjög mikilvægt, ef ekki bara lífnauðsynlegt. Svo er það svo margbrotið. Hægt að drekka það, baða sig í því – jafnvel slökkva lítinn eld með því.“ „Síminn er gott verkfæri til að eiga samskipti við þá sem maður getur ekki hitt. Eða vill ekki hitta.“ „Ég reyni að ganga sem mest, en þegar ég þarf að ferðast langar vegalengdir getur verið gott að fara á bílnum.“ „Baggalútsvefurinn er á internetinu, svo ég fagna tilvist þess þó mér hafi verið sagt að það sé bara bóla.“ „Baggalútur hefur aðgang að mjög vönduðu hljóðveri og reyndum hljóðmanni og það má glöggt heyra á hljómgæðunum.“ „Tölvan er mér bráðnauðsynlegt verkfæri, bæði til að tengjast inter- netinu og fyrir upptökur í hljóðveri.“ „Hófí hefur verið Baggalúti innblástur oftar en einu sinni. Hvar værum við án hennar Hófí okkar?“ „Baggalútur er mjög mikilvægur mér. Þetta eru ofboðslega vandaðir drengir og huggulegir.“ „Fólkið sem hlustar á tónlistina okkar og fer inn á vefinn er afar mikilvægt og það veitir okkur mikla ánægju að gleðja það.“ FÖSTUDAGUR 18. APRIL Föstudagurinn var hálfskrautleg- ur og fór vægast sagt ekki vel af stað. Ég svaf yfir mig af því að ég sat fram eftir í heimahúsi kvöldið áður og drakk eðalrauðvín með göml- um félaga. Á leiðinni í vinnuna sá ég hryggðarmynd mína í baksýnisspegl- inum og fékk áfall, ég leit út eins og vampíra, með dökkrauða tauma í munnvikinu. Vonaði bara að drykkju- félagi minn hefði verið jafn skraut- legur og ekki tekið eftir þessu ófrýnilega ástandi mínu þegar ég kvaddi hann undir morg- un. Mætti í vinnuna og langaði mest að drekkja mér í verkja- töflum og setja á mig hauspoka. Af hverju eru ekki til myrkraherbegi á vinnustöðum fyrir fólk í þessu ástandi. Þegar vinnudagurinn var loks á enda, skreið ég út í bíl og ók bein- ustu leið heim. Eyddi kvöldinu ein uppi í sófa og horfði á Band- ið hans Bubba á meðan sms-skila- boðunum rigndi yfir mig. LAUG- ARDAG- UR 19. APRÍL Vaknaði endurnærð og fann hinn sanna helg- aranda fær- ast yfir mig frá toppi til táar. Það var stórt kvöld í vænd- um og því hóf ég fegrun- araðgerð- ir í fyrra fallinu enda veitti víst ekki af. Kíkti á opnun á sýningu Birg- is Andréssonar í i8. Þar var öll menn- ingarelítan samankomin eins og við var að búast en þar voru þær Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona og Birna Þórðardóttir áberandi. Þaðan héld- um við vinkonurnar á veitingastaðinn Santa Maria til þess eins að drepa tímann og fengum okkur nokkra drykki, þar var Eva María Jónsdótt- ir ásamt dóttur sinni. Eftir sjóðheita upphitun innan um fjölskyldufólk- ið á Santa María héldum við stöll- ur í afmæliveislu á veitingastaðnum Asíu. Þar spilaði tvíeykið Súkkat og hjartaknúsararnir Los Heartbreakers en þeir félagarnir lyftu veislunni á all hressilegt plan. Ég var komin í því- líkt stuð og ákvað að svara nú sms- skilaboðum föstudagskvöldsins.Við vinkonurnar yfirgáfum samkvæm- ið og gengum niður á Apótek og mættum á göngu okkar Hrafni Gunn- laugssyni leikstjóra og forkunnar- fagri kærustu hans. Ég gat ekki annað en rifjað upp þegar ég fór í áheyrnarpróf til hans á sínum tíma fyrir Hvíta víkinginn og við stelpurnar hlógum okkur mátt- lausar. Á Apótekinu var ríf- andi stemning, fyrrver- andi sjensar þyrptust að mér og ég kepptist við að kynna þá hvern fyrir öðrum án þess þó að þeir áttuðu sig á því að þeir væru allir þján- ingabræður og kviðmágar. Eldhuginn Hugi og Auddi Blöndal úr Strákun- um virtust vera í miklu stuði og héldu uppi stuðinu við barinn en þar var sömu- leiðis sigurvegar- inn í Bandinu hans Bubba, sjarmatröllið með lævirkjaröddina, Eyþór. Þegar líða tók á nóttina og fyrrver- andi félagar tóku að vera óþægilega uppá- þrengjandi ákvað ég að láta mig hverfa, leit samt við á Rex og mætti þar rauðhærða goðinu Eiríki Hauks- syni. Fór heim ein- sömul, setti Gaggó Vest á fóninn og dans- aði frá mér allt vit og þakkaði fyrir að liggja ekki í rúminu með karl- mann mér við hlið. SUNNUDAGUR 20. APRIL Vaknaði seint um síðir, alsæl með kvöldið, sló því ekki á móti því þegar vinkona mín hringdi og stakk upp á morgunverði á Vegamótum. Þar virtust fleiri vera í sömu erinda- gjörðum og við en þar voru þeir fé- lagarnir Auddi Blöndal, yfirhnakk- arnir Ásgeir Kolbeinsson og sjálfur Gillzenegger og gæddu sér á löðr- andi sveittum mat eftir væntanlega skrautlega nótt. „Hvert sem maður fer í þessu lífi ætti maður aldrei að klikka á að hafa með sér góða skapið.“ FÖSTUDAGUR 25. APRIL Hljómsveitin Morðingjarnir fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar í IÐNÓ í kvöld. Húsið opnar kl. 21 en tónleikarn- ir hefjast á slaginu tíu. Sérstakir gestir Morðingjanna á þessum tónleikum verða hljómsveitirnar REYKJAVÍK! og Sudden Weather Change. SUNNUDAGUR 27. APRIL Kammersveitin Ísafold heldur útgáfutónleika í Langholtskirkju í tilefni af útgáfu plötu sveitarinnar, All sounds to silence come. Á tónleikunum verða m.a. leikin verk af nýju plötunni eftir Alfred Schnittke og Daníel Bjarnason. Stjórnandi á tón- leikunum er Daníel Bjarnason. Tónleikarnir hefjast kl. 20. TOPP 10 H E L G IN 14 • FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.