Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 58

Fréttablaðið - 25.04.2008, Side 58
26 25. apríl 2008 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is RENÉE ZELLWEGER KVIKMYNDALEIKKONA ER 39 ÁRA „Ég man eftir að hafa legið í grasinu, horft upp í skýin og velt því fyrir mér hvert þau ræki eftir að þau hefðu farið yfir Texas. Mér hefði aldrei dottið í hug að einn daginn ætti ég eftir að elta eitt þessara skýja og enda í Hollywood.“ Bandaríska leikkona Renée Kath- leen Zellweger sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Bridget Jones 2001 og fékk Óskarinn fyrir leik sinn í Cold Mountain 2003. Samtökin ´78 fagna þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Samtökin eru hagsmuna- og baráttusamtök samkynhneigðra, tvíkyn- hneigðra og transgender-fólks á Íslandi. „Við ætlum að halda upp á afmælið með ýmsu móti. Meðal annars með veglegu afmælisriti sem skartar mörgum mynd- um frá fyrstu starfsárunum, auk umfjöllunar um sögu fé- lagsins. Þar er einnig stór grein um sögu samkynhneigðra á Íslandi og grein um alnæmisfaraldurinn. En einnig kemur við sögu skemmtanalíf samkynhneigðra frá seinni heims- styrjöldinni fram á okkar daga með fjölmörgum myndum og viðtölum. Síðan er líka vegleg umfjöllun um bókmenntir og menningu,“ útskýrir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson fram- kvæmdastjóri en ritinu verður dreift til félagsmanna í sam- tökunum auk þess sem því er dreift á kaffihús og bókasöfn. Í Listasafni Reykjavíkur verður síðan stórhátíð þann 27. júní sem er alþjóðlegur dagur samkynhneigðra. Einnig standa samtökin fyrir fyrirlestraröð í Háskóla Íslands sem lýkur nú í apríl. Markmið Samtakana ´78 er að lesbíur, hommar, tvíkyn- hneigðir og transgender-fólk verði sýnilegra í þjóðfélaginu og að það njóti sömu réttinda í íslensku samfélagi og aðrir. Félagið gerir málstað sinn sýnilegan með margvíslegum hætti, svo sem með fræðslustarfi í atvinnulífi, í opinberu fræðslukerfi, með útgáfu og í fjölmiðlum. Samtökin ´78 eru í samstarfi við önnur félög bæði erlendis og hér heima sem stefna að sömu markmiðum. Samtökin reka menningar- og þjónustumiðstöð á Laugavegi 3 í Reykjavík, 4. hæð. Þar er einnig að finna vandað almenn- ingsbókasafn, hið eina sinnar tegundar á Íslandi sem safnar sérstaklega efni um samkynhneigða og tvíkynhneigða. Í Regnbogasal menningarmiðstöðvarinnar er reglulega fjölbreytt dagskrá á boðstólum yfir vetrartímann, svo sem fyrirlestrar, upplestrar, tónleikar og myndlistarsýningar. Nokkrum sinnum á ári efnir félagið til dansleikja. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi samtakanna nánar er beint á heimasíðu þess: www.samtokin78.is klara@frettabladid.is SAMTÖKIN ´78: 30 ÁR FRÁ STOFNUN Fagna allt árið Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Brynhildur Haraldsdóttir Mýrargötu 20, Neskaupstað, verður jarðsungin frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. María Hjálmarsdóttir Konráð Hjálmarsson Arndís Kristinsdóttir Ragnhildur Hjálmarsdóttir Benedikt Sigurðsson börn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar og dóttur, Sveinlaugar Júlíusdóttur sem lést 10. apríl sl. Sérstaklega þökkum við hinu góða fólki á deild K-1 Landakotsspítala fyrir hlýlega umönnun hennar síð- ustu þrjú árin. Gylfi Hinrik Ásgeirsson Júlíus Guðmundsson Elskuleg móðir okkar, dóttir mín, systir okkar og eiginkona mín, Guðbjörg Magna Björnsdóttir Fensölum 2, Kópavogi, andaðist á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 22. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Þórunn Soffía Þórðardóttir Þórunn Magnúsdóttir Þórður Sveinlaugur Þórðarson Sveinlaugur Björnsson Rebekka Björnsdóttir Þórður Jónsson Þórgunnur Björnsdóttir Sveinbjörn Björnsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jóhannes Bjarnason Hólmgarði 25, Reykjavík, sem lést föstudaginn 18. apríl sl. á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. apríl klukkan 13.00. Dagbjört Guðmundsdóttir Jóhanna Jóhannesdóttir Þóra Björt Sveinsdóttir Andri Berg Haraldsson Jóhannes Berg Andrason Þorsteinn Jóhannesson Ólöf Erlingsdóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Steinunn Kristjánsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, Óttar Þorgilsson andaðist á líknardeild Landakotsspítala þriðjudag- inn 22. apríl. Útför hans fer fram frá Laugarneskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Jarðsett verður í Reykholti í Borgarfirði þriðjudaginn 29. apríl. Erla Hannesdóttir Jón Ari Þorgilsson Jóhannes Jóhannesson Lárus Stefán Jóhannesson Aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Jóns Egilssonar fyrrv. verslunarmanns, Hraunvangi 3, áður til heimilis að Ölduslóð 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk St. Jósefsspítala og Knattspyrnufélagið Haukar. Egill Jónsson Kristjana Magnúsdóttir Ásbjörn Jónsson Unnur S. Einarsdóttir Viðar Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Baldvin Lárus Guðjónsson Réttarheiði 2, Hveragerði, sem lést 18. apríl, verður jarðsunginn hinn 28. apríl kl. 15.00 frá Garðakirkju í Garðabæ. Halla E. Stefánsdóttir Börkur B. Baldvinsson Matthildur Sigurjónsdóttir Guðjón B. Baldvinsson Ingunn L. Guðmundsdóttir Katrín K. Baldvinsdóttir Sigurbjartur Á. Guðmundsson Þorsteinn V. Baldvinsson Sigríður Björnsdóttir Kristján G. Gunnarsson Guðrún A. Jóhannsdóttir Gunnur K. Gunnarsdóttir Hlynur Þorsteinsson Björk K. Gunnarsdóttir Guðmundur Jónsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang- afi og langalangafi, Jónas Aðalsteinsson Brúarlandi, Þistilfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, laugardaginn 19. apríl. Útförin fer fram frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði, laugardaginn 26. apríl kl. 14.00. Arnþrúður Margrét Jónasdóttir Sigurvin Hannibalsson Eðvarð Jónasson Kristjana Benediktsdóttir Jóhannes Jónasson Svanhvít Kristjánsdóttir Sigrún Lilja Jónasdóttir Rúnar Guðmundsson Sólveig Þórðardóttir börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Jósefsdóttir Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður Deildartúni 5, andaðist þriðjudaginn 22. mars. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 2. maí kl. 14.00. Adda Ingvarsdóttir Viðar Karlsson Elsa Ingvarsdóttir Böðvar Jóhannesson Ellert Ingvarsson Svanhildur Kristjánsdóttir og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Ragnhildur Sveinbjarnardóttir Lambey, Fljótshlíð, lést á Landspítalanum, laugardaginn 19. apríl. Útför hennar fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 26. apríl kl. 11.00. Jón Kristinsson Guðbjörg Jónsdóttir Jón Þorvaldsson Þórhildur Jónsdóttir Kristjana Jónsdóttir Guðjón E. Ólafsson Sveinbjörn Jónsson Jaana Rotinen Kristinn Jónsson Guðbjörg Júlídóttir Katrín Jónsdóttir Helmut Grimm Þorsteinn Jónsson Ásta Brynjólfsdóttir Sigrún Jónsdóttir Jón Valur Baldursson barna- og barnabarnabörn. Boris Jeltsín var kjörin fyrsti forseti Rússlands 12. júní árið 1991. Jelts- ín hlaut 57 prósent at- kvæða í kosningunum. Efnahagsástandið í Rúss- landi hafði verið afar bágborið allan níunda áratug síðustu aldar en nú var runninn upp nýr tími. Miklar breytingar fylgdu kjör- inu á Jeltsín sem breytti efna- hagnum mikið og þá helst á þann veg að leyfa almenningi að njóta góðs af. Með þessum ráðum stjórnar Jeltsíns spruttu upp ný fyrirtæki og efnahag- urinn varð stöðugri og sýndi mikil batamerki. Boris Jeltsín var afar litríkur persónu- leiki og þótti ólíkur öllum þeim stjórn- málamönnum sem voru við völd á undan honum. Hann var maður fólksins og oft birtust myndir af Jeltsín þar sem hann lék als oddi, yfirleitt undir áhrifum áfengis. Jeltsín lét af störfum árið 2000 vegna heilsubrests og Vladimír Pútin, sem nú er forseti Rússlands, tök við völdum. Sjö árum seinna lést Jeltsín og var jarð- sunginn þennan dag árið 2007 að viðstöddum fjölmörgum þjóðar leiðtogum heimsins. ÞETTA GERÐIST: 25. APRÍL 2007 Jeltsín kvaddur AFMÆLI ALLT ÁRIÐ Hrafnkell Tjörvi Stefánsson segir að aðalmarkmiðið sé að berjast fyrir jöfnum rétti og að gera félagsmenn sýnilega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.