Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 4
4 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Borga niður skuldir og spara Ásgeir Jónsson hjá greiningardeild Kaupþings segir veikingu krón- unnar skila sér hraðar út í verðlagið en áður. „Það er áhyggjuefni fyrir Seðla- bankann að þetta skuli koma svona snöggt fram. Það besta sem fólk getur gert við peningana sína við þessar aðstæður er að spara og borga niður skuldir.“ Allt að hækka Edda Rós Karlsdóttir hjá greining- ardeild Landsbankans segir verð- bólguna vera mun meiri en spár hafi sagt til um. „Þetta er miklu meiri verðbólga en allir voru að spá. Það er engin ein skýr- ing á þessari miklu hækkun því það eru meira og minna allar vörur að hækka. Gera má ráð fyrir því að það dragi skarplega úr einkaneyslu á næstunni.“ Í kosningum um sæti í öryggisráðinu verður kosið milli Íslands, Austurríkis og Tyrklands um tvö sæti í ráðinu, ekki eitt eins og fram kom í Frétta- blaðinu í gær. LEIÐRÉTT Í frétt í Fréttablaðinu í gær vegna umsóknar um byggingu fjögurra hæða húss á Grettisgötu 54b var sagt að til stæði að rífa lítið einbýlishús sem þar stæði. Hið rétta er að húsið var rifið í kjölfar eldsvoða fyrir nokkrum árum. EFNAHAGSMÁL „Það þarf að huga að undirstoðum þeirrar efnahags- stefnu sem hér hefur verið fylgt og skoða forsendur fyrir fram- kvæmd hennar í framhaldinu,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði við Háskólann í Reykja- vík. Hann segir verðbólgu á tólf mánaða tímabili vera meiri en hann hafi gert ráð fyrir. „Það kemur ekki á óvart að gengisfall krónunnar komi fram í verðlags- mælingum. Ég vænti þess að þess- ar hækkanir gangi tiltölulega fljótt yfir en það er augljóst að þetta kallar á aðgerðir af hálfu stjórnvalda.“ Ólafur segir mikilvægt að greina stöðuna vel því allar ákvarðanir í stöðunni þurfi að byggjast á traustri þekkingu. „Í ljósi þess að verðbólgan mælist þetta mikil, á sama tíma og alþjóð- leg vandamál hafa áhrif á atvinnu- líf í landinu, tel ég mikilvægt að menn grípi til aðgerða að vel athuguðu máli. Það skiptir sköp- um að öll inngrip séu vel grunduð því staðan er viðkvæm.“ - mh Ólafur Ísleifsson lektor segir verðbólguna geta verið ógn við stöðugleika: Efnahagsstefnan verði skoðuð ÓLAFUR ÍSLEIFSSON Segir að huga verði vel að næstu skrefum hjá stjórnvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Amsterdam Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 17° 10° 11° 14° 16° 9° 14° 14° 16° 18° 23° 21° 16° 16° 21° 14° 26° 14° Á MORGUN 8-15 m/s en hvassara við suðausturströndina. FIMMTUDAGUR 8-15 m/s. 6 3 1 2 3 2 3 6 10 8 -1 9 11 9 9 8 13 8 15 7 11 13 18 VINDASAMT Stíf norðanátt er á landinu þennan daginn, sýnu hvössust allra austast. Með morgninum má búast við slyddu eða rigningu frá Vestfjörðum í vestri, austur með norðurströndinni og yfi r á austanvert landið. Um hádegi dregur úr úrkomu á Vestfjörðum en bætir í fyrir austan. 5 8 2 21 10 10 6 42 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Sr. Skúli Sigurður Ólafsson var rang- nefndur í grein í Fréttablaðinu um presta sem birta útfararæður á net- inu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. METVERÐBÓLGA ÁSGEIR JÓNSSON EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Slær inn í verðlagið kröftuglega Ingólfur Bender hjá greiningardeild Glitnis segir viðbúið að verðbólgan hjaðni hratt í ljósi fyrirsjáan- legs samdrátt- ar í íslensku efnahagslífi. „Gengislækk- un krónunnar er að slá inn í verðlagið með mjög kröftugum hætti [...] Það má búast við því að nú muni draga úr einkaneyslu og verðbólgan samahliða því lækka hratt.“ EFNAHAGSMÁL „Við sjáum að geng- issig krónunnar hefur komið mjög hratt út í verðlagið, og kannski hraðar en menn gerðu ráð fyrir,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, deild- arstjóri vísitöludeildar Hagstofu Íslands, en tólf mánaða verðbólga (vísitala neysluverðs) mælist nú 11,8 prósent og hefur ekki mælst meiri síðan í september 1990. „Það má almennt segja um inn- fluttar vörur að þær hækka tölu- vert milli mánaða. Til dæmis hækkuðu nýir bílar um ellefu pró- sent, sem er mjög mikið,“ segir Guðrún. Kólnun á fasteignamarkaði, og lækkun á fasteignaverði milli mánaða, heldur aftur að verð- bólgunni. Verðbólga jókst um 4,2 prósent án húsnæðisþáttarins frá því í mars en um 3,4 prósent sé hann tekinn með í reikninginn. Mælingar Hagstofu Íslands sýna miklar verðhækkanir milli mánaða, samhliða veikingu krón- unnar. Kostnaður vegna reksturs eigin bifreiðar jókst um 7,1 pró- sent milli mánaða, mjólkurvörur hækkuðu um 10,2 prósent og inn- fluttar vörur almennt um 6,4 pró- sent. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir stöðu efnahagsmála vera „grafal- varlega“ og tími sé kominn til að stjórnvöld átti sig á alvarleika málsins. „Það er mikið áhyggju- efni hvernig verðbólgan er að þró- ast núna. Neytendur fá þetta allt framan í sig; hækkandi vöruverð og vaxandi lánakostnað. Heimilin í landinu þjást. Það þarf að nást víðtæk þjóðarsátt til þess að lina höggið af þessari hörðu lendingu í efnahagsmálum sem þjóðin er byrjuð að súpa seyðið af.“ Að sögn Guðrúnar hefur mánað- arbreyting á verðbólgu ekki verið meiri frá júlí 1988 en þá hækkaði hún um 3,5 prósent. Sé aðeins horft til vísitölunnar án húsnæðis- þáttar hefur verðbólgan ekki mælst meiri frá janúar 1985 en þá mældist hún 4,8 prósent, á móti 4,2 prósentum nú. „Ég held að það sé alveg ljóst að æðstu ráðamenn þjóðarinnar og forsvarsmenn í atvinnulífinu verða að hittast og finna lausn á þessum málum, að því marki sem það er hægt,“ segir Jóhannes. Greiningardeild Landsbankans, Glitnis og Kaupþings spáðu allar minni tólf mánaða verðbólgu en raunin varð. Glitnir spáði 10,2 pró- sentum, Landsbankinn 10,1 pró- senti og Kaupþing 9,9 prósentum. magnush@frettabladid.is Veiking krónunnar fór hratt út í verðið Tólf mánaða verðbólga mældist 11,8 prósent í apríl. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6,4 prósent, sem jafngildir 28 prósenta verðbólgu á ári. Ný þjóðarsátt nauðsyn, segir formaður Neytendasamtakanna. MATVÖRUVERSLUN Miklar verðhækkanir mælast nú í kjölfar snarprar veikingar krón- unnar frá því í mars. Verð á mat- og drykkjarvörum hækkaði um 6,4 prósent og þar af mjólkurvörur um 10,2 prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐRÚN R. JÓNSDÓTTIR JÓHANNES GUNNARSSON EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde forsætisráðherra segist treysta dómgreind kaupmanna og annarra sem ákveði vöruverð fyrir því að verð sé ekki hækkað að ástæðulausu, það er umfram gengisbreytingar og hækkanir á hráefni á heimsmörkuðum. „Það má vera að einhverjir hafi í skjóli gengisbreytinganna hækkað vörur að ástæðulausu í trausti þess að fáir taki eftir því. En ég treysti bæði dómgreind og réttsýni kaupmanna og annarra sem ákveða vöruverð og vona að ekki séu mikil brögð að því.“ - bþs / mh Geir H. Haarde: Treystir þeim sem ákveða verð GEIR H. HAARDE Forsætisráðherra treystir á dómgreind kaupmanna. SAMGÖNGUR Strætó bs. hefur afhent öllum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu strætókort svo leikskólabörn og starfsfólk geti ferðast frítt með strætis- vögnum borgarinnar á skóla- tíma. Starfsfólk og leikskólabörn á Foldaborg voru ekki lengi að nýta sér þessi fríðindi og brugðu sér í vettvangsferð í gær í fríðu föruneyti en fulltrúar foreldra- félags skólans voru með í för ásamt Þorbjörgu Helgu Vigfús- dóttur, formanni leikskólaráðs, og Reyni Jónssyni, fram- kvæmdastjóri Strætó bs. - jse Leikskólar í og við borgina: Leikskólabörn fá frítt í strætó INGÓLFUR BENDER GENGIÐ 28.04.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 147,2289 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 72,96 73,3 145 145,7 114,25 114,89 15,308 15,398 14,323 14,407 12,203 12,275 0,6978 0,7018 118,84 119,54 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.