Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 14
14 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 272 5.299 +0,63% Velta: 1.969 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Hlutabréf í úrvalsvísitölu: Atorka 7,34 +0,00% ... Bakkavör 41,90 +0,00% ... Eimskipafélagið 22,30 -1,76% ... Exista 12,45 +1,22% ... FL Group 6,49 -0,61% ... Glitnir 16,80 +0,30% ... Icelandair Group 23,00 -0,43% ... Kaupþing 851,00 +0,71% ... Landsbankinn 31,00 +0,00% ... Marel 90,40 -0,11% ... SPRON 5,19 +1,97% ... Straumur-Burðarás 13,12 +3,06% ... Teymi 3,76 -6,23% ... Össur 99,40 +1,33% MESTA HÆKKUN STR.-BURÐARÁS +3,06% SPRON +1,97% ATLANTIC PET. +1,88% MESTA LÆKKUN TEYMI -6,23% EIMSKIPAFÉLAGIÐ -1,76% EIK BANKI -0,85% Lítil velta í hlutabréfum Ótrúlega lítil velta á innlendum hlutabréfamark- aði í gær ber með sér að óhagstæð ytri skilyrði séu farin að bitna nokkuð á fjárfestum. Ljóst er að mörg fyrirtæki geta sig lítið hreyft miðað við hin himinháu vaxtakjör sem nú bjóðast, ekki bætir verðbólgan úr skák og margir hafa þess vegna leitað tímabundið í var eða hreinlega strandað á skeri og eru þess vegna ekki líklegir til stórræðanna í kaupum á hlutabréfum alveg á næstunni. Aðilar á markaði eiga von á að jákvæðar tölur eftir fyrsta ársfjórðung muni glæða hlutabréfamarkaðinn nokkru lífi á nýjan leik og verði kannski til þess að stærri fagfjár- festar snúi aftur úr heimi skuldabréfanna, þar sem þeir hafa dvalið upp á síðkastið … Kauptækifæri í tyggjói Það er þó gömul saga og ný, að bestu kaup- tækifærin skapast í niðursveiflum þegar margir neyðast til þess að selja á undirverði. Enginn veit þetta betur en ríkasti fjárfestir í heimi, Warren Buffet, sem var aðalsprautan á bak við risavaxinn samruna sem tilkynnt var um í Bandaríkjunum í gær, milli sælgætisfram- leiðendanna Wrigley‘s og Mars. Félag Buffets kom að fjármögnun yfirtöku Mars á tyggjóframleiðandanum og eignaðist auk þess stóran hlut í hinu nýja félagi. Aðspurður sagði Buffet að nú væri góður tími til að kaupa, ættu menn á annað borð einhverja peninga … Peningaskápurinn Fjarskipta- og upplýsinga- tæknifyrirtækið Teymi tapaði tæpum 4,9 milljörð- um króna á fyrsta fjórð- ungi ársins, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Í fyrra hagnaðist félagið á sama tíma um 1,6 milljarða króna. Tekjur félagsins á tíma- bilinu nema þó sex millj- örðum króna, sem er nærri fjórðungi meira en árinu áður. Gengisfall krónunnar vegur hins vegar þungt í erlend- um skuldum félagsins og leiddi til 5,2 milljarða króna gengistaps á fjórðungnum. Um áramót voru um þrír fjórðu hlutar vaxtaber- andi skulda Teymis í erlendri mynt, en var skuldbreytt á fjórð- ungnum til að draga úr gengisá- hættu og nema nú um fimmtungi. Tæpur fimmt- ungur er svo í verðtryggð- um krónum og rest í óverð- tryggðum. „Samkvæmt stjórnendum Teymis er hér um skammtíma aðgerð að ræða. Til að tryggja sjóð- streymi félagsins er stefna félagsins áfram að meiri- hluti skulda sé í erlendum myntum og er ætlunin að skiptingin verði komin í fyrra horf á öðrum eða þriðja ársfjórðungi,“ segir í Veg- vísi Landsbankans. Greining Glitnis segir viðbúið að næstu mánuðir verði Teymi erfiðir, en yfirvofandi samdráttur í hagkerfinu ásamt erfiðri skulda- stöðu geri reksturinn krefjandi. - óká ÁRNI PÉTUR JÓNSSON Forstjóri Teymis. Teymi tapar á krónunni Auður Capital hefur fengið leyfi Fjármálaeftirlitsins sem verðbréfafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu Auðar í gær. Félagið býður fjárfestingar- tengda þjónustu á sviði eignastýringar og fyrirtækja- ráðgjafar auk þess að stýra fagfjárfestasjóðum. „Auður leggur áherslu á óháða fjármálaráðgjöf, áhættu- meðvitund og samfélagslega ábyrgð,“ segir í tilkynningu félagsins, en þar kemur jafnframt fram að Auður Capital hafi þegar ráðið tólf manna teymi með „viðamikla alþjóðlega reynslu af fjármálamörk- uðum og rekstri“. - óká Auður Capital fær starfsleyfi Á FUNDI Halla Tómasdóttir er starfandi stjórnarformaður Auðar Capital, en það er verðbréfafyrirtæki sem vill nýta tækifæri í mann- og fjárauði kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins má nálgast í höfuðstöðvum Kaupþings og á vefsíðu Frjálsa lífeyrissjóðsins www.frjalsilif.is. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Aflað hefur verið skuldbindinga fyrir níu milljarða króna í nýjan veðskuldasjóð sem sérhæfir sig í að fjármagna fullbúið atvinnuhús- næði. Með þessu hefur verðbréfa- fyrirtækið Virðing lokið fyrsta áfanga fjármögnunar sjóðsins. Í tilkynningu kemur fram að fjárfestar sjóðsins séu margir af helstu lífeyrissjóðum landsins, en lokað verður fyrir áskrift fjár- festa að sjóðnum með haustinu. Veðskuldabréfasjóðurinn Virð- ing er sagður lokaður fagfjárfesta- sjóður sem Rekstrarfélag verð- bréfasjóða Íslenskra verðbréfa (ÍV) rekur. „Sjóðurinn fjármagnar fullbúið atvinnuhúsnæði með löng- um verðtryggðum skuldabréfum og veitir fjárfestum því aðgang að vel dreifðu safni veðskuldabréfa,“ segir í tilkynningu Virðingar, en fjárfestingarráð sjóðsins skipa Baldur Vilhjálmsson, sjóðsstjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkis- ins, Kristján Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sameinaða líf- eyrissjóðsins, Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs- ins Stafa, og Friðjón Rúnar Sig- urðsson. „Friðjón verður formaður fjárfestingarráðsins en hann hefur fimmtán ára reynslu í rekstri líf- eyrissjóða og annarra sjóða.“ Haft er eftir Friðjóni Rúnari að nú sé rétti tíminn til að fara af stað með sjóð sem þennan, þegar aðgengi að lánsfjármagni sé erf- itt. Hann segir viðtökur hafa verið góðar og aðstandendur sjóðsins bjartsýna á að fleiri fjárfestar bætist í hópinn á næstu mánuðum. - óká VIRÐINGARVEFURINN Virðing hefur lokið fyrsta áfanga fjármögnunar nýs lokaðs fagfjárfestasjóðs sem fjármagna á fullbúið atvinnuhúsnæði. Búið að safna í níu milljarða Danska fjölmiðlafyrirtækið TV 2 leggur niður 205 af 1.100 stöðugild- um á árinu. Alls verður 136 sagt upp störfum, þar af 56 á útvarps- sviði. Útvarpsrekstri verður hætt. Greint var frá breytingunum á blaðamannafundi í Óðinsvéum í gærmorgun, að því er segir á fréttavef Berlingske Tidende. Þar kemur fram að yfir standi viðræður við sjónvarpsstöðina SBS um að taka við útvarpsrekstri TV 2. TV 2 hefur átt í rekstrarörðug- leikum og er niðurskurðurinn nú hluti af aðgerðum til að rétta við reksturinn. Aðhaldsaðgerðir sem ráðist hefur verið í eiga að spara fyrirtækinu 200 milljónir danskra króna (um þrjá milljarða íslenskra króna). - óká TV 2 rekur 136 Lítil velta var á hlutabréfa- markaðnum í gær þótt úrvalsvísitalan hækkaði um 0,63 prósent. Veltan á skuldabréfamarkaði var hins vegar yfir þrjátíu milljarðar króna. Fjárfestar telja ákjósanlegt að kaupa verðtryggð íbúðabréf þegar verðbólga er mikil. Nokkuð mikil eftirspurn var eftir verðtryggðum skuldabréfum í gær í kjölfar þess að Hagstofa Íslands birti nýjustu tölur yfir þróun verðbólgunnar. Veltan á skuldabréfamarkaðnum var yfir þrjátíu milljarðar króna. Hefur þessi markaður verið líflegur frá áramótum. Hjördís D. Vilhjálmsdóttir hjá Greiningu Glitnis segir að hún hafi átt von á sterkari viðbrögðum í gær, að minnsta kosti innan dags- ins. „Ef verðbólga er umfram vænt- ingar verða verðtryggð skulda- bréf eftirsóknarverð en óverð- tryggð bréf síður. Þar af leiðandi ætti verð á verðtryggðum skulda- bréfum að hækka, sem þýðir lækk- un á ávöxtunarkröfu. Það er það sem gerðist varðandi verðtryggð skuldabréf Íbúðalánasjóðs í gær. Ég átti hins vegar von á að ávöxt- unarkrafan á verðtryggðu skulda- bréfunum myndi lækka meira því frávikið frá verðbólguspám var svo mikið. Það gerðist hins vegar ekki,“ segir Hjördís. Ein skýringin geti verið sú að væntingar eru um að Seðlabank- inn hækki stýrivexti enn frekar eins og sást á þróun verðs ríkis- skuldabréfa. Hjördís bendir líka á að vextir á skammtímaverðbréf- um séu háir og góð ávöxtun á pen- ingamarkaðssjóðum muni verða betri en á verðtryggðum bréfum þegar verðbólgukúfurinn líður hjá og líklegt sé að það haldi aftur af verðhækkun verðtryggðra skulda- bréfa. „Á einhverjum tímapunkti vilja fjárfestar fara úr íbúðabréfum yfir í óverðtryggð skuldabréf. Þetta gæti gerst í lok maí eða í júní þegar fjárfestar verða búnir að taka út hagnað vegna verð- bólgunnar. Þetta er líklegt til að gerast tiltölulega fljótt vegna þess að væntingar eru um að verð- bólgukúfurinn sé skammvinnur. Þegar það gerist getur markaður- inn snúist hratt við og verðbreyt- ingin orðið hröð. Þá geta íbúða- bréfin lækkað það mikið að það éti upp ávinninginn af verðbólgunni á tiltölulega skömmum tíma. Þó er ákjósanlegt að eiga verðtryggð íbúðabréf núna vegna verð- bólgunnar en það getur snúist hratt við,“ segir Hjördís. Ásdís Kristjánsdóttir hjá grein- ingardeild Kaupþings segir eins og Hjördís að verðtryggð krafa skuldabréfa hafi lækkað og sú óverðtryggða hækkað. „Þetta er í takt við það sem búast mátti við eftir að verðbólgutölur lágu fyrir. Eftirspurn eftir verðtryggðum bréfum jókst,“ segir Ásdís. bjorgvin@markadurinn.is Verðtryggð skuldabréf ákjósanleg í verðbólgu MIÐLUN SKULDABRÉFA Skuldabréf ganga kaupum og sölum í Kauphöll Íslands eins og hlutabréf. Mikil velta hefur verið á skuldabréfamarkaðnum, sem þykja í augna- blikinu ákjósanlegur fjárfestingakostur. HVAÐ ERU SKULDABRÉF? Grundvallarmunurinn á hluta- bréfum og skuldabréfum er sá að hlutabréf tryggja þér enga ávöxt- un. Það gera hins vegar skulda- bréf. Íbúðabréf eru til dæmis gefin út og seld af Íbúðalánasjóði til að fjármagna íbúðalán. Íbúðabréf- in eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs, og bera fasta vexti. Þegar verðbólga er mikil eins og nú fá fjárfestar verðbætur ofan á föstu vextina. Þegar þessi fjárfestingarkostur er ákjósanlegri en aðrir lækkar krafa fjárfesta um ávöxtun og skuldabréfin hækka í verði. Þegar aðrir kostir eru betri, til dæmis peningamarkaðsbréf, hækkar ávöxtunarkrafan og skuldabréfin lækka í verði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.