Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 28
● fréttablaðið ● kópavogsdagar 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR8 Listasýning verður opnuð í Náttúrufræðistofu Kópavogs 3. maí. Þær Olga Bergmann og Anna Hallin setja sýninguna upp í samvinnu við Náttúru- fræðistofu Kópavogs. „Við höfum báðar lengi haft áhuga á lífrænum, líffræðilegum og vistfræðilegum atriðum sem verið hafa innblástur fyrir verk okkar beggja á ólíkan hátt um langt skeið,“ segir Olga um aðdraganda sýningarinnar. „Ég hef áhuga á tengslum erfða- vísinda og þróunar og Anna hefur í sínum verkum sótt innblástur í heim örvera, baktería og lindýra meðal annars. Við deilum einnig sama áhuga á vísindaskáldskap og retrófútúrisma,“ bætir hún við. Listakonurnar hafði lang- að til að sýna verk sín innan um gripi Náttúrufræðistofu og leit- uðu því eftir samstarfi við safnið hjá Hilmari Malmquist forstöðu- manni. „Við hlutum mjög jákvæð- ar viðtökur varðandi sýningar- möguleika og ákváðum að gera til- raun með að rugla saman reitum okkar og safngripa Náttúrufræði- stofu,“ útskýrir Olga. „Við ætlum meðal annars að sýna afrakstur athugana okkar á dansi flóðhesta en við dvöldum nýverið í vinnu- stofu í Berlín og tókum upp heil- mikið efni í dýragarðinum, eink- um af flóðhestum og dansi þeirra undir vatnsborðinu.“ Annað sameiginlegt verk þeirra Olgu og Önnu á sýningunni bygg- ist á „söng“ þorska en þar er blandað saman hreyfimyndum, myndskeiðum og ljósmyndum af þorskinum. Verkið unnu þær upp úr upptökum af hljóðum þorska sem þær fengu frá Havforsknings- instituttet í Bergen í Noregi. Einnig verður á sýningunni inn- setning þar sem safngripum er raðað upp á nýjan hátt og hugsan- leg framtíðarþróun lífríkis jarðar er gefin í skyn. Olga og Anna hafa unnið saman áður þegar þær sýndu fyrir ári verkið „Leiðangur“ á Hvamms- tanga. „Það var í fyrsta sinn sem við unnum verk í samstarfi. Verkið „Leiðangur“ var vídeó-skúlptúr og fjallaði um draumkennt ferðalag tamins sels í einhverjum óræðum og jafnvel ískyggilegum tilgangi. Það samstarf gekk vel og því lang- aði okkur að vinna fleiri verk á svipaðan hátt,“ segir Olga að lokum. Sýningin í Náttúrufræði- stofunni verður opnuð laugardag- inn 3. maí klukkan 14 og stendur til júlíloka. - rat Syngjandi þorskar og dansandi flóðhestar Listakonurnar Olga Bergmann og Anna Hallin setja verk sín upp innan um gripi Nátturufræðistofu Kópavogs. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Tríó Romance verður í vorstemningu og gleði í Salnum á Kópavogsdögum. Tríóið flytur meðal ann- ars lög Sigfúsar Halldórssonar í nýrri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar. Tónleikar tríósins, sem flautuleikararnir Guð- rún Birgisdóttur og Martial Nardeau og píanóleikar- inn Peter Máté skipa, verða á miðvikudaginn 7. maí kl. 20. Á efnisskrá eru verk eftir Köhler, Doppler og Franz Liszt, Fauré, Debussy og Ravel auk Sigfúsar. Tónleikarnir eru hluti af fjölskrúðugri og vandaðri tónleikaröð Salarins sem heitir Tíbrá, þar sem áheyr- endur geta gengið að gæðunum vísum. Frá opnun Salarins í janúar 1999 hafa verið haldnir hátt á þriðja hundrað TÍBRÁR-tónleika og skipta flytjendur fleiri hundruðum. Opnunartónleikar í TÍBRÁ eru ávallt hinn 7. september, á afmælisdegi Sigfúsar Halldórs- sonar, tónskálds og heiðursborgara Kópavogs. Miðasala fer fram í Salnum og á netinu. Sumarið komið yfir sæinn Tríó Romance flytur lög Sigfúsar Halldórssonar í nýrri útsetningu Atla Heimis Sveinssonar hinn 7. maí í Salnum. PL 01 Svart PL 45 Silfur- metallic PL 20 Dökk Grá PL 22 Dökk Rauð PL 56 Dökk brún PL 42 Rauðbrún PL 80 Hvítt PL 55 Kopar - metallic Aluzink Kopar BLIKKÁS – Smiðjuvegi 74 – 200 Kópavogi – Sími 515 8700 www.funi.is – www.blikkas.is Fr um ÞAKRENNUKERFI á öll hús – allsstaðar Litir í miklu úrvali Það er engin ástæða til að horfa á heiminn í svarthvítu. SIBA–ÞAKRENNUKERFI í fjölda lita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.