Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 8
8 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR DÓMSMÁL Sjö ára fangelsisdómur yfir Birgi Páli Marteinssyni, sem hann hlaut í Færeyjum, stendur. Birgir ákvað á föstudag að áfrýja ekki og eftir að frestur rann út á miðnætti þann dag varð ljóst að saksóknari áfrýjaði ekki heldur. Linda Hasselberg saksóknari bíður nú eftir leiðbeiningum frá dönskum yfirvöldum um það hvar Birgir situr dóminn af sér. Hendrik Tausen, afi Birgis Páls, segir að honum hafi óbeint verið hótað af Lindu Hasselberg til að falla frá áfrýjun. Annars yrði séð til þess að hann yrði fluttur í danskt fangelsi þar sem menn kalla ekki allt ömmu sína. Hendrik segir að fjölskylda Birgis hafi ótt- ast að slík reynsla gæti eyðilagt hann fyrir lífstíð og því hafi verið ákveðið að áfrýja ekki. Fjölskyld- an reyndi um helgina án árangurs að fá uppgefið hvort saksóknari áfrýjaði. Venjan er sú í Færeyjum að sé dómur lengri en tíu til tólf mánuð- ir sitji fangar hann af sér í Kaup- mannahöfn. Ljóst er að Birgir Páll óskar eftir að sitja dóminn af sér á Íslandi. Linda segir að það ráðist á næstu dögum hve langan tíma það ferli tekur. Birgir gæti þurft að sitja inni í Danmörku á meðan það er í gangi. „Við höfum ekki eiginlegt fang- elsi hér í Færeyjum þannig að ef þetta ferli tekur langan tíma þarf hann að sitja inni í Danmörku þangað til því lýkur,“ segir Linda. „Við munum taka tillit til ýmissa þátta við þá ákvörðun; vilja íslenskra yfirvalda og mannlegu hliðarinnar svo eitthvað sé nefnt.“ Hendrik segir að upphaflega hafi verið mjög erfitt að ná til Birgis og sakar yfirvöld um stífni. Einungis hafi verið hægt að ná í hann í hálftíma á viku. „Eftir að Eiður Guðnason, ræðismaður Íslands í Færeyjum, kom að mál- inu tókst honum að laga þetta mikið. Við fjölskyldan kunnum honum bestu þakkir fyrir og hann hefur staðið sig mjög vel,“ segir Hendrik. Eiður Guðnason staðfestir orð Hendriks um stífni yfirvalda. „Danir eru með þennan málaflokk og það hefur ekki alltaf verið auð- velt að eiga við þessi yfirvöld. Mér fannst til dæmis mjög sér- kennilegt þegar ég frétti að á mánudegi, á meðan áfrýjunar- fresturinn var enn ekki úti, hafði fjölskyldan ekki heyrt í honum síðan á fimmtudeginum þar áður,“ segir Eiður. kolbeinn@frettabladid.is Ekki áfrýjað í máli Birgis Páls í Þórshöfn Hvorki Birgir Páll Marteinsson né saksóknari nýttu sér rétt sinn til áfrýjunar í fíkniefnamálinu í Færeyjum. Fjölskylda Birgis sakar yfirvöld um stífni. Ákvörð- unar um hvar Birgir Páll afplánar dóminn er að vænta á næstu dögum. RV U N IQ U E 04 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Umhverfisvottaðar hreinlætisvörur – fyrir sumarbústaðinn og veiðihúsið Bjarni Ómar Ragnarsson, verslunarstjóri hjá RV RV U N IQ U E 04 08 05 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Fagleg og persónuleg þjónusta Sjúkraliði RV, Jóhanna Runólfsdóttir, leiðbeinir skjólstæðingum TR, einstaklingum með þvagleka og aðstandendum þeirra og veitir ráðgjöf varðandi hjúkrunarvörur. Sími: 520 6673 johanna@rv.is www.rv.is 1Ýmis úrræði og ráðgjöf vegna þvagl eka Við höfum gefið út vandaðan TENA bækling- um úrræði og ráðgjöf vegna þvagleka. Hafðu samband og við sendum þér eintak. EIÐUR GUÐNASONLINDA HASSELBERG HENDRIK TAUSEN 1 Hvað kostar langt leiddur fíkill samfélagið að meðaltali á mánuði samkvæmt nýrri kostnaðargreiningu greiningar- stofnunarinnar Ísmats? 2 Hvað heitir nýstofnað fyrirtæki sem hyggst framleiða kattafóður á Súðavík? 3 Hvað heitir handknattleiks- maður í Stjörnunni sem varð fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum í fyrra og berst nú fyrir því að fá að nota höfuðhlíf við leiki? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 STJÓRNMÁL Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, er í opinberri heimsókn á Íslandi. Vanhanen átti fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum síðdegis í gær og í gærkvöld snæddi hann kvöldverð með fulltrúum Verslunarráðs. Hugsanlega aðild Íslands að Evrópusam- bandinu bar ekki á góma á fundinum en Vanhanen benti á að það mál gæti komið upp í kvöldverðinum og auðvitað hlustaði hann af gaumgæfni og áhuga á umræðuna hér á landi. Geir Haarde sagði eftir fundinn með finnska forsætisráðherranum að þeir hefðu þekkst í tvö ár, hist reglulega og sennilega myndu þeir hittast fimm sinnum á þessu ári. Sem betur fer væru engin sérstök vandamál milli landanna en viðskipti, ferðamennska og fjárfestingar færu vaxandi milli þjóðanna tveggja. „Við ræddum einnig stöðu efnahagsmála á alþjóðavettvangi, hækkandi olíuverð og matarverð, þróunina í Evrópusambandinu og sambandið við Rússa ásamt öðru,“ sagði hann og útskýrði að þjóðirnar byggju báðar við það að Rússar flygju inn í lofthelgi þeirra öðru hvoru, eða nærri henni, og þeir hefðu borið saman bækur sínar um það. Íslendingar hefðu nokkrar áhyggjur af þessu flugi. „Ég útskýrði að ég teldi að ekki yrði mikil breyting í Rússlandi á næstunni þó að nýr forseti og forsætisráðherra tækju við,“ sagði Matti Vanhanen. - ghs Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands, er í opinberri heimsókn á Íslandi: Hlustar af áhuga á ESB-umræðuna Í OPINBERRI HEIMSÓKN Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands, og Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, í Ráðherrabústaðnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÉLAGSMÁL Eftir hækkun húsa- leigubóta og sérstakra húsaleigu- bóta getur fólk fengið allt að sjötíu þúsund krónur í leigubætur á mánuði. Ríki og sveitarfélög hafa náð saman um hækkanir bótanna, sem staðið hafa í stað frá árinu 2000. Ríkissjóður greiðir sextíu pró- sent af heildarkostnaði vegna hækkunar húsaleigubóta og sér- stakra húsaleigubóta en sveitar- félögin greiða fjörutíu prósent. Áætlaður árlegur viðbótarkostn- aður er um 620 milljónir króna vegna húsaleigubóta og um 100 milljónir vegna sérstakra húsa- leigubóta, að því er fram kemur í tilkynningu félagsmálaráðuneyt- isins. Auk þess að hækka bæturnar sjálfar munu sveitarfélög beita sér fyrir úthlutun lóða á hagstæð- um kjörum til byggingar leiguhús- næðis. Þá verður skipaður starfs- hópur til að vinna að stefnumótun í húsnæðismálum. Á hann að skil- greina skyldur hins opinbera í málaflokknum og endurskoða verka- og kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga. - bþs FJÖLBÝLI Sveitarfélögin ætla að beita sér fyrir úthlutun lóða til byggingar leiguhúsnæðis. BREYTING FJÁRHÆÐA Áður Eftir Breyting Grunnur 8.000 13.500 5.500 Barn 1 7.000 14.000 7.000 Barn 2 6.000 8.500 2.500 Barn 3 5.500 5.500 0 Viðbót 4.500 4.500 0 Hámark 31.000 46.000 15.000 Ríki og sveitarfélög koma til móts við leigjendur: Hækka húsaleigubætur VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.