Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 43

Fréttablaðið - 29.04.2008, Page 43
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2008 23kópavogsdagar ● fréttablaðið ● Endurbætur hafa staðið yfir á Sundlaug Kópavogs sem verður opnuð á afmæli bæjarins 11. maí. Sundlaug Kópavogs verður meðal annars búin inni- og útilaugum, heitum pottum, vaðlaug og rennibrautum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ungmenna- húsið opnað! DAGSKRÁ ÁVÖRP Kynnir verður Eva Halldóra Guðmundsdóttir Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á kopavogur.is Menningar- og tómstundamiðstöð ungs fólks í Kópavogi verður opnuð laugardaginn 3. maí kl. 16.30 A R G U S / 0 8- 01 9 9 Hver man eftir hvaladrápi í Sæ- bólsfjöru? Sveinn Þórðarson segir frá nýbýli foreldra sinna, Sæbóli í Fossvogi, í Minningabók Kópa- vogsbúa sem gefin var út í fyrra og þar minnist hann á að fjaran hafi verið full af hvalbeinum. „Voru þetta leifar af grindhvala- göngu sem gekk þar á land í októ- ber árið 1934,“ rifjar hann upp. „Faðir minn var í atvinnubótavinnu skammt frá og lenti því í hvala- drápinu með mörgum öðrum.“ Sveinn er einn fjölmargra sem skrifa þætti í bókina sem var tekin saman í tengslum við fimmtugasta afmælisár Kópavogs árið 2005. Bókasafn Kópavogs gerði þá gest- um sínum ýmsan dagamun til fróð- leiks og gamans. Meðal annars var safnað minningum bæjarbúa frá liðnum dögum búsetu þeirra í bænum. Afraksturinn varð þessi minningabók en Hrafn Andrés Harðarson og Inga Kristjánsdóttur önnuðust útgáfu hennar. Lista- og menningarráð Kópa- vogs gefur öllum 9. bekkingum í grunnskólum Kópavogs bókina að gjöf á Kópavogsdögum en hún fæst einnig keypt, til dæmis í bóka- safninu. Grunnskólabörn fá minningabók að gjöf Endurbætur hafa staðið yfir á Sundlaug Kópavogs sem verður opnuð á afmæli Kópa- vogsbæjar 11. maí. Sundlaug Kópavogs iðar af lífi alla daga en fæstir eru komnir í sund- fötin, þar sem verið er að ljúka við viðbyggingu og endurbætur á sundlauginni sem verður opnuð á afmælis degi Kópavogsbæjar 11. maí. Sundlaugin hefur gengið í endur- nýjun lífdaga. Á hvítasunnudag verður hún opnuð almenningi til sýnis og svo verður í kynningar- skyni ókeypis í sund á mánudegin- um 12. maí. Búnaður í sundlauginni er með því fullkomnasta sem gerist. Lagna- kerfið er flókið og margir tugir kíló- metra að lengd. Það sér um þrjátíu einingum fyrir vatni sem hverja um sig þarf að vera hægt að hita- og klórstilla. Meðal annars er um að ræða inni- og útilaugar, heita potta, vaðlaug og rennibrautir. Lögð hefur verið áhersla á að allt öryggiskerfi laugarinnar sé eins gott og kostur er. Til dæmis hefur verið bætt við myndavélum sem nema hreyfingarleysi og gera laugarvörð- um viðvart. Er laugin sniðin að þörf- um ólíkra hópa, bæði keppnisfólki, áhugafólki og öllum aldurshópum. Sundlaugargjald mun vera lægst í Kópavogi en þess má jafnframt geta að á útisvæði íþróttamiðstöðv- arinnar Versala er sömuleiðis sund- laug með öllum hugsanlegum þæg- indum. Glæsileg í alla staði Minningabók Kópavogsbúa verður gefin nemendum 9. bekkjar í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.