Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 52
20 29. apríl 2008 ÞRIÐJUDAGUR Þegar flett er upp á orðinu „tuð; að tuða“ í alfræðiorðabók birt- ist mynd af Íslend- ingi sem situr í heit- um potti, þenur brjóstkassann í allt of lítilli speedo-skýlu og tuðar við næsta mann. Hann getur fundið að ýmsu í sínu þjóðfélagi, til að mynda okrinu sem er skjalfest á netinu. Þegar of háu verðlagi hefur verið gert skil í stuttri tuð-tölu fer dæmi- gerði Íslendingurinn á flug enda er hann þá kominn út í hina svokölluðu „einkavinavæðingu“ og fjölskyldu- væðingu dómstólanna. Hann hrósar jafnvel Spaugstofunni fyrir söng- atriði sitt sem honum fannst mátu- legt skot á Dabba kóng og bætir því við, hróðugur: „Ég ætla sko aldrei að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur.“ Hin tuðandi þjóð hefur verið ráð- andi afl á Íslandi og fengið að blómstra eins og mávar á reyk- vískri tjörn á bloggsíðum netsins. Hinum tuðandi almúga finnst fátt jafn skemmtilegt og að lesa tuð ann- arra bloggara og hossa þeim jafn- vel í athugasemdakerfinu fyrir tuðið þeirra. Og þannig hefur þetta eiginlega verið síðan Jón Arason var hálshöggvinn þegar hann neit- aði að tuða bara yfir nýjum sið held- ur kaus að mótmæla með kjafti og klóm yfirgangi þýska munksins. Og tuðurum finnst ótrúlegt að einhverjum skuli detta það í hug að hætta tuðinu og gera eitthvað í mál- inu. Þannig var drengurinn sem sagði við borgarstjórann að „hann væri ekkert fuckings borgarstjóri“ útmálaður sem heimskingi og illa máli farinn dólgur. Og vörubílstjórar í dag eru dæmigerðir þursar sem hlýða ekki valdstjórninni. Þess vegna hlýtur hin verkfalls- óða stétt kennara að hugsa sig tvisvar um áður en hún krefst sann- gjarnra launa. Því verkfall þeirra lamar allt samfélagið og þeir sem lama samfélagið fá einfaldlega að kenna á gasinu góða. Og tuðarar fá þá sitthvað fyrir sinn snúð enda hafa þeir alltaf staðið í þeirri trú að kennarar ættu bara að tuða yfir laununum sínum en ekki kvarta á opinberum vettvangi. STUÐ MILLI STRÍÐA Hin tuðandi þjóð kemur út úr skápnum FREYR GÍGJA GUNNARSSON DUSTAR RYKIÐ AF BYLTINGARANDANUM ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Takk fyrir daginn! Við skulum koma okkur heim! Já, það verður gott að koma heim til Kamillu og fá sér tebolla! Fá sér hvað? Fá sér bjór! Þú sagðir te! Ég meinti bjór! Það verður bjór! Hún er komin með tak á þér, maður! Nei, nei, nei, nei! Earl Grey? Mangó og kanil! Í hvaða tíma ert þú? Efnafræði. Stofu 128, þriðju hæð, byggingu B. Ég er í hraðferð í ensku. Stofu 330, 4. hæð, byggingu D. Sjáumst í hádeginu. Ef við erum ennþá í sama tímabelti. Veitingastaður í anda mömmu Passið ykkur þarna inni, hún henti mér út fyrir að borða ekki grænmetið! Hvað ert þú að gera niðri á strönd, Stína? Ég veit það ekki... Ég held ég hafi villst. Oh... maður getur ekki villst. Pól stjarnan er alltaf á sínum stað! Já. En... Ég bý ekki þar. Hvenær getur Lóa farið að hlaupa og leika við mig í garðinum? Ekki alveg strax. Fyrst þarf hún að læra að sitja, svo þarf hún að læra að skríða, svo þarf hún að læra að standa, svo að ganga... Og svo fer hún að hlaupa? Nei. Svo fer ég að hlaupa. – ódýrari valkostur Vantar þig auka- pening? Pósthúsið leitar að duglegu og morgunhressu fólki til að bera út blöð milli 6 og 7 á morgnana. Um er að ræða holla og hressandi útiveru, annars vegar á virkum dögum og hins vegar um helgar. Njóttu þess að taka daginn snemma, hreyfðu þig og fáðu borgað fyrir það. Allar nánari upplýsingar veitir dreifingardeild Pósthússins í síma 585 8330. Einnig er hægt að sækja um á www.posthusid.is Pósthúsið er ungt og öflugt dreifingarfyrirtæki á sviði blaða- og vörudreifingar. Hjá Pósthúsinu starfa um sjöhundruð manns að uppbyggingu á fjölbreyttum og skemmtilegum vettvangi. H im in n o g h af / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.