Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 30
 29. APRÍL 2008 ÞRIÐJUDAGUR10 ● fréttablaðið ● kópavogsdagar Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Hulda Björk Garðarsdóttir munu ásamt Óperukórnum flytja kafla úr óperum á bak við Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn hinn 3. maí. Óperukórinn mun koma fram á Kópavogsdögum undir stjórn Garðars Cortes ásamt einsöngv- urunum Jóhanni Friðgeiri Valdi- marssyni og Huldu Björk Garðarsdóttur. Þau munu flytja þekkta kafla úr óperum á tún- inu bak við Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn 3. maí klukkan 15.30. „Við gerum þetta til að sýna samstöðu með þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að reisa óperuhús á þessum sama stað,“ segir Ingibjörg Ólafsdóttir, for- maður stjórnar Óperukórsins. Nýlega lauk samkeppni um hönnun óperuhúss í Kópavogi. Dómnefndin ályktaði að engin þriggja tillagna fullnægði mark- miðum samkeppninnar nógu vel til að unnt yrði að byggja á þeim að óbreyttu. Tveimur keppend- um var því gefið tækifæri til að halda áfram í framhaldskeppni sm stendur nú sem hæst. „Þetta eru metnaðarfullar hug- myndir og við viljum sýna stuðn- ing okkar við þær með því að flytja óperutónleika nú þegar á þeim stað sem húsið á að standa,“ segir Ingibjörg. „Kórinn átti stór- an þátt í að ryðja braut íslenskrar óperustarfsemi í upphafi og þetta framtak er eðlilegt framhald af því. Við vonumst bara eftir góðu veðri.“ Óperusöngvararnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Hulda Björk Garðarsdóttir sópran hugsuðu sig heldur ekki tvisvar um þegar þau voru beðin um að taka þátt í tónleikunum. Hugmyndin að byggingu óperu- húss í Kópavogi kom fyrst fram í grein sem Gunnar Ingi Birgis- son bæjarstjóri skrifaði í bæjar- málablaðið Voga í júní 2005. Í desember síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Kópavogs viljayfir- lýsingu um byggingu óperuhúss- ins. Er markmiðið að búa óperunni á Íslandi heimili við hæfi. Óperuverk undir berum himni Óperukórinn syngur ásamt einsöngvurum við undirleik Julians Hewlett á túninu við Borgarholtsbraut þar sem gert er ráð fyrir óperuhúsi árið 2011. Hulda Björk Garðars- dóttir var ekki lengi að hugsa sig um þegar hún var beðin um að koma fram. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sumardekk – hjólbarðaþjónusta Sumar- og heilsársdekk fyrir allar gerðir fólksbíla og jeppa. Hagstætt verð og traust þjónusta. Reykjavík Akureyri Tangarhöfða 15 : 587 5810 Réttarhvammi 1 : 464 7900 Vagnhöfða 6 : 577 3080 www.alorka.is P IP A R • S ÍA • 8 07 5 3 Við tökum vel á móti þér á þjónustustöðvum okkar! Umboðsaðili fyrir Bridgestone hjólbarða Auglýsingasími – Mest lesið Skólahljómsveit Kópavogs og Blásarasveit Tónlistarskóla Ár- nesinga leiða saman hesta sína á Kópavogsdögum 4. maí. Tónleik- arnir verða í Salnum og hefjast klukkan 13. Skólahljómsveit Kópavogs var stofnuð á haustmánuðum 1966. Afmælisdagur sveitarinnar er þó ávallt miðaður við fyrstu tónleik- ana sem haldnir voru við Kársnes- skóla 22. febrúar 1967. Stofnandi sveitarinnar var Björn Á. Guð- jónsson trompetleikari og stjórn- aði hann hljómsveitinni óslitið og af miklum dugnaði fram til ársins 1993 þegar Össur Geirsson tók við stjórninni. Um 150 hljóðfæraleikarar eru í Skólahljómsveit Kópavogs og er þeim skipt í þrjár sveitir eftir aldri og getu, A, B og C. Almennt eru krakkarnir tvö ár í hverri sveit, en geta verið lengur eða skemur eftir atvikum. Hljómsveitirnar gegna veiga- miklu hlutverki í bæjarsam- félaginu og koma þær oft fram á hátíðum og athöfnum í bænum. Haldnir eru tvennir stórir tónleikar á hverjum vetri, vor og haust. Að jafnaði kemur Skóla- hljómsveit Kópavogs fram um níutíu sinnum á ári hverju. Lúðrahljómur í Salnum Skólahljómsveit Kópavogs og Blásarasveit Tónlistarskóla Árnesinga leiða saman hesta sína á Kópavogsdögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.