Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.04.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í annasömum hversdeginum situr heilsan oft á hakanum. Sif Sigfúsdóttir skipuleggur heilsu- ræktina innan um fundi í dagbókina sína. Sif Sigfúsdóttir situr fundi og eyðir talsverðum tíma fyrir framan tölvuna í starfi sínu sem markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Hún segir nauðsynlegt að skipuleggja sig og gefa sér tíma til að sinna heilsunni. „Ég er líka stundakennari í HÍ og svo er ég vara- borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sit í vel- ferðarráði Reykjavíkurborgar svo þetta eru margir fundir,“ segir Sif brosandi. „Það þarf virkilega að gefa sér tíma fyrir heilsuna og skrifa hann niður í dagbókina eins og hvern annan fund, annars verður ekkert úr þessu.“ Sif á kort í Hreyfingu og segir gott að koma þangað að æfa. Krakkarnir geti komið með því góð aðstaða sé fyrir þau þar sem þau geta verið á meðan foreldrarnir púla. Undanfarið segist Sif þó hafa slegið slöku við en nú er hún í sérstöku átaki. „Mér finnst gott að koma mér af stað með því að byrja í svona átaki. Þessa dagana er ég á sex vikna námskeiði í Grand Spa og mæti þar á hverjum degi í klukkutíma sem er mjög hressandi. Á námskeiðinu er mataræðið líka tekið fyrir og svo eru þrekæfingar þrisvar í viku og tvisvar í viku æfum við með lóð.“ Hún segir alla fjölskylduna taka þátt í átakinu í mataræðinu og búið sé að skipta sykrinum út fyrir lífrænt síróp og lífrænir hafrar notaðir í hafragrautinn sem bragðist miklu betur fyrir vikið. Auk þess fer fjölskyldan út að hjóla í góða veðrinu en dæturnar tvær, fjögurra ára og átta ára, eiga sín hjól. „Það er rosa gaman að hjóla í Reykjavík. Við fjöl- skyldan hjólum oftast meðfram Sæbrautinni niður á Kirkjusand. Það er mjög skemmtileg leið og fallegt í kringum Listasafn Sigurjóns. Það er eini staðurinn í Reykjavík þar sem vaxa villtar baldursbrár á sumrin.“ heida@frettabladid.is Ræktin skráð í dagbókina Sif er markaðsstjóri viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands og stundakennari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri - Sími 588 2600 Slitsterk og endingargóð gúmmíbelti undir flestar gerðir mini og midi beltavélar Á súperverði! STÆRÐIN MIKILVÆG Brjóstahaldari af réttri stærð sem veitir nægileg- an stuðning getur komið í veg fyrir bakverki hjá konum með stór brjóst. HEILSA 3 SJÁANLEGUR ÁRANGUR Combat Conditioning er líkamsræktarnámskeið sem er kennt hjá Mjölni og er hugsað fyrir þá sem vilja ná hámarksárangri í líkamsþjálfun. HEILSA 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.